Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:02 Donald Trump í dómsal í morgun. AP/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. Þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun byrjaði Merchan að því að úrskurða gegn Trump og sakaði hann forsetann fyrrverandi um beinar árásir gegn „réttarríkinu.“ Þetta er í annað sinn sem Merchan úrskurðar með þessum hætti gegn Trump og í heildina fyrir tíu brot á þagnarskyldunni. Merchan beindi orðum sínum beint að Trump og sagði að ef hann bryti af sér aftur, gæti hann endað í fangelsi. Merchan sagðist ekki langa að fangelsa Trump en sagðist þurfa að hugsa um dómskerfið. Trump sagði ekkert, samkvæmt frétt New York Times, en hristi höfuðið þegar Merchan lauk máli sínu og sektaði Trump um þúsund dali. Hann var áður sektaður um níu þúsund dali. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Meðal þess sem Trump var refsað fyrir að þessu sinni voru ummæli hans í viðtali í síðasta mánuði þar sem hann gaf í skyn að kviðdómendurnir í málinu væru spilltir og ósanngjarnir. Merchan sagði Trump ekki eingöngu hafa gefið í skyn að réttarhöldin væru ólögmæt, heldur hefði hann enn og aftur gefið kviðdómendum tilefni til að óttast um öryggi þeirra. Snýst um þagnargreiðslu Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Merchan múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Þriðja vika réttarhaldanna hófst í morgun en fyrsta vitni saksóknara í dag er Jeffrey McConney, sem starfaði á árum áður hjá Trump. Meðal annars hefur hann sagt frá því hvernig fyrirtæki Trumps endurgreiddi Cohen vegna greiðslunnar til Daniels. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun byrjaði Merchan að því að úrskurða gegn Trump og sakaði hann forsetann fyrrverandi um beinar árásir gegn „réttarríkinu.“ Þetta er í annað sinn sem Merchan úrskurðar með þessum hætti gegn Trump og í heildina fyrir tíu brot á þagnarskyldunni. Merchan beindi orðum sínum beint að Trump og sagði að ef hann bryti af sér aftur, gæti hann endað í fangelsi. Merchan sagðist ekki langa að fangelsa Trump en sagðist þurfa að hugsa um dómskerfið. Trump sagði ekkert, samkvæmt frétt New York Times, en hristi höfuðið þegar Merchan lauk máli sínu og sektaði Trump um þúsund dali. Hann var áður sektaður um níu þúsund dali. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Meðal þess sem Trump var refsað fyrir að þessu sinni voru ummæli hans í viðtali í síðasta mánuði þar sem hann gaf í skyn að kviðdómendurnir í málinu væru spilltir og ósanngjarnir. Merchan sagði Trump ekki eingöngu hafa gefið í skyn að réttarhöldin væru ólögmæt, heldur hefði hann enn og aftur gefið kviðdómendum tilefni til að óttast um öryggi þeirra. Snýst um þagnargreiðslu Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Merchan múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Þriðja vika réttarhaldanna hófst í morgun en fyrsta vitni saksóknara í dag er Jeffrey McConney, sem starfaði á árum áður hjá Trump. Meðal annars hefur hann sagt frá því hvernig fyrirtæki Trumps endurgreiddi Cohen vegna greiðslunnar til Daniels.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27