Viktor og Kári heltast úr lestinni Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2024 11:17 Viktor Traustason verður ekki á kjörseðlinum í sumar. Vísir/Vilhelm Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi. Landskjörstjórn kvað upp úrskurði sína um þau þrettán framboð sem bárust nefndinni á föstudag. Ellefu þeirra voru úrskurðuð gild en tvö ógild. Því verða fleiri framboð til forseta en nokkru sinni áður. Senuþjófurinn dottinn út Þeir Viktor og Kári komu nokkuð óvænt fram á sviðið á föstudag. Kári skilaði framboði sínu rafrænt en Viktor mætti sjálfur í Hörpu og stal senunni. Í samtali við fréttastofu segir Viktor að hann hafi ekki enn náð að lesa í gegnum úrskurð nefndarinnar og hafi því ekki ákveðið hvort hann muni kæra úrskurðinn. Skilaði aðeins níu undirskriftum Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagði að fundi loknum að annað framboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Landskjörstjórn boðaði til fundar í Þjóðminjasafninu í dag.Vísir/Vilhelm Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Ástþór Magnússon skilaði inn nægilega mörgum meðmælum að þessu sinni.Vísir/Vilhelm Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Landskjörstjórn kvað upp úrskurði sína um þau þrettán framboð sem bárust nefndinni á föstudag. Ellefu þeirra voru úrskurðuð gild en tvö ógild. Því verða fleiri framboð til forseta en nokkru sinni áður. Senuþjófurinn dottinn út Þeir Viktor og Kári komu nokkuð óvænt fram á sviðið á föstudag. Kári skilaði framboði sínu rafrænt en Viktor mætti sjálfur í Hörpu og stal senunni. Í samtali við fréttastofu segir Viktor að hann hafi ekki enn náð að lesa í gegnum úrskurð nefndarinnar og hafi því ekki ákveðið hvort hann muni kæra úrskurðinn. Skilaði aðeins níu undirskriftum Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagði að fundi loknum að annað framboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Landskjörstjórn boðaði til fundar í Þjóðminjasafninu í dag.Vísir/Vilhelm Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Ástþór Magnússon skilaði inn nægilega mörgum meðmælum að þessu sinni.Vísir/Vilhelm
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira