Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Aníta hefur slegið í gegn með búðinni þar sem hún býður öllum konum upp á fjölbreytt vöruúrval. „Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum. Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“ Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Aníta ræddi málin í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Þar segist hún sjálf vera í brjóstahaldarastærð 75L en alltaf tjáð að hún væri í 90E. Hún hafi alltaf haldið að hún væri vandamálið, liðið illa en svo komist að því að hún hafi bara aldrei fengið rétta stærð af nærfötum. „Svo lengi sem ég man hataði ég á mér brjóstin og vildi bara skera þau af mér. Þau voru alltaf fyrir mér, mig verkjaði alltaf í þau, þau voru rosalega stór og ég átti ekkert sem passaði við og þetta var ég að díla við mjög lengi.“ Sér ekki eftir brjóstaminnkuninni Aníta stofnaði verslun sína Sassy árið 2019. Þá fann hún fyrir mikilli eftirspurn eftir aðhaldsfatnaði. Hún segist bjóða upp á allar stærðir og gerðir af undirfötum fyrir allar gerðir af konum. Sjálf fór Aníta í brjóstaminnkun eftir að hafa gengið með þrjú börn á þremur árum og brjóstagjöf í kjölfarið. „Ég sé ekki eftir neinu, eða neinni krónu, bara myndi gera það aftur ef þess þyrfti. Það algjörlega umturnaði lífi mínu og það besta sem ég hef eytt peningum í. Það eru tvö ár síðan ég fór og það er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig,“ segir Aníta. „Ég þoldi þetta ekki og var alltaf að tala um þetta við manninn minn og hann var sá sem hvatti mig til að fara, bara láttu bara verða af þessu. Þannig að ég sló til enda búin að hugsa þetta síðan ég var átján ára.“ Aníta segir margar þrálátar mýtur vera til um aðhaldsfatnað. Konur í minni stærðum gagnrýndar fyrir aðhaldsfatnað Upphaflega pantaði Aníta örfáar aðhalds leggings frá Bandaríkjunum fyrir sjálfa sig. Hún uppgötvaði þó fljótt að fleiri konur höfðu áhuga á slíkum leggings og áður en hún vissi af var hún búin að selja hátt í tíu þúsund leggings. Örlögin gripu í taumana og hefur Aníta stækkað verslunina og aukið vöruúrvalið. Nú er hún með allskonar aðhaldsföt, sundföt og samfestinga svo eitthvað sé nefnt. „En það er einhver stigma í gangi að það sé eitthvað tabú að vera í small og að vera í aðhaldsfatnaði“, segir Aníta sem hefur upplifað það á samfélagsmiðlunum að verið sé verið að gagnrýna konur í minni stærð fyrir að nota aðhaldsfatnað. „Það er alltaf verið að tala um, já þú þarft ekki aðhald, þú ert svo lítil, hvað ætlar þú að gera í þessum aðhaldsfatnaði eða eitthvað slíkt. Bæði í búð, í kommentum og út um allt,“ segir Aníta. Hún segir í flestum tilvikum aðhald ekki vera eitthvað sem fólk þurfi, þó á því séu undantekningar. Nefnir Aníta til að mynda þegar fólk jafni sig eftir aðgerðir. Í flestum tilvikum snúist þetta þó um þægindi. Allir með sína complexa „Í flestum tilfellum þá þarf enginn aðhald, þetta snýst um að langa það. Þetta eru ákveðin þægindi og það skiptir ekki máli í hvaða stærð þú ert í. Þetta er bara mótun og aðeins til að slétta úr. Við erum með mismunandi stífleika í aðhaldi og sumir vilja fá þetta eins strekkt og hægt er í öllum stærðum svosem og sumir vilja þetta létta smoothing effect sem er líka til. Þetta snýst ekki um að fara í þrengstu flíkina heldur eitthvað sem þér finnst þægilegt og nennir að fara í. Bara liðið vel, geta hreyft þig og fengið þér að borða eftirréttinn“, segir Aníta og bætir við að sama í hvaða stærð þú ert í, þá áttu að geta farið í aðhaldsfatnað án þess að einhver sé að hafa skoðun á því. „Það eru allir með sína complexa. Við erum með aðhaldsfatnað fyrir upphandleggi, við erum með nærbuxur með rassafyllingu og það eru bara allir að díla við sitt.“ Aníta tekur fram að margar konur sem farið hafi í brjóstnám leiti til sín. Það sé vinsælt að fá sér sílikon geirvörtur, meðal annars með lokk. Sömuleiðis séu til sílikonfyllingar og léttir púðar til að setja í toppa. „Þannig að við erum með, eins og ég segi alltaf, hvort sem þú ert með tvö, eitt eða engin brjóst þá kemstu í búðina til okkar og getur verslað með vinkonu hópnum eða hvað sem er.“
Spegilmyndin Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira