Hundar mæta í vinnuna með eigendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 20:31 Helga Helgadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eigendur skólahundsins Trausta í Fossvogsskóla, sem er að standa sig mjög vel í vinnunni með Helgu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna. Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira