„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:31 Deandre Kane slær hér í myndavél starfsmanns Stöðvar 2. Stöð 2 Sport Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér.
„Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira