„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 16:44 Pistill Steinunnar Ólínu hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira