Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2024 21:51 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt: Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt:
Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30