Sumargjafir Gunnar Ingi Björnsson skrifar 8. maí 2024 18:30 Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur
Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun