Hagfræðin á Heimildinni Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 2. maí 2024 10:30 Í samfélagsumræðunni undanfarið hefur það orðið að nokkurs konar samkvæmisleik að halda því fram að ferðaþjónusta eigi sök á flestu sem miður hefur farið í hagkerfinu undanfarin ár. Að sögn sjálfskipaðra sérfræðinga um efnahagsmál er hún orsök almennrar þenslu, verðbólgu, hárra stýrivaxta og framboðsskorts á húsnæðismarkaði. Sumir þessara álitsgjafa og samfélagsrýna hafa sömuleiðis bent á lausnir á þessum vanda, sem einkum felast í einhvers konar skattlagningu til að “hemja” ferðaþjónustu og hamla því að hún vaxi frekar. Það má svo bæta við að þessar lausnir yrðu svo á sama tíma fínasta fjáröflun fyrir fjárfrekan ríkissjóð.Því miður gleymist hins vegar sú hlið mála, hvað slíkar ráðstafanir og aðgerðir hefðu í för með sér. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimilidarinnar skrifaði ádrepuna “Elsku ráðherrar, hættið að gefa Ísland” til stjórnvalda þann 26.apríl, með hvatningu til almennrar aukinnar skattlagningar nánast allra atvinnuvega í landinu. Þar segir meðal annars: “Þá er ótalin vangeta okkar sem þjóðar til að innheimta almennt auðlindagjald vegna ferðaþjónustu. Gríðarlegur vöxtur hennar hefur haft mörg jákvæð áhrif. Hagvöxtur hefur verið mikill, yfir tuttugu þúsund störf hafa skapast og gjaldeyrir flæðir inn í landið. Þessi vöxtur er hins vegar ekki sjálfbær. Við ráðum ekki við hann og vöxturinn skapar alls kyns spennu vegna þess að eftirspurn er langt umfram framboð. Mýmörg neikvæð hliðaráhrif verða á samfélagið. Á húsnæðismarkað, alla samgönguinnviði, löggæslu, heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, á náttúru og almenn lífsgæði. Ferðaþjónustan býr því til kostnað fyrir þá sem fyrir eru. Fyrir þann kostnað ættu ferðamenn eða ferðaþjónustan að greiða eðlilegt gjald. Í stað þess að leggja slíkt gjald á þá hafa íslensk stjórnvöld frekar vökvað bálið með bensíni með því að innleiða örvandi hvata. Þær aðgerðir eru stór ástæða þess að við erum að glíma við þráláta verðbólgu og þurfum himinháa vexti til að reyna að ná henni niður.” Stefán Ólafsson, ráðgjafi hjá Eflingu stéttarfélagi ritaði grein í Heimildina þann 27. apríl, undir nafninu “Verðbólgan í vítahring Seðlabankans”, þar sem segir: Þá þarf ríkið að tempra vöxt ferðaþjónustunnar sem hefur skapað mikið ójafnvægi gagnvart innviðum í landinu, auk þess sem hinn öri vöxtur ferðamanna og einkaneysla þeirra hefur bein verðbólguáhrif. Til að ná þessu fram mætti setja á komugjöld og draga úr skattaafslætti fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fleiri úrræði af svipuðum toga koma til álita.” Ég verð nú að segja að sem betur fer sitja þessir menn ekki í ríkisstjórn og eru ekki ábyrgir fyrir stjórn efnahagsmála á landinu, enda er flest sem þeir bera á borð hér í besta falli umdeilanlegt og versta falli kolrangt. Í þessu samhengi er rétt að hafa eftirfarandi staðreyndir í huga: Ferðaþjónusta er nú þegar skattlögð í bak og fyrir og skilar meira en 150 milljörðum í skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga. Gistináttaskattur var lagður á að nýju um síðustu áramót, hækkaður um 100% og var einnig lagður á skemmtiferðaskip. Ferðaþjónusta skilaði um 600 milljörðum gjaldeyristekna á árinu 2023 og átti stóran þátt í því að gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt og þar með unnið gegn verðbólgu Hlutfall innflytjenda meðal starfsmanna í ferðaþjónustu er vissulega hátt, eða um 44% í svokölluðum “einkennandi greinum ferðaþjónustunnar”. Ekkert launungarmál er að ferðaþjónusta krefst mikils mannafla til að skapa verðmæti. Aftur á móti er hlutfall innflytjenda í öðrum stórum atvinnugreinum sömuleiðis hátt, eða tæp 40% í sjávarútvegi, 35% í byggingariðnaði og rúm 27% í iðnaði almennt og 32% í ýmsri sérhæfðri þjónustu. Um fjórðungur vinnuafls í heild er af erlendu bergi brotinn. Ferðaþjónusta er því alls ekkert einsdæmi hvað þetta varðar. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og áframhaldandi vöxt þeirra. Staðreyndin er einfaldlega sú að við erum ekki nógu mörg til að standa undir þessum kröfum. Í því samhengi er rétt að nefna að náttúruleg fjölgun Íslendinga stendur einungis undir ca. 0,5% hagvexti á ársgrundvelli. Ergo: Við verðum að flytja inn vinnuafl í allar atvinnugreinar. Það er fráleitt að halda því fram að það sé svo einfalt að uppgangur ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur beri mesta ábyrgð á því ástandi sem við glímum nú við. Samskonar uppgangur átti sér stað á árunum 2015-2018 og varð sá óvænti hvalreki meðal annars til þess að hér fór ekki allt á hvolf út af launahækkunum umfram svigrúm á þeim árum. Á þessu tímabili var verðbólga að meðaltali 1,8%. Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna haldast vel í hendur og því er ástæðuna fyrir hærri verðbólgu nú að finna einhvers staðar annars staðar en hjá ferðaþjónustunni. Framlag húsnæðisliðarins til ársverðbólgu tók að aukast löngu áður en sóttvarnartakmörkunum var aflétt, vaxtalækkanir og uppsafnaður sparnaður heimila virðast hafa haft töluvert meiri áhrif. Því má með vissu segja að verðbólguna sem nú geysar, megi að stórum hluta rekja til ýmissa afleiðinga heimsfaraldurs og fleiri þátta. Það er ábyrgðarhluti að láta gamminn geysa um að leggja álögur á atvinnugreinar og þrengja þar með að möguleikum þeirra til verðmætasköpunar. Það má aldrei gleymast að langstærstur hluti ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki með starfsemi um allt land. Þúsundir fjölskyldna eiga lífsafkomu sína undir ferðaþjónustu og mörg byggðalög hafa gengið í endurnýjun lífdaga vegna ferðaþjónustu eftir áralanga hnignun. Mikil einföldun felst í því að telja vanda hagkerfisins falinn í einni atvinnugrein og að hagkerfinu geti á einhvern hátt verið betur borgið með því að draga úr umsvifum hennar. Öllum má vera ljóst að svo er ekki. Það er ástæða fyrir því að ekki hafa verið lögð komugjöld á farþega til Íslands og það er sömuleiðis ástæða fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu er ekki í hæsta þrepi. Einfalda útskýringin er “samkeppnishæfni”. Á síðasta ári féllu stjórnvöld í Eistlandi til dæmis frá því að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu í efsta þrep þar sem hagfræðileg úttekt sýndi að það myndi lækka skatttekjur ríkisins af virðisaukaskatti vegna áhrifa hækkunarinnar á eftirspurn. Um þessar mundir er aðgerðaáætlun stefnumótunar í ferðaþjónustu til ársins 2030 í þinglegri meðferð. Um er að ræða samstarfsverkefni atvinnugreinarinnar og stjórnvalda. Þar er meðal annars fjallað um framtíðarskipulag gjaldtöku og álagsstýringar. Eigum við ekki að láta þá sem best til þekkja sjá um þessi mál og leiða þau í þann farveg, sem gagnast greininni og samfélaginu best? Ég hvet alla þá sem kveða sér hljóðs í umræðunni um efnahagsmál til að kynna sér gangverk ferðaþjónustu hér á landi og í alþjóðlegu samhengi á alheimsmörkuðum áður en þeir kasta fram óábyrgum tillögum, án þess að gera grein fyrir afleiðingum þeirra. afleiðingunum. Afleiðingum sem hefðu áhrif á afkomu einstakra starfsmanna, á fjölskyldur, fyrirtæki, fjárfesta, sveitarfélög og ekki síst þjóðarbúið - sem jú eru gerðar ríkar kröfur til, ekki síst um þessar mundir. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í samfélagsumræðunni undanfarið hefur það orðið að nokkurs konar samkvæmisleik að halda því fram að ferðaþjónusta eigi sök á flestu sem miður hefur farið í hagkerfinu undanfarin ár. Að sögn sjálfskipaðra sérfræðinga um efnahagsmál er hún orsök almennrar þenslu, verðbólgu, hárra stýrivaxta og framboðsskorts á húsnæðismarkaði. Sumir þessara álitsgjafa og samfélagsrýna hafa sömuleiðis bent á lausnir á þessum vanda, sem einkum felast í einhvers konar skattlagningu til að “hemja” ferðaþjónustu og hamla því að hún vaxi frekar. Það má svo bæta við að þessar lausnir yrðu svo á sama tíma fínasta fjáröflun fyrir fjárfrekan ríkissjóð.Því miður gleymist hins vegar sú hlið mála, hvað slíkar ráðstafanir og aðgerðir hefðu í för með sér. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimilidarinnar skrifaði ádrepuna “Elsku ráðherrar, hættið að gefa Ísland” til stjórnvalda þann 26.apríl, með hvatningu til almennrar aukinnar skattlagningar nánast allra atvinnuvega í landinu. Þar segir meðal annars: “Þá er ótalin vangeta okkar sem þjóðar til að innheimta almennt auðlindagjald vegna ferðaþjónustu. Gríðarlegur vöxtur hennar hefur haft mörg jákvæð áhrif. Hagvöxtur hefur verið mikill, yfir tuttugu þúsund störf hafa skapast og gjaldeyrir flæðir inn í landið. Þessi vöxtur er hins vegar ekki sjálfbær. Við ráðum ekki við hann og vöxturinn skapar alls kyns spennu vegna þess að eftirspurn er langt umfram framboð. Mýmörg neikvæð hliðaráhrif verða á samfélagið. Á húsnæðismarkað, alla samgönguinnviði, löggæslu, heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, á náttúru og almenn lífsgæði. Ferðaþjónustan býr því til kostnað fyrir þá sem fyrir eru. Fyrir þann kostnað ættu ferðamenn eða ferðaþjónustan að greiða eðlilegt gjald. Í stað þess að leggja slíkt gjald á þá hafa íslensk stjórnvöld frekar vökvað bálið með bensíni með því að innleiða örvandi hvata. Þær aðgerðir eru stór ástæða þess að við erum að glíma við þráláta verðbólgu og þurfum himinháa vexti til að reyna að ná henni niður.” Stefán Ólafsson, ráðgjafi hjá Eflingu stéttarfélagi ritaði grein í Heimildina þann 27. apríl, undir nafninu “Verðbólgan í vítahring Seðlabankans”, þar sem segir: Þá þarf ríkið að tempra vöxt ferðaþjónustunnar sem hefur skapað mikið ójafnvægi gagnvart innviðum í landinu, auk þess sem hinn öri vöxtur ferðamanna og einkaneysla þeirra hefur bein verðbólguáhrif. Til að ná þessu fram mætti setja á komugjöld og draga úr skattaafslætti fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fleiri úrræði af svipuðum toga koma til álita.” Ég verð nú að segja að sem betur fer sitja þessir menn ekki í ríkisstjórn og eru ekki ábyrgir fyrir stjórn efnahagsmála á landinu, enda er flest sem þeir bera á borð hér í besta falli umdeilanlegt og versta falli kolrangt. Í þessu samhengi er rétt að hafa eftirfarandi staðreyndir í huga: Ferðaþjónusta er nú þegar skattlögð í bak og fyrir og skilar meira en 150 milljörðum í skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga. Gistináttaskattur var lagður á að nýju um síðustu áramót, hækkaður um 100% og var einnig lagður á skemmtiferðaskip. Ferðaþjónusta skilaði um 600 milljörðum gjaldeyristekna á árinu 2023 og átti stóran þátt í því að gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt og þar með unnið gegn verðbólgu Hlutfall innflytjenda meðal starfsmanna í ferðaþjónustu er vissulega hátt, eða um 44% í svokölluðum “einkennandi greinum ferðaþjónustunnar”. Ekkert launungarmál er að ferðaþjónusta krefst mikils mannafla til að skapa verðmæti. Aftur á móti er hlutfall innflytjenda í öðrum stórum atvinnugreinum sömuleiðis hátt, eða tæp 40% í sjávarútvegi, 35% í byggingariðnaði og rúm 27% í iðnaði almennt og 32% í ýmsri sérhæfðri þjónustu. Um fjórðungur vinnuafls í heild er af erlendu bergi brotinn. Ferðaþjónusta er því alls ekkert einsdæmi hvað þetta varðar. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og áframhaldandi vöxt þeirra. Staðreyndin er einfaldlega sú að við erum ekki nógu mörg til að standa undir þessum kröfum. Í því samhengi er rétt að nefna að náttúruleg fjölgun Íslendinga stendur einungis undir ca. 0,5% hagvexti á ársgrundvelli. Ergo: Við verðum að flytja inn vinnuafl í allar atvinnugreinar. Það er fráleitt að halda því fram að það sé svo einfalt að uppgangur ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur beri mesta ábyrgð á því ástandi sem við glímum nú við. Samskonar uppgangur átti sér stað á árunum 2015-2018 og varð sá óvænti hvalreki meðal annars til þess að hér fór ekki allt á hvolf út af launahækkunum umfram svigrúm á þeim árum. Á þessu tímabili var verðbólga að meðaltali 1,8%. Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna haldast vel í hendur og því er ástæðuna fyrir hærri verðbólgu nú að finna einhvers staðar annars staðar en hjá ferðaþjónustunni. Framlag húsnæðisliðarins til ársverðbólgu tók að aukast löngu áður en sóttvarnartakmörkunum var aflétt, vaxtalækkanir og uppsafnaður sparnaður heimila virðast hafa haft töluvert meiri áhrif. Því má með vissu segja að verðbólguna sem nú geysar, megi að stórum hluta rekja til ýmissa afleiðinga heimsfaraldurs og fleiri þátta. Það er ábyrgðarhluti að láta gamminn geysa um að leggja álögur á atvinnugreinar og þrengja þar með að möguleikum þeirra til verðmætasköpunar. Það má aldrei gleymast að langstærstur hluti ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki með starfsemi um allt land. Þúsundir fjölskyldna eiga lífsafkomu sína undir ferðaþjónustu og mörg byggðalög hafa gengið í endurnýjun lífdaga vegna ferðaþjónustu eftir áralanga hnignun. Mikil einföldun felst í því að telja vanda hagkerfisins falinn í einni atvinnugrein og að hagkerfinu geti á einhvern hátt verið betur borgið með því að draga úr umsvifum hennar. Öllum má vera ljóst að svo er ekki. Það er ástæða fyrir því að ekki hafa verið lögð komugjöld á farþega til Íslands og það er sömuleiðis ástæða fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu er ekki í hæsta þrepi. Einfalda útskýringin er “samkeppnishæfni”. Á síðasta ári féllu stjórnvöld í Eistlandi til dæmis frá því að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu í efsta þrep þar sem hagfræðileg úttekt sýndi að það myndi lækka skatttekjur ríkisins af virðisaukaskatti vegna áhrifa hækkunarinnar á eftirspurn. Um þessar mundir er aðgerðaáætlun stefnumótunar í ferðaþjónustu til ársins 2030 í þinglegri meðferð. Um er að ræða samstarfsverkefni atvinnugreinarinnar og stjórnvalda. Þar er meðal annars fjallað um framtíðarskipulag gjaldtöku og álagsstýringar. Eigum við ekki að láta þá sem best til þekkja sjá um þessi mál og leiða þau í þann farveg, sem gagnast greininni og samfélaginu best? Ég hvet alla þá sem kveða sér hljóðs í umræðunni um efnahagsmál til að kynna sér gangverk ferðaþjónustu hér á landi og í alþjóðlegu samhengi á alheimsmörkuðum áður en þeir kasta fram óábyrgum tillögum, án þess að gera grein fyrir afleiðingum þeirra. afleiðingunum. Afleiðingum sem hefðu áhrif á afkomu einstakra starfsmanna, á fjölskyldur, fyrirtæki, fjárfesta, sveitarfélög og ekki síst þjóðarbúið - sem jú eru gerðar ríkar kröfur til, ekki síst um þessar mundir. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun