„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 17:24 Landskjörstjórn hefur úrskurðað að nafn Viktors Traustasonar verði ekki á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira