Hvað varð um samveruna? Hildur Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:32 Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Danmörk Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun