Úthvíld ríkisstjórn? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:31 Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun