Eru orkumálin að fara úr böndunum? Jónas Guðmundsson skrifar 5. maí 2024 11:01 Orkuskiptin ekki málið? Hingað til hafa margir staðið í þeirri trú að orkuskiptin væru aðalviðfangefnið í orkumálum landsmanna. Því varð undrun mín mikil á upplýsingafundi Orkuveitunnar fyrir nokkrum dögum. Þar kynnti forstjórinn nýjar áherslur, „straumhvörf í orkumálum“; við viljum „taka umræðuna lengra,“ sagði hann; laða til landsins erlend fyrirtæki til að nýta orkuna. Annar stjórnandi Orkuveitunnar talaði um „græna orkuframleiðslu á heimsvísu“—að sjálfsögðu í „sátt við náttúruna“. Mér fannst um stund ég vera kominn langt aftur á síðustu öld. Hefur þessi stefnubreyting hlotið blessun þeirra sem fara með almannavaldið, umsjónaraðila orkuauðlinda landsins og eigenda stærstu orkufyrirtækjanna? Er sátt um hana meðal helstu hagaðila? Það eru ekki nema 17 ár síðan hörð samfélagsátök stóðu um byggingu virkjunar á Austurlandi. Erum við á leið í enn eina söluferðina til erlendra stórfyrirtækja? Er þörf fyrir þessar framkvæmdir—þegar efnahagslífið stendur á blístri og ekkert er hægt að gera nema flytja inn til þess erlent vinnuafl? Rétt er að minnast þess að við höfum áður farið kollhnísa í atvinnumálum með offjárfestingu í ákveðnum greinum—við höfum meira að segja átt lítið notaðar virkjanir í langan tíma, sem er dýrkeypt ráðstöfun, eins og tveir stjórnendur hjá Landsvirkjun minntu á í nýlegri blaðagrein. Staðreyndir á reiki Orkumálaráðherra er tamt að tala um orkuskort. Á áðurnefndum fundi sagði hann af myndbandi: „Við erum bara á vondum stað. Og við erum eiginlega ekkert búin að gera í 15 ár í raforku, í 20 ár í hitaveitu, og það er bara komið að skuldadögum“ (upptaka er aðgengileg á https://orkuveitan.is/hrein-taekifaeri). Ég get ekki betur séð en að hér sé um fölsun staðreynda að ræða. Raforkuframleiðsla í landinu (vatns og jarðvarma) er nú um 20 teravattstundir (TWh) á ári. Hún hefur aukist um 2,2 TWh á tíu árum, eða um 12%—þar af eru þrjár stórframkvæmdir, Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjastöð og Búrfellsstöð 2; ef farið er aftur fyrir byggingu Kárahnjúkavikjunar þá hefur framleiðslan tvöfaldast. (Sjá https://ff7.is/2024/02/er-ekkert-verid-ad-framleida/). Varð enginn var við þessa aukningu og í hvað fór hún? Hún fór ekki nema að litlu leyti til heimilanna í landinu. Lykilstaðreyndir varðandi orkumálin virðast hafa farið forgörðum. Nefnum nokkrar: Orkustofnun segir í orkuspá sinni: Bein notkun raforku vegna orkuskipta verður nærri 2,4 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við notkun innanlands og millilanda. Orkuskiptin munu eiga sér stað í áföngum, enda liggja ýmsar tæknilegar lausnir ekki enn fyrir, t.d. varðandi skip og flugvélar. Áætlað er að orkuskiptin nái hámarki 2050 til 2060. Fram hefur komið að vegna rafbílavæðingar allra fólksbíla í landinu þurfi einungis að auka raforkuframleiðslu um 3%. Vitað er að flutningskerfi hamlar nýtingu þeirrar raforku sem framleidd er; í fréttum RÚV í desember kom fram að þessi sóun á raforkunni næmi 0,5-1,2 TWh, amk. jafnmikið og Kröfluvirkjun framleiðir. Mikill seinagangur hefur verið við úrbætur á flutningskerfinu, sem væntanlega er hagkvæmasti orkuöflunarkosturinn og mikilvægur fyrir orkuöryggi landsmanna—þar liggur hundurinn grafinn varðandi nokkrar fiskimjölsverksmiðjur sem ekki hafa aðgang að nægilegu rafmagni. Það er svosem góðra gjalda vert að orkufyrirtækin athugi alla hagkvæma orkukosti fyrir framtíðna. Þau munu vera að skoða margt, ekki aðeins raforku og varmaorku (þ.á.m. lághitaorku), heldur líka sólarorku, sjávarölduorku, og vindorku. En til hvaða verkefna? Hverju má fórna til? Á hvaða tíma?Orkuöflunartækninni fleygir fram og ástæða virðist vera til að bíða með sum verkefni svo við sitjum ekki uppi með óhagkvæm náttröll sem þegar hafa valdið miklum skaða. Ákefðin virðist hafa aukist til muna og hættan blasir við. Engar vindorkuvirkjanir á viðkvæmum stöðum Margt bendir til að þróunin verði jafn kaótísk og orkumálaumræðan. Opinberu orkufyrirtækin eru með langan óskalista yfir nýjar virkjanir. Og nú eru einkaaðilar líka komnir á fullt. Hvað eru margar smærri vatnsvirkjanir í undirbúningi á þeirra vegum? Fyrir liggur að 34 vindmylluverkefni séu í þróun og nokkur þeirra komin til Skipulagsstofnunar. Hvert vindmylluverkefni er á við meðalstóra vatnsvirkjun. Væntanlega er það hagnaðarvon þessara einkaaðila, og þeirra erlendu aðila sem sagðir eru standa á bakvið flestar þeirra, sem knýr þá áfram. Þeir ætla sér stóran hlut af orkuauðlindum landsins. Og þeim er vorkunn; þeir þurfa lítið sem ekkert að greiða fyrir orkuna og aðrir koma til með að bera skaðann og kostnaðinn, ytri áhrifin, sem eru ekki reiknuð með í dæmin: röskunina, sjónmengunina, sárin í landinu, innviðabreytingarnar og fleira. Staðsetning og umgjörð orkuframkvæmda skiptir höfuðmáli. Skipulagsstofnun hefur lagt til að vindorkuver—sé þeirra þörf—verði helst byggð á stöðum sem þegar hefur við raskað, svo sem iðnaðarsvæðum og við hafnir. Stofnunin hefur einnig hvatt til þess að mótuð verði stefna um byggingu vindmylla í hafi úti; má hugsa sér að yfirgefnar eyðieyjar kæmu til greina í því sambandi? Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands eru tæplega 1200 eyjar við landið og 5000 sker. En engin lög eða stefna liggur fyrir sem ná yfir þessar villtu virkjanahugmyndir. Jafnvel er verið að meta hugmyndir um vindorkuver á viðkvæmum og dýrmætum svæðum. Þannig er t.d. verið að meta 100 megavatta virkjun í Norðurdal í Borgarfirði, í einni af fallegustu sveitum landsins, í næsta nágrenni við nokkrar af mestu náttúrperlum landsins; önnur virkjun af sömu stærð mun vera í undirbúningi í sama dalnum. Fram hefur komið að virkjanahugmyndirnar eru þróaðar í eindreginni andstöðu við nærsamfélagið í sveitum Borgarfjarðar. Samt eru þær enn á dagskrá. „Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks?“ spurði Bjarni Bjarnason þáverandi forstjóri Orkuveitunnar á aðalfundi Orkuveitunnar 2022. Bjarni, sem er einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar í orkumálum, skrifaði nokkru síðar um öll vindmylluverkefnin: „Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni… Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif.“ Vindorkuhugmyndir lagðar til hliðar Full ástæða er til að hægja á frekar en að herða á í orkumálaumræðunni. Okkur hefur oft orðið dýrkeypt að fara langt á undan okkur í að leysa vanda—sem kannski er ekki til. Að mínu mati væri ástæða til að leggja afgreiðslu vindmylluhugmynda til hliðar þar til sýnt er hvort þörf verður fyrir byggingu slíkra krefjandi mannvirkja og fyrir liggur stefna sem sátt er um varðandi staðsetningar þeirra. Það er engin bráð þörf á nýjum orkufrekum og mengandi iðnaði inn í landið. Við ættum að einbeita okkur að raunhæfum hugmyndum um orkuskiptin og rannsóknum á orkukostum sem sátt verður um. Höfundur er fyrrverandi rektor á Bifröst í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin ekki málið? Hingað til hafa margir staðið í þeirri trú að orkuskiptin væru aðalviðfangefnið í orkumálum landsmanna. Því varð undrun mín mikil á upplýsingafundi Orkuveitunnar fyrir nokkrum dögum. Þar kynnti forstjórinn nýjar áherslur, „straumhvörf í orkumálum“; við viljum „taka umræðuna lengra,“ sagði hann; laða til landsins erlend fyrirtæki til að nýta orkuna. Annar stjórnandi Orkuveitunnar talaði um „græna orkuframleiðslu á heimsvísu“—að sjálfsögðu í „sátt við náttúruna“. Mér fannst um stund ég vera kominn langt aftur á síðustu öld. Hefur þessi stefnubreyting hlotið blessun þeirra sem fara með almannavaldið, umsjónaraðila orkuauðlinda landsins og eigenda stærstu orkufyrirtækjanna? Er sátt um hana meðal helstu hagaðila? Það eru ekki nema 17 ár síðan hörð samfélagsátök stóðu um byggingu virkjunar á Austurlandi. Erum við á leið í enn eina söluferðina til erlendra stórfyrirtækja? Er þörf fyrir þessar framkvæmdir—þegar efnahagslífið stendur á blístri og ekkert er hægt að gera nema flytja inn til þess erlent vinnuafl? Rétt er að minnast þess að við höfum áður farið kollhnísa í atvinnumálum með offjárfestingu í ákveðnum greinum—við höfum meira að segja átt lítið notaðar virkjanir í langan tíma, sem er dýrkeypt ráðstöfun, eins og tveir stjórnendur hjá Landsvirkjun minntu á í nýlegri blaðagrein. Staðreyndir á reiki Orkumálaráðherra er tamt að tala um orkuskort. Á áðurnefndum fundi sagði hann af myndbandi: „Við erum bara á vondum stað. Og við erum eiginlega ekkert búin að gera í 15 ár í raforku, í 20 ár í hitaveitu, og það er bara komið að skuldadögum“ (upptaka er aðgengileg á https://orkuveitan.is/hrein-taekifaeri). Ég get ekki betur séð en að hér sé um fölsun staðreynda að ræða. Raforkuframleiðsla í landinu (vatns og jarðvarma) er nú um 20 teravattstundir (TWh) á ári. Hún hefur aukist um 2,2 TWh á tíu árum, eða um 12%—þar af eru þrjár stórframkvæmdir, Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjastöð og Búrfellsstöð 2; ef farið er aftur fyrir byggingu Kárahnjúkavikjunar þá hefur framleiðslan tvöfaldast. (Sjá https://ff7.is/2024/02/er-ekkert-verid-ad-framleida/). Varð enginn var við þessa aukningu og í hvað fór hún? Hún fór ekki nema að litlu leyti til heimilanna í landinu. Lykilstaðreyndir varðandi orkumálin virðast hafa farið forgörðum. Nefnum nokkrar: Orkustofnun segir í orkuspá sinni: Bein notkun raforku vegna orkuskipta verður nærri 2,4 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við notkun innanlands og millilanda. Orkuskiptin munu eiga sér stað í áföngum, enda liggja ýmsar tæknilegar lausnir ekki enn fyrir, t.d. varðandi skip og flugvélar. Áætlað er að orkuskiptin nái hámarki 2050 til 2060. Fram hefur komið að vegna rafbílavæðingar allra fólksbíla í landinu þurfi einungis að auka raforkuframleiðslu um 3%. Vitað er að flutningskerfi hamlar nýtingu þeirrar raforku sem framleidd er; í fréttum RÚV í desember kom fram að þessi sóun á raforkunni næmi 0,5-1,2 TWh, amk. jafnmikið og Kröfluvirkjun framleiðir. Mikill seinagangur hefur verið við úrbætur á flutningskerfinu, sem væntanlega er hagkvæmasti orkuöflunarkosturinn og mikilvægur fyrir orkuöryggi landsmanna—þar liggur hundurinn grafinn varðandi nokkrar fiskimjölsverksmiðjur sem ekki hafa aðgang að nægilegu rafmagni. Það er svosem góðra gjalda vert að orkufyrirtækin athugi alla hagkvæma orkukosti fyrir framtíðna. Þau munu vera að skoða margt, ekki aðeins raforku og varmaorku (þ.á.m. lághitaorku), heldur líka sólarorku, sjávarölduorku, og vindorku. En til hvaða verkefna? Hverju má fórna til? Á hvaða tíma?Orkuöflunartækninni fleygir fram og ástæða virðist vera til að bíða með sum verkefni svo við sitjum ekki uppi með óhagkvæm náttröll sem þegar hafa valdið miklum skaða. Ákefðin virðist hafa aukist til muna og hættan blasir við. Engar vindorkuvirkjanir á viðkvæmum stöðum Margt bendir til að þróunin verði jafn kaótísk og orkumálaumræðan. Opinberu orkufyrirtækin eru með langan óskalista yfir nýjar virkjanir. Og nú eru einkaaðilar líka komnir á fullt. Hvað eru margar smærri vatnsvirkjanir í undirbúningi á þeirra vegum? Fyrir liggur að 34 vindmylluverkefni séu í þróun og nokkur þeirra komin til Skipulagsstofnunar. Hvert vindmylluverkefni er á við meðalstóra vatnsvirkjun. Væntanlega er það hagnaðarvon þessara einkaaðila, og þeirra erlendu aðila sem sagðir eru standa á bakvið flestar þeirra, sem knýr þá áfram. Þeir ætla sér stóran hlut af orkuauðlindum landsins. Og þeim er vorkunn; þeir þurfa lítið sem ekkert að greiða fyrir orkuna og aðrir koma til með að bera skaðann og kostnaðinn, ytri áhrifin, sem eru ekki reiknuð með í dæmin: röskunina, sjónmengunina, sárin í landinu, innviðabreytingarnar og fleira. Staðsetning og umgjörð orkuframkvæmda skiptir höfuðmáli. Skipulagsstofnun hefur lagt til að vindorkuver—sé þeirra þörf—verði helst byggð á stöðum sem þegar hefur við raskað, svo sem iðnaðarsvæðum og við hafnir. Stofnunin hefur einnig hvatt til þess að mótuð verði stefna um byggingu vindmylla í hafi úti; má hugsa sér að yfirgefnar eyðieyjar kæmu til greina í því sambandi? Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands eru tæplega 1200 eyjar við landið og 5000 sker. En engin lög eða stefna liggur fyrir sem ná yfir þessar villtu virkjanahugmyndir. Jafnvel er verið að meta hugmyndir um vindorkuver á viðkvæmum og dýrmætum svæðum. Þannig er t.d. verið að meta 100 megavatta virkjun í Norðurdal í Borgarfirði, í einni af fallegustu sveitum landsins, í næsta nágrenni við nokkrar af mestu náttúrperlum landsins; önnur virkjun af sömu stærð mun vera í undirbúningi í sama dalnum. Fram hefur komið að virkjanahugmyndirnar eru þróaðar í eindreginni andstöðu við nærsamfélagið í sveitum Borgarfjarðar. Samt eru þær enn á dagskrá. „Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks?“ spurði Bjarni Bjarnason þáverandi forstjóri Orkuveitunnar á aðalfundi Orkuveitunnar 2022. Bjarni, sem er einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar í orkumálum, skrifaði nokkru síðar um öll vindmylluverkefnin: „Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni… Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif.“ Vindorkuhugmyndir lagðar til hliðar Full ástæða er til að hægja á frekar en að herða á í orkumálaumræðunni. Okkur hefur oft orðið dýrkeypt að fara langt á undan okkur í að leysa vanda—sem kannski er ekki til. Að mínu mati væri ástæða til að leggja afgreiðslu vindmylluhugmynda til hliðar þar til sýnt er hvort þörf verður fyrir byggingu slíkra krefjandi mannvirkja og fyrir liggur stefna sem sátt er um varðandi staðsetningar þeirra. Það er engin bráð þörf á nýjum orkufrekum og mengandi iðnaði inn í landið. Við ættum að einbeita okkur að raunhæfum hugmyndum um orkuskiptin og rannsóknum á orkukostum sem sátt verður um. Höfundur er fyrrverandi rektor á Bifröst í Norðurárdal.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar