Rúnar Már fann neistann Aron Guðmundsson skrifar 3. maí 2024 11:28 Rúnar Már Sigurjónsson er orðinn leikmaður ÍA. Reynslubolti sem hefur látið til sín taka með íslenska landsliðinu sem og erlendis sem atvinnumaður Vísir/Arnar Halldórsson Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta. Rúnar Már S. Sigurjónsson. Ætlar að láta til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hann fann að neistinn var til staðar til að snúa aftur heim í íslenska boltann. Hann er ekki mættur hingað til lands í frí og hefur skrifað undir samning við ÍA. Tíðindi sem var lengi beðið eftir en það var góð og gild ástæða fyrir því. Skiptin til ÍA marka endurkomu Rúnars, sem hefur spilað sem atvinnumaður erlendis síðan árið 2013, í íslenska boltann og ljóst að um mikla styrkingu er að ræða fyrir lið ÍA. Þaulreyndur atvinnu- og landsliðsmaður snúinn aftur heim en Rúnar Már lék síðast hér á landi árið 2013, þá með liði Vals. „Auðvitað hafði þetta kannski legið í loftinu í einhvern tíma,“ segir Rúnar Már. „Maður hafði hótað því að koma aftur heim síðastliðin eitt til tvö ár. Ég var því alveg undirbúinn fyrir þetta. Tilfinningin er mjög góð. Að vera kominn aftur af stað er bara frábært. Ég hlakka bara mikið til.“ Erfið og stór ákvörðun Þú hefur sem sagt hugsað um það í dágóðan tíma núna að snúa aftur heim? „Bæði og. Þetta var spurning sem ég þurft að velta fyrir mér. Ég er að verða 34 ára gamall. Var með þriggja ára samning úti hjá liði mínu þar. Þetta var í rauninni bara spurning um það hvort ég vildi bara taka næstu þrjú til fimm árin þarna úti og enda ferilinn þar eða koma aftur heim. Það er mjög erfið og stór ákvörðun þegar að ég er með þrjú lítil börn líka sem er erfitt að taka úr sínu umhverfi. Á endanum datt þetta þannig að við fjölskyldan myndum flytja heim. Að ég myndi gera þetta af alvöru hér.“ Og var ÍA ekki eina félagið hér á landi sem spurðist fyrir um stöðuna hjá Rúnari og hafði hann áður verið nálægt því að snúa aftur í íslenska boltann. „Það voru alveg fleiri félög. Þar síðasta sumar byrjuðu félög hér heima að heyra í mér. Ég myndi segja að síðasta sumar hafi ég verið nálægt því að koma heim. Það varð hins vegar ekkert úr því. Núna um áramótin tók ég samtalið við tvö til þrjú lið. Á endanum bý ég hér á Akranesi með fjölskyldu minni og það var því nokkuð auðvelt, þannig lagað, að fara í ÍA. Verkefnið sem er í gangi hér er spennandi. Framtíðin björt.“ Rúnar Már á að baki margra ára feril í atvinnumennsku. Kazakstan, Rúmenía, Sviss og Svíþjóð eru dæmi um lönd sem hann hefur spilað í. Síðast var hann á mála hjá Voluntari í Rúmeníu.Vísir/Getty Hafa verið með annan fótinn á Skaganum Tengingin í fjölskyldu Rúnars við Akranes er sterk. „Konan mín er héðan. Við höfum verið með annan fótinn hér á Akranesi í gegnum árin. Ferilinn minn hefur að einhverju leiti einkennst af miklu flakki um heiminn. Stundum er fjölskyldan með mér og stundum hafa þau haldið til hér. Hér er mjög gott að vera.“ Í rauninni snýst bara allt um að gera allt fyrir börnin. Hér er mjög gott fyrir þau að vera. Haldið vel utan um þau og hér njóta þau sín. Það gerði ákvörðunina, um að snúa aftur heim, auðveldari.“ Aðgerð setti strik í reikninginn Það leið dágóður tími frá því að það reyndist ljóst að Rúnar Már myndi skipta yfir til ÍA þar til að félagsskiptin voru frágengin og skrifað undir samninga. Hvað olli því? Rúnar Már býr yfir mikilli reynslu Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta hefði löngu verið klárað hefði ég ekki þurft að fara í þessa aðgerð seint í janúar. Eftir það lá í rauninni ekkert á. Ég vildi líka sjálfur sjá hvort að ég hefði neistann í að vinna í því að koma aftur til baka. Af því að maður vill gera þetta vel ef maður er á annað borð að koma aftur heim. Ég vildi ekki koma hingað í eitthvað frí. Ef að ég myndi finna neistann til að virkilega gera þetta af alvöru þá yrði þetta raunin. Ég ákvað bara að gefa þessu tíma.“ Því staðreyndin er sú að Rúnar hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli í nára sem hafa gert honum erfitt fyrir. „Á meðan var samtalið við ÍA alltaf virkt. Félagið gerði allt fyrir mig, leyfði mér að æfa með sér. Nýta alla sína aðstöðu. Samkomulagið við félagið var í rauninni alltaf klárt. Svo fer ég bara í gegnum gott próf um miðjan aprílmánuð. Til þess að athuga stöðuna á náranum. Hvort það væri ekki allt í standi.“ Rúnar Már spilaði síðast með Val hér á landi fyrir rúmum áratugi síðan „Það próf kemur allt mjög vel út og í kjölfarið var ákveðið að skrifa undir samninginn og tilkynna svo komu mína á herrakvöldi félagsins. Það liðu kannski fleiri dagar en þurftu en gaman að tilkynna þetta á kvöldi þar sem að margar af helstu goðsögnum ÍA voru samankomnar. Þetta er erfið aðgerð sem að ég var í. Það tekur tíma að vinna sig til baka eftir hana. En um leið og aðgerðin var frá var mér tjáð möguleg dagsetning á endurkomu inn á völlinn. Þá sá ég að ég ætti eftir að ná þessum FH leik í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. Það væri fyrsti leikurinn sem ég gæti mögulega tekið þátt í. Ef það kæmi ekkert bakslag.“ Rúnar Már bætti um betur og kom inn á sem varamaður undir lok leiks þegar að ÍA mætti uppeldisfélagi hans, Tindastól, í Mjólkurbikarnum, nokkrum dögum fyrir leikinn gegn FH. „Auðvitað var það mjög gaman að geta tekið þátt í þeim leik. Hugmyndin að því kom hins vegar frá Jóni Þóri þjálfara og þeim. Að það væri ákveðin rómantík í þessu. Það var aldrei planið hjá mér að ná þessum bikarleik. En þegar að maður sá dráttinn og þetta æxlaðist svona. Þá var allt í lagi að ná einhverjum tíu mínútum á móti Tindastól. Þetta var mjög gaman og ábyggilega stund sem maður horfir skemmtilega á þegar að skórnir fara upp á hilluna.“ Rúnar Már í leik með íslenska landsliðinu en alls á hann að baki 32 A-landsleikiVísir Hvað er langt í að við getum séð þig spila heilan leik í Bestu deildinni? „Ég er kominn til baka. Mér líður mjög vel. Er í frábæru standi. Núna þarf ég bara mínútur inn á vellinum. Það er mjög stutt í að ég geti spilað heilan leik. Kannski ekki í næstu eða þarnæstu umferð. En eftir það ættum við að vera búnir að vera byggja ofan á mínúturnar sem ég er að fá. Mér líður mjög vel. Vonandi vinnur liðið bara leikina á meðan að ég er á bekknum og þurfa ekki á mér að halda alveg strax. Og er hann spenntur fyrir komandi tímum hjá ÍA. Frá leik hjá ÍA á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinniVísir/Hulda Margrét „Byrjunin er kannski svolítið upp og niður hjá okkur í deildinni. Ég held að tímabilið verði kannski svolítið þannig. ÍA er stórveldi. Var að koma aftur upp í deild. Það sem ÍA þarf og vill gera núna er að festa sig í sessi aftur í efstu deild. Þetta má ekki vera tvö til þrjú ár hér og falla svo. Ég kem inn í þetta núna. Er að vinna í sömu markmiðum og félagið. Við erum alveg með liðið í það að vera ekki í fallbaráttu í sumar. Það er eitthvað sem við höfum engan áhuga á. Ég held að það muni ganga þokkalega hjá okkur.“ Þú verður þrjátíu og fjögurra ára á þessu ári. Ertu alfarið kominn heim núna og reiðubúinn í að klára ferilinn á Íslandi? „Já ég held að það sé nokkuð augljóst. Maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei. Ekki nema að eitthvað ævintýri skildi koma inn á borð til mín. Ég held hins vegar að það sé nokkuð ljóst að ég sé ekki að fara neitt út aftur. Ég er ánægður með það.“ ÍA Besta deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Skiptin til ÍA marka endurkomu Rúnars, sem hefur spilað sem atvinnumaður erlendis síðan árið 2013, í íslenska boltann og ljóst að um mikla styrkingu er að ræða fyrir lið ÍA. Þaulreyndur atvinnu- og landsliðsmaður snúinn aftur heim en Rúnar Már lék síðast hér á landi árið 2013, þá með liði Vals. „Auðvitað hafði þetta kannski legið í loftinu í einhvern tíma,“ segir Rúnar Már. „Maður hafði hótað því að koma aftur heim síðastliðin eitt til tvö ár. Ég var því alveg undirbúinn fyrir þetta. Tilfinningin er mjög góð. Að vera kominn aftur af stað er bara frábært. Ég hlakka bara mikið til.“ Erfið og stór ákvörðun Þú hefur sem sagt hugsað um það í dágóðan tíma núna að snúa aftur heim? „Bæði og. Þetta var spurning sem ég þurft að velta fyrir mér. Ég er að verða 34 ára gamall. Var með þriggja ára samning úti hjá liði mínu þar. Þetta var í rauninni bara spurning um það hvort ég vildi bara taka næstu þrjú til fimm árin þarna úti og enda ferilinn þar eða koma aftur heim. Það er mjög erfið og stór ákvörðun þegar að ég er með þrjú lítil börn líka sem er erfitt að taka úr sínu umhverfi. Á endanum datt þetta þannig að við fjölskyldan myndum flytja heim. Að ég myndi gera þetta af alvöru hér.“ Og var ÍA ekki eina félagið hér á landi sem spurðist fyrir um stöðuna hjá Rúnari og hafði hann áður verið nálægt því að snúa aftur í íslenska boltann. „Það voru alveg fleiri félög. Þar síðasta sumar byrjuðu félög hér heima að heyra í mér. Ég myndi segja að síðasta sumar hafi ég verið nálægt því að koma heim. Það varð hins vegar ekkert úr því. Núna um áramótin tók ég samtalið við tvö til þrjú lið. Á endanum bý ég hér á Akranesi með fjölskyldu minni og það var því nokkuð auðvelt, þannig lagað, að fara í ÍA. Verkefnið sem er í gangi hér er spennandi. Framtíðin björt.“ Rúnar Már á að baki margra ára feril í atvinnumennsku. Kazakstan, Rúmenía, Sviss og Svíþjóð eru dæmi um lönd sem hann hefur spilað í. Síðast var hann á mála hjá Voluntari í Rúmeníu.Vísir/Getty Hafa verið með annan fótinn á Skaganum Tengingin í fjölskyldu Rúnars við Akranes er sterk. „Konan mín er héðan. Við höfum verið með annan fótinn hér á Akranesi í gegnum árin. Ferilinn minn hefur að einhverju leiti einkennst af miklu flakki um heiminn. Stundum er fjölskyldan með mér og stundum hafa þau haldið til hér. Hér er mjög gott að vera.“ Í rauninni snýst bara allt um að gera allt fyrir börnin. Hér er mjög gott fyrir þau að vera. Haldið vel utan um þau og hér njóta þau sín. Það gerði ákvörðunina, um að snúa aftur heim, auðveldari.“ Aðgerð setti strik í reikninginn Það leið dágóður tími frá því að það reyndist ljóst að Rúnar Már myndi skipta yfir til ÍA þar til að félagsskiptin voru frágengin og skrifað undir samninga. Hvað olli því? Rúnar Már býr yfir mikilli reynslu Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta hefði löngu verið klárað hefði ég ekki þurft að fara í þessa aðgerð seint í janúar. Eftir það lá í rauninni ekkert á. Ég vildi líka sjálfur sjá hvort að ég hefði neistann í að vinna í því að koma aftur til baka. Af því að maður vill gera þetta vel ef maður er á annað borð að koma aftur heim. Ég vildi ekki koma hingað í eitthvað frí. Ef að ég myndi finna neistann til að virkilega gera þetta af alvöru þá yrði þetta raunin. Ég ákvað bara að gefa þessu tíma.“ Því staðreyndin er sú að Rúnar hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli í nára sem hafa gert honum erfitt fyrir. „Á meðan var samtalið við ÍA alltaf virkt. Félagið gerði allt fyrir mig, leyfði mér að æfa með sér. Nýta alla sína aðstöðu. Samkomulagið við félagið var í rauninni alltaf klárt. Svo fer ég bara í gegnum gott próf um miðjan aprílmánuð. Til þess að athuga stöðuna á náranum. Hvort það væri ekki allt í standi.“ Rúnar Már spilaði síðast með Val hér á landi fyrir rúmum áratugi síðan „Það próf kemur allt mjög vel út og í kjölfarið var ákveðið að skrifa undir samninginn og tilkynna svo komu mína á herrakvöldi félagsins. Það liðu kannski fleiri dagar en þurftu en gaman að tilkynna þetta á kvöldi þar sem að margar af helstu goðsögnum ÍA voru samankomnar. Þetta er erfið aðgerð sem að ég var í. Það tekur tíma að vinna sig til baka eftir hana. En um leið og aðgerðin var frá var mér tjáð möguleg dagsetning á endurkomu inn á völlinn. Þá sá ég að ég ætti eftir að ná þessum FH leik í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. Það væri fyrsti leikurinn sem ég gæti mögulega tekið þátt í. Ef það kæmi ekkert bakslag.“ Rúnar Már bætti um betur og kom inn á sem varamaður undir lok leiks þegar að ÍA mætti uppeldisfélagi hans, Tindastól, í Mjólkurbikarnum, nokkrum dögum fyrir leikinn gegn FH. „Auðvitað var það mjög gaman að geta tekið þátt í þeim leik. Hugmyndin að því kom hins vegar frá Jóni Þóri þjálfara og þeim. Að það væri ákveðin rómantík í þessu. Það var aldrei planið hjá mér að ná þessum bikarleik. En þegar að maður sá dráttinn og þetta æxlaðist svona. Þá var allt í lagi að ná einhverjum tíu mínútum á móti Tindastól. Þetta var mjög gaman og ábyggilega stund sem maður horfir skemmtilega á þegar að skórnir fara upp á hilluna.“ Rúnar Már í leik með íslenska landsliðinu en alls á hann að baki 32 A-landsleikiVísir Hvað er langt í að við getum séð þig spila heilan leik í Bestu deildinni? „Ég er kominn til baka. Mér líður mjög vel. Er í frábæru standi. Núna þarf ég bara mínútur inn á vellinum. Það er mjög stutt í að ég geti spilað heilan leik. Kannski ekki í næstu eða þarnæstu umferð. En eftir það ættum við að vera búnir að vera byggja ofan á mínúturnar sem ég er að fá. Mér líður mjög vel. Vonandi vinnur liðið bara leikina á meðan að ég er á bekknum og þurfa ekki á mér að halda alveg strax. Og er hann spenntur fyrir komandi tímum hjá ÍA. Frá leik hjá ÍA á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinniVísir/Hulda Margrét „Byrjunin er kannski svolítið upp og niður hjá okkur í deildinni. Ég held að tímabilið verði kannski svolítið þannig. ÍA er stórveldi. Var að koma aftur upp í deild. Það sem ÍA þarf og vill gera núna er að festa sig í sessi aftur í efstu deild. Þetta má ekki vera tvö til þrjú ár hér og falla svo. Ég kem inn í þetta núna. Er að vinna í sömu markmiðum og félagið. Við erum alveg með liðið í það að vera ekki í fallbaráttu í sumar. Það er eitthvað sem við höfum engan áhuga á. Ég held að það muni ganga þokkalega hjá okkur.“ Þú verður þrjátíu og fjögurra ára á þessu ári. Ertu alfarið kominn heim núna og reiðubúinn í að klára ferilinn á Íslandi? „Já ég held að það sé nokkuð augljóst. Maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei. Ekki nema að eitthvað ævintýri skildi koma inn á borð til mín. Ég held hins vegar að það sé nokkuð ljóst að ég sé ekki að fara neitt út aftur. Ég er ánægður með það.“
ÍA Besta deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira