Ræstingafyrirtæki og starfsmannaleigur í jafnréttisparadísinni Valgerður Árnadóttir skrifar 1. maí 2024 11:00 Umdeild starfsemi starfsmannaleiga á Íslandi hefur ekki farið framhjá landsmönnum. Þegar ég starfaði hjá stéttarfélagi komu fjölmörg mál á okkar borð og hefur mér verið umhugað um þennan falda hóp fólks í okkar samfélagi sem starfar hjá starfsmannaleigum síðan. Margar starfsmannaleigur hafa orðið uppvísar að því að brjóta á réttindum starfsfólks, greiða þeim of lág laun og hýsa þau á sínum vegum í ósamþykktu atvinnuhúsnæði og jafnvel draga af starfsfólki töluverðar upphæðir fyrir. Fjöldi starfsmannaleiga á Íslandi Á Íslandi eru í dag starfræktar 22 starfsmannaleigur með um 1600 starfsmönnum sem eru af erlendu bergi brotin, en á árunum 2017-18 voru tvöfalt fleiri starfandi á þeirra vegum. Aðallega eru þetta karlmenn (um 95%) í verkamannavinnu og þeir eru flestir frá Póllandi, Lettlandi, Litháen og Rúmeníu. Þessu komst ég að eftir að hafa sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn þegar ég sat á Alþingi í desember síðastliðnum en mér var svo svarað í lok mars. Þessar upplýsingar lágu ekki á reiðum höndum og þurfti að framlengja þeim tíma sem ráðherra hefur til að svara fyrirspurnum tvívegis á meðan það var komið til botns í þessu máli. Spurningar mínar og svör má finna hér! Í störfum mínum reyndi ég ítrekað að ná til þessa fólks og upplifði að stjórnendur starfsmannaleiga reyndu eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að við, starfsmenn stéttarfélaga og vinnustaðaeftirlitið hittum starfsfólkið. Starfsmannaleigur báru fyrir sig að starfsfólki væri svo dreift, það væri í verkefnum um allar trissur og neituðu eða frestuðu ítrekað að kalla starfsfólk saman á fundi með fulltrúum stéttarfélaga. Það voru fáar leiðir fyrir okkur að ná til starfsfólksins vegna þess að það skráði sjálft hvorki netföng né símanúmer í gagnagrunn stéttarfélagsins sem benti til þess að þau væru ekki meðvituð um að þau væru í stéttarfélagi og þar með hvaða réttindi þau hefðu og hvaða þjónustu og sjóði það gat leitað til. Þessar aðferðir til að halda okkur frá starfsfólki voru einnig áberandi meðal stórra ræstingafyrirtækja og er ein ástæða þess að ég hef líkt þeim við starfsmannaleigur. Útvistun ríkisstofnanna til ræstingarfyrirtækja Ég sendi einnig inn fyrirspurn vegna ræstingarfyrirtækja og komst að því að á undanförnum tíu árum hafa sex ríkisstofnanir á Íslandi útvistað ræstingum til Daga hf., LBC projects, Hreint ehf., og Iclean. Þessar stofnanir eru Tryggingastofnun ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta, úrskurðarnefnd velferðarmála, umboðsmaður skuldara, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, og Vinnueftirlit ríkisins, sem útvistar að hluta. Það kom mér á óvart að stofnanir væru ekki fleiri en ég kenni því um að ég bað um upplýsingar fyrir síðastliðin 10 ár en hefði frekar átt að miða við síðastliðin 20 ár, það er öruggt að flestar ríkisstofnanir hafa í raun útvistað ræstingum. Ástæða þess að ég hef áhyggjur af þeirri þróun er sú að þetta starfsfólk er dreift, það er ekki hluti af þeim vinnustað og vinnustaðamenningu þar sem það þrífur og það er jafnvel að þrífa á mörgum stöðum, stór og erfið svæði undir miklu álagi sem bitnar á líkama og sál. Hinn svokallaði sparnaður við útvistun verkefna Þegar opinberar stofnanir útvista verkefnum á borð við ræstingar þá er það gert í nafni hagræðingar, ég vildi því kanna hvort það væri í raun hagræðing og í leiðinni spyrja þeirrar spurningar hvort sá sparnaður sé réttlætanlegur með tilliti til lakari kjara ræstingafólks? Þegar ég spurði út í þennan sparnað þá voru svörin á þá leið að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu mikil fjárhagslegur ávinningur þessi útvistun hefur haft fyrir hverja stofnun og bætt við að tilgangur útvistunarinnar hafi í sumum tilfellum verið til að „tryggja fyrirsjáanleika í ræstingum vinnurýma”. Hvað svo sem það þýðir? Hvernig er útvistun starfs frá stofnun til einkarekinna fyrirtækja til að bæta fyrirsjáanleika? Er ekki einmitt minni fyrirsjáanleiki þegar þú veist ekki hver er að vinna hjá þér og hefur í raun engin tengsl við þann aðila nema í gegnum þriðja aðila? Mikilvægt að vera hluti af vinnustaðamenningu Ég þekki margar konur sem á árum áður unnu árum saman við ræstingar og kunnu vel við það, þær voru hluti af vinnustaðnum, gátu kjaftað við annað starfsfólk í pásum og þátttakendur í vinnustaðamenningunni sem er fólki mikilvægt til að líða vel í starfi og endast. Sjálf fékk ég smjörþefinn af útvistun til einkafyrirtækja þegar ég starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg á menntaskólaárunum. Mér fannst það skemmtileg vinna og sanngjarnt borguð. Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði oftar í viku fyrir sömu laun. Ég entist ekki lengi í þeirri vinnu enda fannst mér eins og verið væri að svindla á mér og ég var svo lánsöm að geta auðveldlega fengið vinnu annars staðar. Það gildir hins vegar ekki um margar þeirra kvenna sem starfa hjá ræstingarfyrirtækjum í dag, þær eru flestar af erlendu bergi brotnar, margar nýfluttar til landsins og tala ekki tungumálið og geta því ekki valið um störf eins og ég gat. Þessu tengt vildi ég fá að vita hver meðalstarfsaldur ræstingafólks var hjá stofnunum áður en störfum var útvistað en þær upplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ræstingarfyrirtæki starfsmannaleigur? Það sem gerist við útvistun verkefna á borð við ræstingar og tímabundin verkamannastörf eru að hagræðingin sem leitast er að felst í því að einkarekin fyrirtæki sjá um starfsmannamál, samninga og greiðslu launa. Þessi einkareknu fyrirtæki gera það að sjálfsögðu í hagnaðarskyni og stór hluti þess sem greitt er fyrir þjónustuna fer í rekstur þeirra en ekki í vasa þeirra sem inna störfin af hendi. Við höfum margítrekað séð fréttaflutning af starfsmannaleigum sem hlunnfara starfsmenn, sem eru uppvís að skattsvikum, kjarasamningsbrotum og að hýsa fólk við óviðunandi aðstæður. Ýmislegt hefur verið gert til að herða lagaramman utan um starfssemina en alls ekki nóg. Það þarf að stórbæta lagaramma utan um bæði starfsmannaleigur og ræstingafyrirtæki, það vantar að greiða betur aðgang eftirlitsaðila á vegum stéttarfélaga að starfsfólkinu og setja viðurlög við því að þessi fyrirtæki neiti að boða til starfsmannafunda þar sem starfsfólk fær fræðslu frá stéttarfélögum. Slík hegðun þjónar þeim eina tilgangi að halda erlendu verkafólki frá upplýsingum um réttindi sín. Útlendingar að sprengja innviði? Þegar við státum okkar af því að hafa náð langt í jafnrétti og að við búum í velferðarsamfélagi þá gleymist oft sá hópur sem heldur þessu velferðarsamfélagi okkar gangandi. Í auknum mæli finnur fólk af erlendum uppruna fyrir auknum fordómum og verður jafnvel fyrir aðkasti og útskúfun. Sú orðræða að hér sé „útlendingavandi” ogað innviðir séu komnir að þolmörkum vegna innflytjenda er ekki einungis röng heldur getum við ekki án þeirra verið. Án þeirra væru innviðir okkar löngu brostnir. „Útlendingar” eru hér að byggja hús og vegi, halda uppi ferðaþjónustunni, verka fiskinn, rækta matinn, sinna öldruðum og sjúkum, passa börnin og ræsta fyrirtæki og stofnanir og þá er algjört lágmark að við komum vel fram við það fólk. Brottvísanir sumra og innflutningur annarra Það er umhugsunarvert að á sama tíma og við erum að flytja inn 1500-3500 manns árlega til að starfa hér við ýmis störf þá erum við að vísa mörg hundruð manns úr landi sem mörg hver geta og vilja inna þessi sömu störf af hendi. Slíkt finnst mér dæmi um óhagræði og óréttlæti og eins og Indriði félagi minn kemur inn á í grein sinni sem birtist í gær þá kosta slíkar brottvísanir talsverðar fjárhæðir. Að auki eru þau sem sækja hér um vernd frá ríkjum þar sem er ófremdarástand, stríð og neyð og tel ég ómannúðlegt að vísa þeim frá um leið og við flytjum inn starfsfólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir slíkt ástand. Látum ekki glepjast af stjórnmálafólki sem reynir að afvegaleiða umræðuna frá eigin vanhæfni og sinnuleysi með því að kenna útlendingum um húsnæðisvandann, langa biðlista til heilbrigðisþjónustu og aukin ríkisútgjöld. Verum jafnréttisparadísin sem við gefum okkur út fyrir að vera, fyrir öll. Gleðilegan baráttudag verkalýðsins 1. maí! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Umdeild starfsemi starfsmannaleiga á Íslandi hefur ekki farið framhjá landsmönnum. Þegar ég starfaði hjá stéttarfélagi komu fjölmörg mál á okkar borð og hefur mér verið umhugað um þennan falda hóp fólks í okkar samfélagi sem starfar hjá starfsmannaleigum síðan. Margar starfsmannaleigur hafa orðið uppvísar að því að brjóta á réttindum starfsfólks, greiða þeim of lág laun og hýsa þau á sínum vegum í ósamþykktu atvinnuhúsnæði og jafnvel draga af starfsfólki töluverðar upphæðir fyrir. Fjöldi starfsmannaleiga á Íslandi Á Íslandi eru í dag starfræktar 22 starfsmannaleigur með um 1600 starfsmönnum sem eru af erlendu bergi brotin, en á árunum 2017-18 voru tvöfalt fleiri starfandi á þeirra vegum. Aðallega eru þetta karlmenn (um 95%) í verkamannavinnu og þeir eru flestir frá Póllandi, Lettlandi, Litháen og Rúmeníu. Þessu komst ég að eftir að hafa sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn þegar ég sat á Alþingi í desember síðastliðnum en mér var svo svarað í lok mars. Þessar upplýsingar lágu ekki á reiðum höndum og þurfti að framlengja þeim tíma sem ráðherra hefur til að svara fyrirspurnum tvívegis á meðan það var komið til botns í þessu máli. Spurningar mínar og svör má finna hér! Í störfum mínum reyndi ég ítrekað að ná til þessa fólks og upplifði að stjórnendur starfsmannaleiga reyndu eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að við, starfsmenn stéttarfélaga og vinnustaðaeftirlitið hittum starfsfólkið. Starfsmannaleigur báru fyrir sig að starfsfólki væri svo dreift, það væri í verkefnum um allar trissur og neituðu eða frestuðu ítrekað að kalla starfsfólk saman á fundi með fulltrúum stéttarfélaga. Það voru fáar leiðir fyrir okkur að ná til starfsfólksins vegna þess að það skráði sjálft hvorki netföng né símanúmer í gagnagrunn stéttarfélagsins sem benti til þess að þau væru ekki meðvituð um að þau væru í stéttarfélagi og þar með hvaða réttindi þau hefðu og hvaða þjónustu og sjóði það gat leitað til. Þessar aðferðir til að halda okkur frá starfsfólki voru einnig áberandi meðal stórra ræstingafyrirtækja og er ein ástæða þess að ég hef líkt þeim við starfsmannaleigur. Útvistun ríkisstofnanna til ræstingarfyrirtækja Ég sendi einnig inn fyrirspurn vegna ræstingarfyrirtækja og komst að því að á undanförnum tíu árum hafa sex ríkisstofnanir á Íslandi útvistað ræstingum til Daga hf., LBC projects, Hreint ehf., og Iclean. Þessar stofnanir eru Tryggingastofnun ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta, úrskurðarnefnd velferðarmála, umboðsmaður skuldara, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, og Vinnueftirlit ríkisins, sem útvistar að hluta. Það kom mér á óvart að stofnanir væru ekki fleiri en ég kenni því um að ég bað um upplýsingar fyrir síðastliðin 10 ár en hefði frekar átt að miða við síðastliðin 20 ár, það er öruggt að flestar ríkisstofnanir hafa í raun útvistað ræstingum. Ástæða þess að ég hef áhyggjur af þeirri þróun er sú að þetta starfsfólk er dreift, það er ekki hluti af þeim vinnustað og vinnustaðamenningu þar sem það þrífur og það er jafnvel að þrífa á mörgum stöðum, stór og erfið svæði undir miklu álagi sem bitnar á líkama og sál. Hinn svokallaði sparnaður við útvistun verkefna Þegar opinberar stofnanir útvista verkefnum á borð við ræstingar þá er það gert í nafni hagræðingar, ég vildi því kanna hvort það væri í raun hagræðing og í leiðinni spyrja þeirrar spurningar hvort sá sparnaður sé réttlætanlegur með tilliti til lakari kjara ræstingafólks? Þegar ég spurði út í þennan sparnað þá voru svörin á þá leið að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu mikil fjárhagslegur ávinningur þessi útvistun hefur haft fyrir hverja stofnun og bætt við að tilgangur útvistunarinnar hafi í sumum tilfellum verið til að „tryggja fyrirsjáanleika í ræstingum vinnurýma”. Hvað svo sem það þýðir? Hvernig er útvistun starfs frá stofnun til einkarekinna fyrirtækja til að bæta fyrirsjáanleika? Er ekki einmitt minni fyrirsjáanleiki þegar þú veist ekki hver er að vinna hjá þér og hefur í raun engin tengsl við þann aðila nema í gegnum þriðja aðila? Mikilvægt að vera hluti af vinnustaðamenningu Ég þekki margar konur sem á árum áður unnu árum saman við ræstingar og kunnu vel við það, þær voru hluti af vinnustaðnum, gátu kjaftað við annað starfsfólk í pásum og þátttakendur í vinnustaðamenningunni sem er fólki mikilvægt til að líða vel í starfi og endast. Sjálf fékk ég smjörþefinn af útvistun til einkafyrirtækja þegar ég starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg á menntaskólaárunum. Mér fannst það skemmtileg vinna og sanngjarnt borguð. Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði oftar í viku fyrir sömu laun. Ég entist ekki lengi í þeirri vinnu enda fannst mér eins og verið væri að svindla á mér og ég var svo lánsöm að geta auðveldlega fengið vinnu annars staðar. Það gildir hins vegar ekki um margar þeirra kvenna sem starfa hjá ræstingarfyrirtækjum í dag, þær eru flestar af erlendu bergi brotnar, margar nýfluttar til landsins og tala ekki tungumálið og geta því ekki valið um störf eins og ég gat. Þessu tengt vildi ég fá að vita hver meðalstarfsaldur ræstingafólks var hjá stofnunum áður en störfum var útvistað en þær upplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ræstingarfyrirtæki starfsmannaleigur? Það sem gerist við útvistun verkefna á borð við ræstingar og tímabundin verkamannastörf eru að hagræðingin sem leitast er að felst í því að einkarekin fyrirtæki sjá um starfsmannamál, samninga og greiðslu launa. Þessi einkareknu fyrirtæki gera það að sjálfsögðu í hagnaðarskyni og stór hluti þess sem greitt er fyrir þjónustuna fer í rekstur þeirra en ekki í vasa þeirra sem inna störfin af hendi. Við höfum margítrekað séð fréttaflutning af starfsmannaleigum sem hlunnfara starfsmenn, sem eru uppvís að skattsvikum, kjarasamningsbrotum og að hýsa fólk við óviðunandi aðstæður. Ýmislegt hefur verið gert til að herða lagaramman utan um starfssemina en alls ekki nóg. Það þarf að stórbæta lagaramma utan um bæði starfsmannaleigur og ræstingafyrirtæki, það vantar að greiða betur aðgang eftirlitsaðila á vegum stéttarfélaga að starfsfólkinu og setja viðurlög við því að þessi fyrirtæki neiti að boða til starfsmannafunda þar sem starfsfólk fær fræðslu frá stéttarfélögum. Slík hegðun þjónar þeim eina tilgangi að halda erlendu verkafólki frá upplýsingum um réttindi sín. Útlendingar að sprengja innviði? Þegar við státum okkar af því að hafa náð langt í jafnrétti og að við búum í velferðarsamfélagi þá gleymist oft sá hópur sem heldur þessu velferðarsamfélagi okkar gangandi. Í auknum mæli finnur fólk af erlendum uppruna fyrir auknum fordómum og verður jafnvel fyrir aðkasti og útskúfun. Sú orðræða að hér sé „útlendingavandi” ogað innviðir séu komnir að þolmörkum vegna innflytjenda er ekki einungis röng heldur getum við ekki án þeirra verið. Án þeirra væru innviðir okkar löngu brostnir. „Útlendingar” eru hér að byggja hús og vegi, halda uppi ferðaþjónustunni, verka fiskinn, rækta matinn, sinna öldruðum og sjúkum, passa börnin og ræsta fyrirtæki og stofnanir og þá er algjört lágmark að við komum vel fram við það fólk. Brottvísanir sumra og innflutningur annarra Það er umhugsunarvert að á sama tíma og við erum að flytja inn 1500-3500 manns árlega til að starfa hér við ýmis störf þá erum við að vísa mörg hundruð manns úr landi sem mörg hver geta og vilja inna þessi sömu störf af hendi. Slíkt finnst mér dæmi um óhagræði og óréttlæti og eins og Indriði félagi minn kemur inn á í grein sinni sem birtist í gær þá kosta slíkar brottvísanir talsverðar fjárhæðir. Að auki eru þau sem sækja hér um vernd frá ríkjum þar sem er ófremdarástand, stríð og neyð og tel ég ómannúðlegt að vísa þeim frá um leið og við flytjum inn starfsfólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir slíkt ástand. Látum ekki glepjast af stjórnmálafólki sem reynir að afvegaleiða umræðuna frá eigin vanhæfni og sinnuleysi með því að kenna útlendingum um húsnæðisvandann, langa biðlista til heilbrigðisþjónustu og aukin ríkisútgjöld. Verum jafnréttisparadísin sem við gefum okkur út fyrir að vera, fyrir öll. Gleðilegan baráttudag verkalýðsins 1. maí!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun