Nú vandast valið Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 5. maí 2024 18:31 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun