Fiorentina aftur í úrslit Sambandsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 18:55 Lucas Beltran fagnar markinu sem kom Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu. getty/Fantasista Fiorentina gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge í seinni leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 3-2, og einvígið, 4-3 samanlagt. Hans Vanaken kom Club Brugge yfir á 20. mínútu og jafnaði þar með metin í einvíginu, 3-3 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Argentínumaðurinn Lucas Beltran sá til þess að Fiorentina færi í úrslitaleikinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Í úrslitaleiknum í Aþenu 29. maí mætir Fiorentina annað hvort Olympiacos eða Aston Villa. Grikkirnir unnu fyrri leikinn, 2-4. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld. Fiorentina komst sem áður sagði í úrslit Sambandsdeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir West Ham United, 2-1. Sambandsdeild Evrópu
Fiorentina gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge í seinni leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 3-2, og einvígið, 4-3 samanlagt. Hans Vanaken kom Club Brugge yfir á 20. mínútu og jafnaði þar með metin í einvíginu, 3-3 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Argentínumaðurinn Lucas Beltran sá til þess að Fiorentina færi í úrslitaleikinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Í úrslitaleiknum í Aþenu 29. maí mætir Fiorentina annað hvort Olympiacos eða Aston Villa. Grikkirnir unnu fyrri leikinn, 2-4. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld. Fiorentina komst sem áður sagði í úrslit Sambandsdeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir West Ham United, 2-1.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“