Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-2 | Þrír norðansigrar í röð Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 15:15 Sandra María Jessen hefur byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. vísir/Hulda Margrét Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni í dag. Víkingur var liðið sem þurfti að lúta í lægra haldið gegn Norðankonum í dag í leik sem endaði 1-2 í Víkinni. Báðir þjálfarar skiptu um markmann frá síðasta leik. John Andrews, þjálfari Víkings, var tilneyddur til þess eftir meiðsli Sigurborgar K. Sveinbjörnsdóttur í síðasta leik. Birta Guðlaugsdóttir kom í markið í stað hennar en hún kom með flugi til Íslands í gær frá Bandaríkjunum. Hjá Þór/KA komu markmannsskiptin eingöngu til vegna þeirrar samkeppni sem er um markmannsstöðuna í liðinu. Shelby Money stóð í markinu í dag hjá norðankonum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir aðeins um fimm mínútur. Víkingur komst þá í hraða sókn þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir komst upp vinstri vænginn og kom með sendingu út í teiginn þar sem Shaina Ashouri kom aðvífandi og skoraði. Rúmum tíu mínútum seinna tókst norðankonum að jafna leikinn þegar Ísfold Marý Sigtryggsdóttir kom boltanum í netið eftir frábæra rispu Söndru Maríu Jessen upp vinstri kantinn. Á 29. mínútu leiksins skoraði Sandra María sjálf. Boltinn barst til Söndru Maríu rétt við teig Víkings og náði hún að snú sér í átt að markinu og lét vaða. Boltinn sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur, markvörð Víkings, og söng í netinu. Staðan 1-2 í hálfleik fyrir Þór/KA. Eftir nokkuð opinn og skemmtilegan fyrri hálfleik var ekki alveg það sama upp á teningnum í þeim síðari. Víkingar reyndu þó hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Besta færi síðari hálfleiksins var Víkings. Bergdísi Sveinsdóttur tókst þá að sóla hvern andstæðinginn á fætur öðrum og koma sér í skotfæri ein gegn Shelby Money í marki Þórs/KA. Náði Bergdís skotinu yfir Shelby en skotið rataði þó í slána og út. Á lokamínútunum sóttu Víkingar hart að marki Norðankvenna, en allt kom fyrir ekki og gestirnir tóku öll þrjú stigin með sér heim. Atvik leiksins Áttunda mark Söndru Maríu Jessen á tímabilinu verður að vera atvik leiksins. Langskot utan teigs sem þandi netmöskvana og varð að lokum sigurmark leiksins. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður var Sandra María besti maður vallarins. Eitt mark og ein stoðsending í 1-2 sigri á útivelli. Fáa veika bletti er að finna í frammistöðu leikmanna í þessum leik. Þó er hægt að benda á skotnýtingu heimakvenna, en það virtist vanta aðeins upp á meiri ró í þeim færum sem þær fengu. Dómarar Reynir Ingi Finnsson og hans teymi dæmdu þennan leik óaðfinnanlega og ekkert við þau að sakast. Stemning og umgjörð Sól og blíða og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar í Fossvoginum í dag. Þeir stuðningsmenn sem mættu á völlinn létu vel í sér heyra, en gaman væri ef fleiri myndu sækja skemmtun sem þessa á góðviðrisdögum í borginni. Viðtöl John Andrews: „Við sýndum öllum að við óttumst ekki neitt“ „Við fengum tvö klaufaleg mörk á okkur, en mér fannst við samt vera heilt yfir allan leikinn betra liðið, mér fannst við vera frábærar,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir leik. „Ég sagði við þær í hálfleik að við þyrftum að sýna aðeins meira hjarta, meira af Víkings-andanum. Mér fannst það takast í síðari hálfleik, þær komust varla af sínum helmingi af vellinum. Við festum þær í varnarstöðu, fengum fullt af færum og á endanum óheppnar að skora ekki. Við bjuggum okkur til fullt, fullt af færum og hálffærum.“ John Andrews var mjög jákvæður eftir leikinn og leit aðeins á björtu hliðarnar í dag. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. „Við sýndum öllum að við óttumst ekki neitt. Síðasta vika hjá okkur var mjög erfið, en að koma eftir slíka viku af þessum krafti finnst mér frábært. Stúkan var líka frábær í dag, þau hættu aldrei að styðja okkur, þau voru frábær. Við erum að vaxa inn í þessa deild. Við erum smátt og smátt að verða betri og betri og úrslitin munu fylgja í kjölfarið.“ „Við erum að vaxa og mér fannst stelpurnar frábærar. Það sem vantaði var kannski ögn meiri ró og líka bara ögn af því sem Þór/KA bauð upp á í dag. Bæði mörkin þeirra voru góð skot á meðan okkar voru ekki eins góð, kannski er það sem vantaði upp á. Þurfum kannski að taka smá skotæfingu.“ „Við áttum frábært ár í fyrra og núna erum við að eiga gott ár. Við breytum engu, við erum bara að byggja ofan á okkar spilamennsku. Eins og ég segi þá erum við að vaxa inn í þessa deild, þannig að við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Það sést t.d. á stelpunum sem komu inn á. Stelpur sem hafa ekki spilað í einhvern tíma eins og Birta, nýi markvörðurinn okkar, sem kom með flugi í gærkvöldi og hefur ekki náð að æfa með okkur, hún var frábær í dag. Við erum bara að byggja. Á næstu vikum geri ég ráð fyrir að við bætum okkur.“ Víkingur tefldi fram nýjum markverði í dag, henni Birtu Guðlaugsdóttur sem kom til landsins í gær frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Kom hún inn í liðið fyrir Sigurborgu K. Sveinbjörnsdóttur. John Andrews segir markvarðarmálin hjá Víkingi séu komin í topp stand eftir daginn í dag. „Á morgun verðum við komin með þrjá markverði. Við fáum Kötlu til baka og Birta er komin og svo er Mist Elíasdóttir sem missti af leiknum í dag. Þannig að við verðum með þrjá markverði sem er algjör lúxus fyrir okkur. Það er því engin krísa hjá okkur varðandi markmannsmál, við vissum alveg hvernig þetta myndi þróast og erum sátt með stöðuna eins og hún er,“ sagði John Andrews að lokum. Besta deild kvenna
Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni í dag. Víkingur var liðið sem þurfti að lúta í lægra haldið gegn Norðankonum í dag í leik sem endaði 1-2 í Víkinni. Báðir þjálfarar skiptu um markmann frá síðasta leik. John Andrews, þjálfari Víkings, var tilneyddur til þess eftir meiðsli Sigurborgar K. Sveinbjörnsdóttur í síðasta leik. Birta Guðlaugsdóttir kom í markið í stað hennar en hún kom með flugi til Íslands í gær frá Bandaríkjunum. Hjá Þór/KA komu markmannsskiptin eingöngu til vegna þeirrar samkeppni sem er um markmannsstöðuna í liðinu. Shelby Money stóð í markinu í dag hjá norðankonum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir aðeins um fimm mínútur. Víkingur komst þá í hraða sókn þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir komst upp vinstri vænginn og kom með sendingu út í teiginn þar sem Shaina Ashouri kom aðvífandi og skoraði. Rúmum tíu mínútum seinna tókst norðankonum að jafna leikinn þegar Ísfold Marý Sigtryggsdóttir kom boltanum í netið eftir frábæra rispu Söndru Maríu Jessen upp vinstri kantinn. Á 29. mínútu leiksins skoraði Sandra María sjálf. Boltinn barst til Söndru Maríu rétt við teig Víkings og náði hún að snú sér í átt að markinu og lét vaða. Boltinn sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur, markvörð Víkings, og söng í netinu. Staðan 1-2 í hálfleik fyrir Þór/KA. Eftir nokkuð opinn og skemmtilegan fyrri hálfleik var ekki alveg það sama upp á teningnum í þeim síðari. Víkingar reyndu þó hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Besta færi síðari hálfleiksins var Víkings. Bergdísi Sveinsdóttur tókst þá að sóla hvern andstæðinginn á fætur öðrum og koma sér í skotfæri ein gegn Shelby Money í marki Þórs/KA. Náði Bergdís skotinu yfir Shelby en skotið rataði þó í slána og út. Á lokamínútunum sóttu Víkingar hart að marki Norðankvenna, en allt kom fyrir ekki og gestirnir tóku öll þrjú stigin með sér heim. Atvik leiksins Áttunda mark Söndru Maríu Jessen á tímabilinu verður að vera atvik leiksins. Langskot utan teigs sem þandi netmöskvana og varð að lokum sigurmark leiksins. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður var Sandra María besti maður vallarins. Eitt mark og ein stoðsending í 1-2 sigri á útivelli. Fáa veika bletti er að finna í frammistöðu leikmanna í þessum leik. Þó er hægt að benda á skotnýtingu heimakvenna, en það virtist vanta aðeins upp á meiri ró í þeim færum sem þær fengu. Dómarar Reynir Ingi Finnsson og hans teymi dæmdu þennan leik óaðfinnanlega og ekkert við þau að sakast. Stemning og umgjörð Sól og blíða og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar í Fossvoginum í dag. Þeir stuðningsmenn sem mættu á völlinn létu vel í sér heyra, en gaman væri ef fleiri myndu sækja skemmtun sem þessa á góðviðrisdögum í borginni. Viðtöl John Andrews: „Við sýndum öllum að við óttumst ekki neitt“ „Við fengum tvö klaufaleg mörk á okkur, en mér fannst við samt vera heilt yfir allan leikinn betra liðið, mér fannst við vera frábærar,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir leik. „Ég sagði við þær í hálfleik að við þyrftum að sýna aðeins meira hjarta, meira af Víkings-andanum. Mér fannst það takast í síðari hálfleik, þær komust varla af sínum helmingi af vellinum. Við festum þær í varnarstöðu, fengum fullt af færum og á endanum óheppnar að skora ekki. Við bjuggum okkur til fullt, fullt af færum og hálffærum.“ John Andrews var mjög jákvæður eftir leikinn og leit aðeins á björtu hliðarnar í dag. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. „Við sýndum öllum að við óttumst ekki neitt. Síðasta vika hjá okkur var mjög erfið, en að koma eftir slíka viku af þessum krafti finnst mér frábært. Stúkan var líka frábær í dag, þau hættu aldrei að styðja okkur, þau voru frábær. Við erum að vaxa inn í þessa deild. Við erum smátt og smátt að verða betri og betri og úrslitin munu fylgja í kjölfarið.“ „Við erum að vaxa og mér fannst stelpurnar frábærar. Það sem vantaði var kannski ögn meiri ró og líka bara ögn af því sem Þór/KA bauð upp á í dag. Bæði mörkin þeirra voru góð skot á meðan okkar voru ekki eins góð, kannski er það sem vantaði upp á. Þurfum kannski að taka smá skotæfingu.“ „Við áttum frábært ár í fyrra og núna erum við að eiga gott ár. Við breytum engu, við erum bara að byggja ofan á okkar spilamennsku. Eins og ég segi þá erum við að vaxa inn í þessa deild, þannig að við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Það sést t.d. á stelpunum sem komu inn á. Stelpur sem hafa ekki spilað í einhvern tíma eins og Birta, nýi markvörðurinn okkar, sem kom með flugi í gærkvöldi og hefur ekki náð að æfa með okkur, hún var frábær í dag. Við erum bara að byggja. Á næstu vikum geri ég ráð fyrir að við bætum okkur.“ Víkingur tefldi fram nýjum markverði í dag, henni Birtu Guðlaugsdóttur sem kom til landsins í gær frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Kom hún inn í liðið fyrir Sigurborgu K. Sveinbjörnsdóttur. John Andrews segir markvarðarmálin hjá Víkingi séu komin í topp stand eftir daginn í dag. „Á morgun verðum við komin með þrjá markverði. Við fáum Kötlu til baka og Birta er komin og svo er Mist Elíasdóttir sem missti af leiknum í dag. Þannig að við verðum með þrjá markverði sem er algjör lúxus fyrir okkur. Það er því engin krísa hjá okkur varðandi markmannsmál, við vissum alveg hvernig þetta myndi þróast og erum sátt með stöðuna eins og hún er,“ sagði John Andrews að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti