Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 09:30 Kyrie Irving fagnar í sigri Dallas Mavericks. Hann fór í gang í seinni hálfleik og kláraði einvígið á móti Clippers. AP/Mark J. Terrill Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum