Fyrstu tilnefningar til Vigdísarverðlauna Evrópuráðsþingsins kynntar á Alþingi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 12:59 Verðlaununum er ætlað að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heims. Í verðlaun eru níu milljónir. Vísir/Vilhelm Í júní á þessu ári verða í fyrsta sinn veitt Vigdísarverðlaun til valdeflingar konum á vegum Evrópuráðsþingsins. Sérstök valnefnd mun tilkynna hverjir þrír eru tilnefndir til þeirra í ár á Alþingi þann 2. maí, eða á fimmtudag. Í verðlaun eru 60 þúsund evrur sem samsvara um níu milljónum íslenskra króna og nýr íslenskur verðlaunagripur. Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins. Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins.
Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira