Forseti allra Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 15:02 Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun