Skoraði fernu og Englandsmeistararnir halda í við Skytturnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 18:35 Hættir ekki að skora. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erling Braut Håland skoraði fjögur mörk Englandsmeistara Manchester City þegar liðið fékk Úlfana í heimsókn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-1 og Man City stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar skammt er til loka móts. Það verður seint sagt að leikur dagsins hafi verið skemmtilegur. Heimamenn fengu vítaspyrnu sem Håland skoraði úr. Hann bætti við öðru marki sínu á 35. mínútu eftir undirbúning Rodri og fullkomnaði svo þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks með annarri vítaspyrnu leiksins. It's The Erling Haaland Show at Etihad Stadium 🍿#MCIWOL pic.twitter.com/jSclk5Fkk1— Premier League (@premierleague) May 4, 2024 Staðan 3-0 í hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hwang Hee-Chan með mark Úlfanna. Aðeins mínútu síðar hafði Håland hins vegar skorað fjórða mark sitt og um leið fjórða mark meistaranna. Að þessu sinni var það Phil Foden sem lagði upp. Norðmaðurinn hefur nú skorað 29 deildarmörk í 29 leikjum á leiktíðinni. Håland var tekinn af velli fyrir Julián Álvarez á 83. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Argentínumaðurinn skorað fimmta mark Man City og um leið það síðasta, lokatölur 5-1. Three points for @ManCity ✅Four goals for @ErlingHaaland ⚽️#MCIWOL pic.twitter.com/m5heARC7cR— Premier League (@premierleague) May 4, 2024 Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig. Enski boltinn Fótbolti
Erling Braut Håland skoraði fjögur mörk Englandsmeistara Manchester City þegar liðið fékk Úlfana í heimsókn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-1 og Man City stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar skammt er til loka móts. Það verður seint sagt að leikur dagsins hafi verið skemmtilegur. Heimamenn fengu vítaspyrnu sem Håland skoraði úr. Hann bætti við öðru marki sínu á 35. mínútu eftir undirbúning Rodri og fullkomnaði svo þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks með annarri vítaspyrnu leiksins. It's The Erling Haaland Show at Etihad Stadium 🍿#MCIWOL pic.twitter.com/jSclk5Fkk1— Premier League (@premierleague) May 4, 2024 Staðan 3-0 í hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hwang Hee-Chan með mark Úlfanna. Aðeins mínútu síðar hafði Håland hins vegar skorað fjórða mark sitt og um leið fjórða mark meistaranna. Að þessu sinni var það Phil Foden sem lagði upp. Norðmaðurinn hefur nú skorað 29 deildarmörk í 29 leikjum á leiktíðinni. Håland var tekinn af velli fyrir Julián Álvarez á 83. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Argentínumaðurinn skorað fimmta mark Man City og um leið það síðasta, lokatölur 5-1. Three points for @ManCity ✅Four goals for @ErlingHaaland ⚽️#MCIWOL pic.twitter.com/m5heARC7cR— Premier League (@premierleague) May 4, 2024 Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti