Alþjóðlegi leiðsöguhundadagurinn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hundar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun