Handbolti

Enn hægt að fá miða á HM-leikinn í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn fjölmenntu til Þýskalands í janúar, á EM, og studdu dyggilega við bakið á strákunum okkar.
Íslenskir stuðningsmenn fjölmenntu til Þýskalands í janúar, á EM, og studdu dyggilega við bakið á strákunum okkar. VÍSIR/VILHELM

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Eistlandi í Laugardalshöll í kvöld, í baráttu sinni um að komast á HM í janúar, og er enn hægt að fá miða á leikinn.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að í gærkvöldi hefðu „innan við 200“ miðar enn verið óseldir. Miðar á landsleikinn eru seldir á tix.is og þar er enn hægt að fá miða þegar þetta er skrifað. Miðinn kostar 3.000 krónur fyrir fullorðna en 1.000 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Aðspurður hvort það séu ekki vonbrigði að ekki sé enn uppselt svaraði Róbert: „Vonbrigði og ekki vonbrigði, við vonumst eftir fullri höll og ég á von á að það verði.“

Um tveggja leikja einvígi við Eistland er að ræða, um farseðil á HM sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi. 

Strákarnir okkar ferðast á föstudaginn út, með viðkomu í Helsinki, og spila seinni leikinn í Eistlandi á laugardaginn.

Engum ætti að leiðast í Laugardalshöll í kvöld og Boozt, einn af helstu bakhjörlum HSÍ, býður stuðningsmönnum upp á upphitun í anddyri Laugardalshallar frá klukkan 18 í kvöld. Veitingasala verður svo í boði yngri landsliða HSÍ sem safna fyrir háum mótakostnaði sumarsins, eins og fjallað hefur verið um.


Tengdar fréttir

Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“

Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×