„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 16:07 Hrönn segir lömb og kindur komin út á flestum bæjum á Suðurlandi. Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19