„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 21:50 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. „Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
„Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19