Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 10:31 Andrey Rublev smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn á Madrid Open. Getty/Clive Brunskill Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð. Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð.
Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira