Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Aron Guðmundsson skrifar 30. apríl 2024 09:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum Vísir/Arnar Halldórsson Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er Valur Besta deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira
Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira