Lífið

Sveitar­stjóri og sauðfjárbóndi fóru á kostum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sveitarstjórinn, Einar Freyr  (t.v.) og sauðfjárbóndinn, Jónas, sem sungu „O sole mio“ með Gissuri Páli á tónleikum á Hótel Kötlu og fóru þar á kostum.
Sveitarstjórinn, Einar Freyr (t.v.) og sauðfjárbóndinn, Jónas, sem sungu „O sole mio“ með Gissuri Páli á tónleikum á Hótel Kötlu og fóru þar á kostum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeir voru ánægðir og stoltir með sig sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi og sauðfjárbóndi í sveitinni, sem fengu að syngja „O sole mio“ á tónleikum í Vík með Gissuri Páli Gissurarsyni, tenór.

Tónlistarskóli Mýrdalshrepp var með glæsilega tónleika á Hótel Kötlu rétt við Vík þar sem Kammerkór skólans söng nokkur lög undir stjórn Alexöndru skólastjóra. Hér er aðeins verið að hita raddböndin fyrir tónleikana.

Svo steig kórinn á svið og söng nokkur skemmtileg lög meðal annars.

Kammerkórinn var virkilega góður á tónleikunum, sem fóru fram á Hótel Kötlu á Höfðabrekku skammt frá Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hápunktur tónleikanna var þegar Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Jónas Erlendsson sauðfjárbóndi í Fagradal sungu „O sole mio“ með Gissuri Páli.

Já, hér var tekið á því, sveitarstjórinn í Vík og sauðfjárbóndinn í Fagradal með Gissuri Páli.

Að fá að syngja með honum og við tveir, það er þvílík reynsla,” segir Einar Freyr og Jónas bætir við. „Já, já, það var mjög gaman“.

Heldur þú að þú sért besti sveitarstjóri landsins að syngja?

„Nei, örugglega ekki”, segir Einar Freyr hlægjandi. „Hann er allavega með þeim betri,” segir Jónas og hlær enn meira.

Alexandra Chernyshova, skólastjóri tónlistarskólans í Vík, sem er að gera frábæra hluti með sínu starfsfólki og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einar Freyr og Jónas sögðu frábært að hafa fengið tækifæri til að syngja með Gissuri Páli.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×