Hver er þinn innri áttaviti? Signý Gyða Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2024 08:00 Þegar ég stend frammi fyrir áskorunum eða erfiðum ákvörðunum á ég það til að spyrja sjálfa mig þessarar áhrifaríku spurningar; þegar ég mun liggja á dánarbeðinu og líta tilbaka, hverju mun ég þá helst sjá eftir að hafa ekki framkvæmt í lífinu? Hvers vegna spyr ég sjálfa mig þessarar spurningar? Ég geri það til þess að skoða hvað það er sem raunverulega skiptir mig máli og hvað er staðsett í innsta kjarna mínum. Hvað var ég sköpuð með, hvað er lærð hegðun, hvað er það sem í raun veitir mér hamingju? Þegar farið er í að greina kjarnann frá hisminu kann margt að koma á óvart og það er vert að skoða. Eru áherslur samfélagsins raunhæfar? Að lifa í samfélagi þar sem áherslurnar eru á veraldlegan auð, góða menntun og háar kröfur um velgengni á öllum sviðum, þá þarf samfélagið og menningarheimurinn að vera þannig upp byggð að kröfurnar á manneskjuna séu raunhæfar og framkvæmanlegar. Rekstur heimilis,uppeldi barna, frammistaða á vinnumarkaði, heilsa og heilsufar, samfélagsleg þátttaka og tengsl við annað fólk. Allir þessir þættir sem hver og einn einstaklingur á að geta sinnt. Eftir að hafa upplifað kulnun/örmögnun á lífsleiðinni eins og það er skilgreint, meðal annars á vinnumarkaði, þar sem metnaður minn lá á þeim tíma, þurfti ég að skoða hvað lægi að baki þessari örmögnun. Oft var ég mætt fyrst til vinnu og var síðust út af vinnustaðnum, dag eftir dag, viku eftir viku. Á þeim tíma þurfti ég einungis að sinna sjálfri mér. Ég gerði og framkvæmdi það sem mig langaði til, hugsaði vel um heilsuna andlega sem og líkamlega, var virk félagslega og sinnti starfinu mínu af einstakri prýði og ábyrgð, en samt sem áður brann ég út. Ég kiknaði undan mínum eigin kröfum, kröfum vinnustaðarins og ekki síst tilbúnum kröfum samfélagsins. Við þessa uppgjöf þá hófst hin raunverulega sjálfsvinna. Að líta inn á við, skoða og beita góðum aðferðum til að koma á jafnvægi í lífinu. Á þeirri vegferð hef ég verið undanfarna áratugi. Hef ég komið víða við, skref fyrir skref, vöxt fyrir vöxt, þroskastig fyrir þroskastig. Jákvæð þróun hjá yngri kynslóðum Í dag hafa samfélagið og vinnuumhverfi tekið jákvæðum breytingum, sem betur fer. Í dag hugsar ungt fólk meira um spurningar eins og hvað er það sem vinnu umhverfið og vinnustaðurinn geta gefið mér? Því það var algengt hér áður fyrr að hugsa: hvað get ég lagt af mörkum til fyrirtækisins? Og oft voru umsækjendur spurðir: hvers vegna ættum við að ráða þig? Því vil ég meina að jákvæð þróun hafi átt sér stað hjá yngri kynslóðinni. Hún spyr og skoðar meira hvers vegna hún vill vinna hjá tilteknu fyrirtæki. Sumir vilja meina að unga fólkið sé orðið eigingjarnara, setji sínar þarfir og langanir fram yfir annað. En ef við skoðum það nánar, er það svo eigingjarnt? Er það ekki jafnvel jákvæð þróun? Er unga fólkið okkar ekki hreinlega orðið meira vakandi fyrir því að hver og einn þarf að huga að sjálfum sér, sinni heilsu og sinni vellíðan? Ef jafnvægi er haft að leiðarljósi er hægt að horfa á þetta sem jákvæða þróun og vöxt. Þáttur vinnuveitanda Þegar skoðað er vinnuálag starfsfólks víða, þá eru oft háværar raddir um of mikið álag, að hver og einn starfsmaður sé með of mikið á sinni könnu, að hver og einn eigi að afkasta mun meiru og starfsfólk sé ekki í stakk búið til að sinna því sem þarf að sinna utan vinnustaðar; sjálfu sér, fjölskyldu, og heimili vegna orkuleysis og þreytu.Má mögulega breyta þessu? Gætu eigendur fyrirtækja og stjórnendur tekið annan vinkil á starfsmannahald og mannauð með það að leiðarljósi að minnka álag? Hvað með að vinnuveitendur settust niður með starfsmanni og fagaðila og skoði vinnuumhverfið? Hvað má fara betur og hvað gengur vel? Hvaða verkefni veitir starfmanninum orku og hvað þá nákvæmlega í því verkefni er orkugefandi, jafnframt því að skoða hvað nákvæmlega í verkefninu dregur orku frá starfsmanninum. Að lausnin liggi í raun ekki í því að fækka verkefnum eða taka verkefni af starfsfólki heldur skoða og skilgreina hvaða verkefni og innihald þeirra veita orku og hins vegar draga úr orku og afköstum, gleði og ánægju starfsmannsins. Hvernig hægt er að gera vinnuumhverfið vænlegt fyrir hvern og einn? Væri hægt að koma í veg fyrir að eins mikið sé um veikindi, kulnun og örmögnun? Styrkleikar og gildi í öndvegi Einnig hef ég velt fyrir mér hvort og hvernig stytting vinnuvikunnar hefur skilað breytingu á líðan, ánægju, hamingju og orku starfsmanna. Hvaða jákvæða afleiðing stytting vinnuvikunnar hefur orðið? Og í kjölfarið hvað þá að taka skrefið lengra og skoða og greina verkefnin út frá styrkleikum hvers og eins starfsmanns. Þar á meðal gildum viðkomandi og óþoli fyrir ef til vill einhverjum öðru starfsfólki. Þetta má skoða út frá styrkleikum, gildum, óþoli og vexti. Við heyrum stundum sagt að við mannverurnar séum öll eins inn við beinið. Í grunninn hefur mannveran þörf fyrir að grunnþörfum þeirra sé mætt, en á hinn bóginn erum við ekki öll eins því við höfum mismunandi styrkleika. Það er misjafnt hvað nærir okkur og einnig misjafnt hvað dregur úr okkur orku. Hvað ef starfsumhverfi og samfélagið væru þannig að einstaklingar væru meðvitaðir um hvað er hið innra, hvað er í raun innst, hver kjarni viðkomandi er? Í kjölfarið gæti einstaklingurinn lifað út frá því sem hentar best, út frá sínum kjarna og sínu flæði, því í flæði leysist út sköpunarkraftur hvers og eins og einstaklingurinn nær að vera einungis hér og nú á þeim augnablikum sem viðkomandi er í og upplifir. Heilsueflandi skólar með heildræna nálgun Sem betur fer hafa einhverjar menntastofnanir tekið breytingum síðustu ár. Í heilsueflandi skólum er lögð áhersla á heildræna nálgun til að efla meðal annars andlega, líkamlega og félagslega velferð nemenda og starfsfólks. Námsleiðir í framhaldsskólum eru orðnar fjölbreyttari og margt sem áður var skilgreint sem áhugamál er orðið að námsleið. Einhverjir grunnskólar leggja orðið meiri áherslu á einstaklinginn, nemandann sjálfan áhugasvið og þarfir hvers og eins í stað þess að allir eigi að aðlaga sig sama hópnum. Þessi þróun er hæg en fer stöðugt upp á við. Þegar unglingarnir okkar eru komnir í 9. og 10. bekk er framhaldsskólar farnir að kynna þeim ýmsar námsleiðir til framtíðar. Að taka ákvörðun um framtíðina er bæði spennandi og krefjandi. Nemendur hafa möguleika á að fara í áhugasviðskannanir hjá náms- og starfsráðgjafa skólanna sinna. En hvað ef gengið væri út frá styrkleikum nemandans, hver hans kjarni er, hvað drífur hann áfram, gefur honum orku, vellíðan og tilgang í lífinu? Sterk verkfæri í þannig vinnu er markþjálfun og mismunandi leiðir til að finna út styrkleika einstaklingsins meðal annars styrkleikakannanir. Að leggja áherslu á að skoða tilgang, merkingu og jákvæðar tilfinningar unga fólksins. Hvað er í kjarna viðkomandi, óháð áhrifum foreldra eða annarra uppalenda, umhverfisáhrifum og áföllum sem viðkomandi hefur nú þegar orðið fyrir á lífsleiðinni. Að við leggjum okkur fram við að hvetja unga fólkið, sama hvaðan þau koma, eða hvað uppeldi þau hlutu, að allir eigi alltaf tækifæri og von um að velja og lifa innihaldsríku og góðu lífi, í vellíðan og hamingju. Hamingja, tilgangur og jákvæð sálfræði Rannsóknir sýna að hamingjan hefur verið metin mikilvægasti þátturinn er hvað varðar lífsgæði. Hamingja og tilgangur með lífinu hefur verið metin mikilvægari en peningar. Í haust hóf ég nám sem mig hefur lengi langað að fara í, eða allt frá því byrjað var að kenna það við Endurmenntun Háskóla Íslands, fyrir 10 árum síðan. Það hafa verið ótal hindranir á vegi mínum að þessu námi, fjárhagslegar, heilsufarslegar, tímasetningar og aðrar persónulegar hindranir. Ég var búin að skoða það vel hvað það væri í mínum innsta kjarna sem kallaði svo sterkt á að taka þetta skref, sem svo úr varð. Um er að ræða nám í jákvæðri sálfræði. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á jákvæða, mannlega eiginleika. Markmið jákvæðrar sálfræði er að skoða með vísindalegum aðferðum hvað reynist fólki vel og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Viðfangsefni hennar eru hvernig auka megi vellíðan frekar en að koma einungis í veg fyrir vanlíðan. Jákvæð sálfræði er ekki sér vísindagrein eða undirgrein innan sálfræðinnar heldur nálgun sem gengur þvert á viðfangsefni sálfræðinnar. Hún er vísindagleg nálgun sem notuð er til að rannsaka hvað veldur því að einstaklingar, hópar og stofnanir þrífist. Það sem hefur verið safnað saman undir regnhlíf jákvæðrar sálfræði kemur frá rótgrónum langtíma rannsóknarverkefnum. Hún á sér stutta sögu en langa fortíð. Það sem er sérstakt við jákvæða sálfræði er að hún leggur áherslu á vísindalegar rannsóknir á styrkleikum manna og hamingju. Don Clifton, afi jákvæðu sálfræðinnar sagði hvað myndi gerast ef að við myndum byrja á að rannsaka hvað er rétt hjá fólki og Miahly Czikentmihaliy, einn fræðimanna jákvæðu sálfræðinnar sagði að svo lengi sem von, hugrekki, bjartsýni og gleði eru einungis skoðuð til að draga úr veikleikum þá náum við aldrei að skilja þá eiginleika sem gera lífið þess virði að lifa því. Gagnreyndar æfingar sem auka vellíðan Í jákvæðri sálfræði er meðal annars notast við og reynt að svara spurningum um þá þætti og ferla sem ýta undir blómstrun eða ákjósanlega virkni eins og til dæmis velsæld, hamingju, flæði og styrkleika. Jákvæð inngrip eru meðvitaðar athafnir, meðferðar aðferðir sem miða að því að rækta jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir. Þetta eru gagnreyndar æfingar og aðferðir sem miða af því að auka andlega vellíðan einstaklinga og kalla fram jákvæðar tilfinningar. Þeim er ætlað að rækta með okkur jákvæða eiginleika eins og þakklæti, góðvild, núvitund, bjartsýni og félagslega hæfni. Jákvæðu inngripin eru notuð til að að auka vellíðan og styðja við persónulegan þroska. Það er að segja að nálgast eitthvað sem mannveran vill efla en ekki forðast eitthvað sem við viljum losna undan. Námið í heild sinni hefur einungis stutt við þá sannfæringu sem ég hef haft að leiðarljósi í áratugi, stutt við kjarnann minn, orku, starfs- og áhugasvið mitt. Námið hefur víkkað, stutt og bætt við þekkingu mína á svo góðan og vísindalegan hátt. Þetta nám hefur virkilega verið þess virði að fara í gegnum og það merkilega er að mér finnst ég rétt vera að byrja. Köllun kjarnans í okkur öllum Ef eitthvað í þínum kjarna kallar á þig, þá er það alltaf þess virði að staldra við og leggja við hlustir. Þegar þú hefur skoðað og skilgreint með aðstoð hvað það er sem er virkilega þinn innsti kjarni, þá er hægt að taka þau skref að framkvæma. Þegar við stígum þau skref sem eru ætluð okkur, þau skref sem kalla á okkur og eru okkar vegvísir, þá leysist oft margt annað í kjölfarið. Þegar við stígum þau skref og framkvæmum eftir áttavita hvers og eins. Höfundur er markþjálfi og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar ég stend frammi fyrir áskorunum eða erfiðum ákvörðunum á ég það til að spyrja sjálfa mig þessarar áhrifaríku spurningar; þegar ég mun liggja á dánarbeðinu og líta tilbaka, hverju mun ég þá helst sjá eftir að hafa ekki framkvæmt í lífinu? Hvers vegna spyr ég sjálfa mig þessarar spurningar? Ég geri það til þess að skoða hvað það er sem raunverulega skiptir mig máli og hvað er staðsett í innsta kjarna mínum. Hvað var ég sköpuð með, hvað er lærð hegðun, hvað er það sem í raun veitir mér hamingju? Þegar farið er í að greina kjarnann frá hisminu kann margt að koma á óvart og það er vert að skoða. Eru áherslur samfélagsins raunhæfar? Að lifa í samfélagi þar sem áherslurnar eru á veraldlegan auð, góða menntun og háar kröfur um velgengni á öllum sviðum, þá þarf samfélagið og menningarheimurinn að vera þannig upp byggð að kröfurnar á manneskjuna séu raunhæfar og framkvæmanlegar. Rekstur heimilis,uppeldi barna, frammistaða á vinnumarkaði, heilsa og heilsufar, samfélagsleg þátttaka og tengsl við annað fólk. Allir þessir þættir sem hver og einn einstaklingur á að geta sinnt. Eftir að hafa upplifað kulnun/örmögnun á lífsleiðinni eins og það er skilgreint, meðal annars á vinnumarkaði, þar sem metnaður minn lá á þeim tíma, þurfti ég að skoða hvað lægi að baki þessari örmögnun. Oft var ég mætt fyrst til vinnu og var síðust út af vinnustaðnum, dag eftir dag, viku eftir viku. Á þeim tíma þurfti ég einungis að sinna sjálfri mér. Ég gerði og framkvæmdi það sem mig langaði til, hugsaði vel um heilsuna andlega sem og líkamlega, var virk félagslega og sinnti starfinu mínu af einstakri prýði og ábyrgð, en samt sem áður brann ég út. Ég kiknaði undan mínum eigin kröfum, kröfum vinnustaðarins og ekki síst tilbúnum kröfum samfélagsins. Við þessa uppgjöf þá hófst hin raunverulega sjálfsvinna. Að líta inn á við, skoða og beita góðum aðferðum til að koma á jafnvægi í lífinu. Á þeirri vegferð hef ég verið undanfarna áratugi. Hef ég komið víða við, skref fyrir skref, vöxt fyrir vöxt, þroskastig fyrir þroskastig. Jákvæð þróun hjá yngri kynslóðum Í dag hafa samfélagið og vinnuumhverfi tekið jákvæðum breytingum, sem betur fer. Í dag hugsar ungt fólk meira um spurningar eins og hvað er það sem vinnu umhverfið og vinnustaðurinn geta gefið mér? Því það var algengt hér áður fyrr að hugsa: hvað get ég lagt af mörkum til fyrirtækisins? Og oft voru umsækjendur spurðir: hvers vegna ættum við að ráða þig? Því vil ég meina að jákvæð þróun hafi átt sér stað hjá yngri kynslóðinni. Hún spyr og skoðar meira hvers vegna hún vill vinna hjá tilteknu fyrirtæki. Sumir vilja meina að unga fólkið sé orðið eigingjarnara, setji sínar þarfir og langanir fram yfir annað. En ef við skoðum það nánar, er það svo eigingjarnt? Er það ekki jafnvel jákvæð þróun? Er unga fólkið okkar ekki hreinlega orðið meira vakandi fyrir því að hver og einn þarf að huga að sjálfum sér, sinni heilsu og sinni vellíðan? Ef jafnvægi er haft að leiðarljósi er hægt að horfa á þetta sem jákvæða þróun og vöxt. Þáttur vinnuveitanda Þegar skoðað er vinnuálag starfsfólks víða, þá eru oft háværar raddir um of mikið álag, að hver og einn starfsmaður sé með of mikið á sinni könnu, að hver og einn eigi að afkasta mun meiru og starfsfólk sé ekki í stakk búið til að sinna því sem þarf að sinna utan vinnustaðar; sjálfu sér, fjölskyldu, og heimili vegna orkuleysis og þreytu.Má mögulega breyta þessu? Gætu eigendur fyrirtækja og stjórnendur tekið annan vinkil á starfsmannahald og mannauð með það að leiðarljósi að minnka álag? Hvað með að vinnuveitendur settust niður með starfsmanni og fagaðila og skoði vinnuumhverfið? Hvað má fara betur og hvað gengur vel? Hvaða verkefni veitir starfmanninum orku og hvað þá nákvæmlega í því verkefni er orkugefandi, jafnframt því að skoða hvað nákvæmlega í verkefninu dregur orku frá starfsmanninum. Að lausnin liggi í raun ekki í því að fækka verkefnum eða taka verkefni af starfsfólki heldur skoða og skilgreina hvaða verkefni og innihald þeirra veita orku og hins vegar draga úr orku og afköstum, gleði og ánægju starfsmannsins. Hvernig hægt er að gera vinnuumhverfið vænlegt fyrir hvern og einn? Væri hægt að koma í veg fyrir að eins mikið sé um veikindi, kulnun og örmögnun? Styrkleikar og gildi í öndvegi Einnig hef ég velt fyrir mér hvort og hvernig stytting vinnuvikunnar hefur skilað breytingu á líðan, ánægju, hamingju og orku starfsmanna. Hvaða jákvæða afleiðing stytting vinnuvikunnar hefur orðið? Og í kjölfarið hvað þá að taka skrefið lengra og skoða og greina verkefnin út frá styrkleikum hvers og eins starfsmanns. Þar á meðal gildum viðkomandi og óþoli fyrir ef til vill einhverjum öðru starfsfólki. Þetta má skoða út frá styrkleikum, gildum, óþoli og vexti. Við heyrum stundum sagt að við mannverurnar séum öll eins inn við beinið. Í grunninn hefur mannveran þörf fyrir að grunnþörfum þeirra sé mætt, en á hinn bóginn erum við ekki öll eins því við höfum mismunandi styrkleika. Það er misjafnt hvað nærir okkur og einnig misjafnt hvað dregur úr okkur orku. Hvað ef starfsumhverfi og samfélagið væru þannig að einstaklingar væru meðvitaðir um hvað er hið innra, hvað er í raun innst, hver kjarni viðkomandi er? Í kjölfarið gæti einstaklingurinn lifað út frá því sem hentar best, út frá sínum kjarna og sínu flæði, því í flæði leysist út sköpunarkraftur hvers og eins og einstaklingurinn nær að vera einungis hér og nú á þeim augnablikum sem viðkomandi er í og upplifir. Heilsueflandi skólar með heildræna nálgun Sem betur fer hafa einhverjar menntastofnanir tekið breytingum síðustu ár. Í heilsueflandi skólum er lögð áhersla á heildræna nálgun til að efla meðal annars andlega, líkamlega og félagslega velferð nemenda og starfsfólks. Námsleiðir í framhaldsskólum eru orðnar fjölbreyttari og margt sem áður var skilgreint sem áhugamál er orðið að námsleið. Einhverjir grunnskólar leggja orðið meiri áherslu á einstaklinginn, nemandann sjálfan áhugasvið og þarfir hvers og eins í stað þess að allir eigi að aðlaga sig sama hópnum. Þessi þróun er hæg en fer stöðugt upp á við. Þegar unglingarnir okkar eru komnir í 9. og 10. bekk er framhaldsskólar farnir að kynna þeim ýmsar námsleiðir til framtíðar. Að taka ákvörðun um framtíðina er bæði spennandi og krefjandi. Nemendur hafa möguleika á að fara í áhugasviðskannanir hjá náms- og starfsráðgjafa skólanna sinna. En hvað ef gengið væri út frá styrkleikum nemandans, hver hans kjarni er, hvað drífur hann áfram, gefur honum orku, vellíðan og tilgang í lífinu? Sterk verkfæri í þannig vinnu er markþjálfun og mismunandi leiðir til að finna út styrkleika einstaklingsins meðal annars styrkleikakannanir. Að leggja áherslu á að skoða tilgang, merkingu og jákvæðar tilfinningar unga fólksins. Hvað er í kjarna viðkomandi, óháð áhrifum foreldra eða annarra uppalenda, umhverfisáhrifum og áföllum sem viðkomandi hefur nú þegar orðið fyrir á lífsleiðinni. Að við leggjum okkur fram við að hvetja unga fólkið, sama hvaðan þau koma, eða hvað uppeldi þau hlutu, að allir eigi alltaf tækifæri og von um að velja og lifa innihaldsríku og góðu lífi, í vellíðan og hamingju. Hamingja, tilgangur og jákvæð sálfræði Rannsóknir sýna að hamingjan hefur verið metin mikilvægasti þátturinn er hvað varðar lífsgæði. Hamingja og tilgangur með lífinu hefur verið metin mikilvægari en peningar. Í haust hóf ég nám sem mig hefur lengi langað að fara í, eða allt frá því byrjað var að kenna það við Endurmenntun Háskóla Íslands, fyrir 10 árum síðan. Það hafa verið ótal hindranir á vegi mínum að þessu námi, fjárhagslegar, heilsufarslegar, tímasetningar og aðrar persónulegar hindranir. Ég var búin að skoða það vel hvað það væri í mínum innsta kjarna sem kallaði svo sterkt á að taka þetta skref, sem svo úr varð. Um er að ræða nám í jákvæðri sálfræði. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á jákvæða, mannlega eiginleika. Markmið jákvæðrar sálfræði er að skoða með vísindalegum aðferðum hvað reynist fólki vel og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Viðfangsefni hennar eru hvernig auka megi vellíðan frekar en að koma einungis í veg fyrir vanlíðan. Jákvæð sálfræði er ekki sér vísindagrein eða undirgrein innan sálfræðinnar heldur nálgun sem gengur þvert á viðfangsefni sálfræðinnar. Hún er vísindagleg nálgun sem notuð er til að rannsaka hvað veldur því að einstaklingar, hópar og stofnanir þrífist. Það sem hefur verið safnað saman undir regnhlíf jákvæðrar sálfræði kemur frá rótgrónum langtíma rannsóknarverkefnum. Hún á sér stutta sögu en langa fortíð. Það sem er sérstakt við jákvæða sálfræði er að hún leggur áherslu á vísindalegar rannsóknir á styrkleikum manna og hamingju. Don Clifton, afi jákvæðu sálfræðinnar sagði hvað myndi gerast ef að við myndum byrja á að rannsaka hvað er rétt hjá fólki og Miahly Czikentmihaliy, einn fræðimanna jákvæðu sálfræðinnar sagði að svo lengi sem von, hugrekki, bjartsýni og gleði eru einungis skoðuð til að draga úr veikleikum þá náum við aldrei að skilja þá eiginleika sem gera lífið þess virði að lifa því. Gagnreyndar æfingar sem auka vellíðan Í jákvæðri sálfræði er meðal annars notast við og reynt að svara spurningum um þá þætti og ferla sem ýta undir blómstrun eða ákjósanlega virkni eins og til dæmis velsæld, hamingju, flæði og styrkleika. Jákvæð inngrip eru meðvitaðar athafnir, meðferðar aðferðir sem miða að því að rækta jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir. Þetta eru gagnreyndar æfingar og aðferðir sem miða af því að auka andlega vellíðan einstaklinga og kalla fram jákvæðar tilfinningar. Þeim er ætlað að rækta með okkur jákvæða eiginleika eins og þakklæti, góðvild, núvitund, bjartsýni og félagslega hæfni. Jákvæðu inngripin eru notuð til að að auka vellíðan og styðja við persónulegan þroska. Það er að segja að nálgast eitthvað sem mannveran vill efla en ekki forðast eitthvað sem við viljum losna undan. Námið í heild sinni hefur einungis stutt við þá sannfæringu sem ég hef haft að leiðarljósi í áratugi, stutt við kjarnann minn, orku, starfs- og áhugasvið mitt. Námið hefur víkkað, stutt og bætt við þekkingu mína á svo góðan og vísindalegan hátt. Þetta nám hefur virkilega verið þess virði að fara í gegnum og það merkilega er að mér finnst ég rétt vera að byrja. Köllun kjarnans í okkur öllum Ef eitthvað í þínum kjarna kallar á þig, þá er það alltaf þess virði að staldra við og leggja við hlustir. Þegar þú hefur skoðað og skilgreint með aðstoð hvað það er sem er virkilega þinn innsti kjarni, þá er hægt að taka þau skref að framkvæma. Þegar við stígum þau skref sem eru ætluð okkur, þau skref sem kalla á okkur og eru okkar vegvísir, þá leysist oft margt annað í kjölfarið. Þegar við stígum þau skref og framkvæmum eftir áttavita hvers og eins. Höfundur er markþjálfi og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun