„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. maí 2024 09:46 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri samtakanna '78, sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Baldur Þórhallsson. vísir Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“ Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira