Uppgjör: HK - Víkingur 3-1 | Botnliðið lagði meistarana og Arnar sá rautt Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 21:20 HK er komið á blað í Bestu deildinni í ár. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistarar Víkings sá rautt þegar lið hans tapaði 3-1 fyrir botnliði HK í Kórnum þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. HK hafði ekki unnið leik það sem af er leiktíð en síðasti deildarsigur liðsins kom þann 9. ágúst 2023. Frá fyrstu mínútu var Víkingur mun meira með boltann en heimamönnum leið ekkert illa án hans. Vörðust virkilega vel, þéttar raðir, flottar færslur og buðu Víkingum lítið pláss til vinna með. Víkingar áttu erfitt með að spila sig upp í góð marktækifæri. Þeir sköpuðu smá sénsa með háum boltum upp í horn á Erling Agnarsson og Helga Guðjónsson en Arnar Freyr, markvörður HK, var alltaf mættur út og gerði þeim erfitt fyrir. Þvert gegn gangi leiksins komust heimamenn svo yfir á 28. mínútu. Pablo Punyed fékk sendingu frá markverðinum, reyndi að snúa en Magnús Arnar var mættur í bakið á honum, vann boltann og gaf á Atla Þór Jónasson sem kláraði með vinstri fæti í fjærhornið. Víkingar voru áfram með yfirhöndina það sem eftir lifði hálfleiks en sköpuðu sér lítið og því ákveðið að gera þrefalda breytingu fyrir seinni hálfleikinn. Nikolaj Hansen, Ari Sigurpálsson og Aron Elís Þrándarson komu allir inn. Víkingur gaf HK annað frábært tækifæri í upphafi seinni hálfleiks. Gunnar Vatnhamar rann á boltanum og Arnþór Ari slapp einn í gegn en skot hans fór rétt yfir markið. HK herjaði áfram á óróleika hjá öftustu mönnum Víkings og skoruðu annað mark á 55. mínútu, aftur eftir að hafa unnið boltann af Pablo Punyed. Atli Hrafn þjarmaði þá að Pablo, hrifsaði boltann af honum og gaf á Magnús Arnar sem sólaði varnarmann og kláraði færið af miklu öryggi. Tveggja marka forysta HK entist ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar tengdu varamenn Víkinga saman og minnkuðu muninn. Ari Sigurpálsson fékk boltann á vinstri vængnum, gaf fyrir á Aron Elís sem var óvaldaður í teignum og stýrði skallanum í fjærhornið. Áfram herjuðu Víkingar á heimamenn það sem eftir lifði leiks, algjörlega án árangurs. Undir blálokin voru flestallir Víkingar komnir fram, tveir þeirra féllu við í teignum en dómarinn gaf ekki víti, við litla hrifningu Víkinga. Arnar Gunnlaugsson var heldur harðorður og fékk rautt spjald fyrir mótmæli. Arnþór Ari Atlason rak svo smiðshöggið með marki í uppbótatíma og gulltryggði HK sigur. Atvik leiksins Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald undir lok leiks og þar sem það er dágóð leið inn í búningsklefa þá var Arnar nær marki sínu en hann vildi þegar HK skoraði þriðja mark leiksins í blálokin og gulltryggði sigurinn. Stjörnur og skúrkar Engin spurning að Pablo Punyed er skúrkur Víkings í dag. Gaf HK-ingum tvö mörk, fær afslátt í fyrra markinu en seinna skiptið var mjög slakt. Kristján Snær Frostason átti frábæran leik í hægri bakverði HK. Endalaus vinnsla í Atla Þóri og Magnúsi Arnari fram á við. Leifur Andri og Þorsteinn Aron eins og klettar í vörninni. Arnar vel á verði í markinu. Heilt yfir frábær frammistaða hjá öllum HK-ingum. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar á heimavelli hlýjunnar. Veðurfar og vallaraðstæður í hæsta gæðaflokki, veigar og veitingar líka. Lýðurinn trylltist þegar ljósin slokknuðu rétt fyrir leik og liðin löbbuðu inn í kolniðamyrkri. Gæsahúð í gegn. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson á flautunni, Eðvarð Eðvarðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Arnar Ingi Ingvarsson sá fjórði. Vafaatriði í fyrri hálfleik þegar Atli Hrafn Andrason slapp við rautt spjald. Sópaði Daniel Dejan Djuric niður vel ofan við ökklahæð. Fékk gult fyrir. Annars erfiður leikur að dæma, HK voru virkilega fastir fyrir og Víkingarnir mættu þeim í baráttunni. Víkingur vildi vítaspyrnu undir blálokin en það virtist hárrétt að dæma ekkert þar. Viðtöl „Nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum okkur sjálfir“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ógeðslega mikið kredit á strákana. Fótbolti er sanngjarn og það sem þeir lögðu á sig verðskuldaði ekkert minna“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leik. Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið sáttur á svip. Þrátt fyrir það sagðist hann svekktur að liðið hafi ekki sýnt jafngóða frammistöðu hingað til eins og þeir gerðu í kvöld. „Strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið. Ég sagði reyndar eftir leik að þetta væru smá vonbrigði. Mér finnst þetta nettur dónaskapur við leikina hingað til, að við mætum með þessa frammistöðu núna. En við erum búnir að sýna loksins aftur hvað í okkur býr og nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum í dag. Orkuna, viljann og fórnina sem menn færðu.“ Þessi sigur hlýtur að veita HK orku fyrir komandi leiki? „Já, [gefur liðinu mikið] klárlega. Vinna Íslands- og bikarmeistarana heima. Fyrsti sigur á þessu tímabili, gæti ekki verið mikið betri.“ Mótþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald undir lokin, menn tókust á úti við hliðarlínu og Víkingur vildu tvívegis fá vítaspyrnu. Hvað gekk á? „Ég sá hann [Arnar Gunnlaugsson] bara fara aðeins yfir strikið þegar hann óskaði eftir vítaspyrnu. Ég held það hefði verið erfitt að spjalda hann ekki. Mér fannst það ekki [vítaspyrna]. Ég hlakka til að sjá hvað gekk á milli Pablo og George [úti við hliðarlínu]. Heyrði ekkert sérstakar lýsingar af því atviki frá þeim sem voru nær þessu.“ Ómar hafði ekki fleiri orð um það og blaðamaður sleppti honum lausum til að fagna með sínum mönnum. Þeir voru einmitt nýbúnir að syngja lagið Rabbarbara Rúna, í fyrsta sinn síðan í fyrra. „Það verður voða gott, ég náði Rabbarbara Rúnu, það er mjög mikilvægt. En eins og ég segi, nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum okkur sjálfir og það er vinna framundan í því“ sagði Ómar að lokum. „Ég hélt við myndum stríða þeim en bjóst ekki við sigri kannski“ Magnús Arnar Pétursson var hetja HK í dag. facebook / HK „Já, þetta er bara mögnuð tilfinning. Ég er bara orðlaus“ sagði stoðsendingagjafinn og markaskorarinn Magnús Arnar eftir leik. Magnús var viss um að HK myndi standa í hárinu á Íslandsmeisturunum en bjóst ekki endilega við sigri. „Ég verð að viðurkenna. Ég hélt við myndum stríða þeim en bjóst ekki við sigri kannski.“ Það var létt geðshræring í gangi eftir leik og mörkin öll í móðu. „Ég veit ekki hvort ég gaf á hann [Atla Þór] en vann af honum [Pablo] boltann, var það í bæði skiptin? Veistu ég verð að horfa á þetta aftur bara.“ Magnús er ungur leikmaður, fæddur 2006 og að stíga sín fyrstu skref í Bestu deildinni. Þetta var hans fyrsta meistaraflokksmark. „Já, klúbburinn sem maður ólst upp í. Ótrúlegt að hafa tryggt þetta og hjálpað liðinu að vinna. Það gefur [mér og liðinu mikið].“ Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistarar Víkings sá rautt þegar lið hans tapaði 3-1 fyrir botnliði HK í Kórnum þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. HK hafði ekki unnið leik það sem af er leiktíð en síðasti deildarsigur liðsins kom þann 9. ágúst 2023. Frá fyrstu mínútu var Víkingur mun meira með boltann en heimamönnum leið ekkert illa án hans. Vörðust virkilega vel, þéttar raðir, flottar færslur og buðu Víkingum lítið pláss til vinna með. Víkingar áttu erfitt með að spila sig upp í góð marktækifæri. Þeir sköpuðu smá sénsa með háum boltum upp í horn á Erling Agnarsson og Helga Guðjónsson en Arnar Freyr, markvörður HK, var alltaf mættur út og gerði þeim erfitt fyrir. Þvert gegn gangi leiksins komust heimamenn svo yfir á 28. mínútu. Pablo Punyed fékk sendingu frá markverðinum, reyndi að snúa en Magnús Arnar var mættur í bakið á honum, vann boltann og gaf á Atla Þór Jónasson sem kláraði með vinstri fæti í fjærhornið. Víkingar voru áfram með yfirhöndina það sem eftir lifði hálfleiks en sköpuðu sér lítið og því ákveðið að gera þrefalda breytingu fyrir seinni hálfleikinn. Nikolaj Hansen, Ari Sigurpálsson og Aron Elís Þrándarson komu allir inn. Víkingur gaf HK annað frábært tækifæri í upphafi seinni hálfleiks. Gunnar Vatnhamar rann á boltanum og Arnþór Ari slapp einn í gegn en skot hans fór rétt yfir markið. HK herjaði áfram á óróleika hjá öftustu mönnum Víkings og skoruðu annað mark á 55. mínútu, aftur eftir að hafa unnið boltann af Pablo Punyed. Atli Hrafn þjarmaði þá að Pablo, hrifsaði boltann af honum og gaf á Magnús Arnar sem sólaði varnarmann og kláraði færið af miklu öryggi. Tveggja marka forysta HK entist ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar tengdu varamenn Víkinga saman og minnkuðu muninn. Ari Sigurpálsson fékk boltann á vinstri vængnum, gaf fyrir á Aron Elís sem var óvaldaður í teignum og stýrði skallanum í fjærhornið. Áfram herjuðu Víkingar á heimamenn það sem eftir lifði leiks, algjörlega án árangurs. Undir blálokin voru flestallir Víkingar komnir fram, tveir þeirra féllu við í teignum en dómarinn gaf ekki víti, við litla hrifningu Víkinga. Arnar Gunnlaugsson var heldur harðorður og fékk rautt spjald fyrir mótmæli. Arnþór Ari Atlason rak svo smiðshöggið með marki í uppbótatíma og gulltryggði HK sigur. Atvik leiksins Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald undir lok leiks og þar sem það er dágóð leið inn í búningsklefa þá var Arnar nær marki sínu en hann vildi þegar HK skoraði þriðja mark leiksins í blálokin og gulltryggði sigurinn. Stjörnur og skúrkar Engin spurning að Pablo Punyed er skúrkur Víkings í dag. Gaf HK-ingum tvö mörk, fær afslátt í fyrra markinu en seinna skiptið var mjög slakt. Kristján Snær Frostason átti frábæran leik í hægri bakverði HK. Endalaus vinnsla í Atla Þóri og Magnúsi Arnari fram á við. Leifur Andri og Þorsteinn Aron eins og klettar í vörninni. Arnar vel á verði í markinu. Heilt yfir frábær frammistaða hjá öllum HK-ingum. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar á heimavelli hlýjunnar. Veðurfar og vallaraðstæður í hæsta gæðaflokki, veigar og veitingar líka. Lýðurinn trylltist þegar ljósin slokknuðu rétt fyrir leik og liðin löbbuðu inn í kolniðamyrkri. Gæsahúð í gegn. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson á flautunni, Eðvarð Eðvarðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Arnar Ingi Ingvarsson sá fjórði. Vafaatriði í fyrri hálfleik þegar Atli Hrafn Andrason slapp við rautt spjald. Sópaði Daniel Dejan Djuric niður vel ofan við ökklahæð. Fékk gult fyrir. Annars erfiður leikur að dæma, HK voru virkilega fastir fyrir og Víkingarnir mættu þeim í baráttunni. Víkingur vildi vítaspyrnu undir blálokin en það virtist hárrétt að dæma ekkert þar. Viðtöl „Nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum okkur sjálfir“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ógeðslega mikið kredit á strákana. Fótbolti er sanngjarn og það sem þeir lögðu á sig verðskuldaði ekkert minna“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leik. Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið sáttur á svip. Þrátt fyrir það sagðist hann svekktur að liðið hafi ekki sýnt jafngóða frammistöðu hingað til eins og þeir gerðu í kvöld. „Strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið. Ég sagði reyndar eftir leik að þetta væru smá vonbrigði. Mér finnst þetta nettur dónaskapur við leikina hingað til, að við mætum með þessa frammistöðu núna. En við erum búnir að sýna loksins aftur hvað í okkur býr og nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum í dag. Orkuna, viljann og fórnina sem menn færðu.“ Þessi sigur hlýtur að veita HK orku fyrir komandi leiki? „Já, [gefur liðinu mikið] klárlega. Vinna Íslands- og bikarmeistarana heima. Fyrsti sigur á þessu tímabili, gæti ekki verið mikið betri.“ Mótþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald undir lokin, menn tókust á úti við hliðarlínu og Víkingur vildu tvívegis fá vítaspyrnu. Hvað gekk á? „Ég sá hann [Arnar Gunnlaugsson] bara fara aðeins yfir strikið þegar hann óskaði eftir vítaspyrnu. Ég held það hefði verið erfitt að spjalda hann ekki. Mér fannst það ekki [vítaspyrna]. Ég hlakka til að sjá hvað gekk á milli Pablo og George [úti við hliðarlínu]. Heyrði ekkert sérstakar lýsingar af því atviki frá þeim sem voru nær þessu.“ Ómar hafði ekki fleiri orð um það og blaðamaður sleppti honum lausum til að fagna með sínum mönnum. Þeir voru einmitt nýbúnir að syngja lagið Rabbarbara Rúna, í fyrsta sinn síðan í fyrra. „Það verður voða gott, ég náði Rabbarbara Rúnu, það er mjög mikilvægt. En eins og ég segi, nú er það okkar að standa undir þeim viðmiðum sem við setjum okkur sjálfir og það er vinna framundan í því“ sagði Ómar að lokum. „Ég hélt við myndum stríða þeim en bjóst ekki við sigri kannski“ Magnús Arnar Pétursson var hetja HK í dag. facebook / HK „Já, þetta er bara mögnuð tilfinning. Ég er bara orðlaus“ sagði stoðsendingagjafinn og markaskorarinn Magnús Arnar eftir leik. Magnús var viss um að HK myndi standa í hárinu á Íslandsmeisturunum en bjóst ekki endilega við sigri. „Ég verð að viðurkenna. Ég hélt við myndum stríða þeim en bjóst ekki við sigri kannski.“ Það var létt geðshræring í gangi eftir leik og mörkin öll í móðu. „Ég veit ekki hvort ég gaf á hann [Atla Þór] en vann af honum [Pablo] boltann, var það í bæði skiptin? Veistu ég verð að horfa á þetta aftur bara.“ Magnús er ungur leikmaður, fæddur 2006 og að stíga sín fyrstu skref í Bestu deildinni. Þetta var hans fyrsta meistaraflokksmark. „Já, klúbburinn sem maður ólst upp í. Ótrúlegt að hafa tryggt þetta og hjálpað liðinu að vinna. Það gefur [mér og liðinu mikið].“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti