Óvænt úrslit í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:28 Afturelding gerði jafntefli við Gróttu í kvöld. Vísir Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar byrja deildina vel en hitt Suðurnesjaliðið tapaði nokkuð óvænt á heimavelli. Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1. Lengjudeild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1.
Lengjudeild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira