Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 07:31 Josh Hart setti niður dýrmætan þrist á ögurstundu í Philadelphia í nótt. AP/Matt Slocum New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Knicks slógu út Philadelphia 76ers með 118-115 sigri, í spennuleik eins og einvígið hefur verið. Jalen Brunson hélt áfram að fara á kostum fyrir Knicks sem nú eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar annað árið í röð, í fyrsta sinn síðan á síðustu öld. Brunson á stóran þátt í því en hann skoraði 40 stig eða meira í síðustu þremur leikjum einvígisins, og í nótt átti hann einnig tólf stoðsendingar. Tyrese Maxey náði að jafna metin fyrir Philadelphia í 111-111 en Josh Hart fékk svo frítt þriggja stiga skot, eftir sendingu Brunson, sem hann setti niður þegar 25,6 sekúndur voru eftir. JOSH HART. CLUTCH TRIPLE 🤯 pic.twitter.com/DJNW8oiu4s— NBA TV (@NBATV) May 3, 2024 Það reyndist gera gæfumuninn fyrir New York-búa sem tóku yfir höllina í Philadelphia með fagnaðarlátum, þrátt fyrir tilraunir heimamanna til að koma í veg fyrir það. Fyrsti leikur Knicks við Pacers verður í New York á mánudaginn en Pacers slógu út Milwaukee Bucks með því að vinna þá í fjórða sinn í nótt, 120-98. Pacers vs. Knicks in the Second Round 🍿Who you got advancing?! 👀 pic.twitter.com/jr1zJ2NuGg— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2024 Giannis Antetokounmpo meiddist í kálfa 9. apríl og náði aldrei að snúa aftur til keppni, og því fór sem fór hjá Milwaukee sem endaði í 3. sæti austurdeildar fyrir úrslitakeppnina. Obi Toppin skoraði 21 stig fyrir Indiana og T.J. McConnell bætti við 20 stigum, en mennirnir af bekknum hjá Indiana skiluðu 50 stigum í leiknum í samanburði við aðeins 10 stig kollega þeirra hjá Milwaukee. „Bekkurinn okkar er búinn að vera magnaður alla leiktíðina. Þakkið þessum gæja [McConnell] fyrir það,“ sagði Toppin. „Allir í liðinu okkar þekkja sitt hlutverk og gefa 110 prósent,“ bætti hann við. Damian Lillard sneri aftur eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en það dugði skammt.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum