Lopetegui tekur við West Ham Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 08:50 Lopetegui á hliðarlínunni sem knattspyrnustjóri Wolves á sínum tíma Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. Það er ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X núna í morgun. Lopetegui tekur því við stöðunni af Skotanum David Moyes sem hefur haldið utan um stjórnartaumana hjá West Ham undanfarin tímabil og meðal annars stýrt liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu. Romano segir Lopetegui hafa komist að samkomulagi við forráðamenn West Ham um kaup og kjör. Samkomulag um grunnatriði samningsins sé í höfn. Nú eigi bara eftir að skrifa undir. Hinn 57 ára gamli Lopetegui hefur yfir mikilli reynslu að skipa frá sínum þjálfaraferli. Hann hefur meðal annars þjálfað spænska landsliðið, Real Madrid, Sevilla og nú síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni og kemur því ekki blautur á bakvið eyrun í enska boltann. West Ham er sem stendur í 9.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig þegar að liðið á tvo leiki eftir. Hamrarnir komust alla leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á tímabilinu en féllu úr leik þar í einvígi sínu gegn Bayer Leverkusen. 🚨⚒️ EXCL: Julen Lopetegui has agreed terms with West Ham to become new head coach replacing David Moyes from next season.Lopetegui has accepted #WHUFC proposal, ready to proceed to formal stages.Details being finalised then contracts will be signed but agreement in place. pic.twitter.com/guHfAj7PMv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 6, 2024 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Það er ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X núna í morgun. Lopetegui tekur því við stöðunni af Skotanum David Moyes sem hefur haldið utan um stjórnartaumana hjá West Ham undanfarin tímabil og meðal annars stýrt liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu. Romano segir Lopetegui hafa komist að samkomulagi við forráðamenn West Ham um kaup og kjör. Samkomulag um grunnatriði samningsins sé í höfn. Nú eigi bara eftir að skrifa undir. Hinn 57 ára gamli Lopetegui hefur yfir mikilli reynslu að skipa frá sínum þjálfaraferli. Hann hefur meðal annars þjálfað spænska landsliðið, Real Madrid, Sevilla og nú síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni og kemur því ekki blautur á bakvið eyrun í enska boltann. West Ham er sem stendur í 9.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig þegar að liðið á tvo leiki eftir. Hamrarnir komust alla leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á tímabilinu en féllu úr leik þar í einvígi sínu gegn Bayer Leverkusen. 🚨⚒️ EXCL: Julen Lopetegui has agreed terms with West Ham to become new head coach replacing David Moyes from next season.Lopetegui has accepted #WHUFC proposal, ready to proceed to formal stages.Details being finalised then contracts will be signed but agreement in place. pic.twitter.com/guHfAj7PMv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 6, 2024
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira