Innlent

Fyrstu til­­­nefningar til Vig­­dísar­verð­­launa Evrópu­ráðs­þingsins kynntar á Al­þingi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verðlaununum er ætlað að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heims. Í verðlaun eru níu milljónir.
Verðlaununum er ætlað að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heims. Í verðlaun eru níu milljónir. Vísir/Vilhelm

Í júní á þessu ári verða í fyrsta sinn veitt Vigdísarverðlaun til valdeflingar konum á vegum Evrópuráðsþingsins. Sérstök valnefnd mun tilkynna hverjir þrír eru tilnefndir til þeirra í ár á Alþingi þann 2. maí, eða á fimmtudag. Í verðlaun eru 60 þúsund evrur sem samsvara um níu milljónum íslenskra króna og nýr íslenskur verðlaunagripur.

Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna.

Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum.

Nýr íslenskur verðlaunagripur

Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra.  Nánar hér á vef Evrópuráðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×