Erlent

Þrjá­tíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rigningar hafa verið langarandi á svæðinu síðustu vikur. 
Rigningar hafa verið langarandi á svæðinu síðustu vikur.  EPA-EFE/Lauro Alves

Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul.

Miklar rigningar hafa verið á svæðinu síðustu daga og á endanum brast stór stífla í vatnsaflsvirkjum með þeim afleiðingum að mikið flóð varð. Um 15 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín og um 600 þúsund eru án rafmagns eða drykkjarvatns.

Þegar stíflan brast skall tæplega sjö metra há alda á byggðinni fyrir neðan en stíflan er á milli bæjarins Cotiporã og borgarinnar Bento Gonçalves. Veðrið sem gengur nú yfir landsvæðið orsakast af óvenju miklum lofthita, miklum raka og sterkum vindi. Forseti Brasilíu Lula da Silva hefur þegar heimsótt flóðasvæðin og lofað aðstoð frá alríkinu.

Veðurfræðingar búast við enn meiri rigningu á næstu dögum en spár gera ráð fyrir að hitinn fari lækkandi. Veðurstofa Brasilíu segir að veðurfyrirbrigðinu El Niño sé um að kenna en óvenju mikið hefur verið um rigningar í landinu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×