Skytturnar tylltu sér á toppinn með stæl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 21:00 Leandro Trossard og Enzo Fernández í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Arsenal tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildar karla með stórsigri á Chelsea á Emirates-vellinum í Lundúnum, lokatölur 5-0. Leandro Trossard kom Skyttunum yfir með skoti úr þröngu færi strax á 4. mínútu. Đorđe Petrović í marki Chelsea hefði þó átt að gera betur enda færið mjög þröngt. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari buðu heimamenn til veislu. Ben White kom Arsenal í 2-0 á 52. mínútu og fimm mínútum síðar skorðai Kai Havertz eftir frábæra sendingu Martin Ødegaard. Havertz var aftur á ferðinni á 65. mínútu en að þessu sinni var það Bukayo Saka með stoðsendingu. Ødegaard lagði svo boltann á White sem skoraði fimmta mark Arsenal með skoti á lofti þegar enn voru tuttugu minútur til leiksloka. Mörkin urðu þó ekki fleiri og Arsenal vann gríðarlega öruggan 5-0 sigur. Þar með er Arsenal komið á topp deildarinnar með 77 stig að loknum 34 leikjum. Liverpool er sæti neðar með 74 stig og leik til góða. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City með 73 stig að loknum 32 leikjum. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildar karla með stórsigri á Chelsea á Emirates-vellinum í Lundúnum, lokatölur 5-0. Leandro Trossard kom Skyttunum yfir með skoti úr þröngu færi strax á 4. mínútu. Đorđe Petrović í marki Chelsea hefði þó átt að gera betur enda færið mjög þröngt. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari buðu heimamenn til veislu. Ben White kom Arsenal í 2-0 á 52. mínútu og fimm mínútum síðar skorðai Kai Havertz eftir frábæra sendingu Martin Ødegaard. Havertz var aftur á ferðinni á 65. mínútu en að þessu sinni var það Bukayo Saka með stoðsendingu. Ødegaard lagði svo boltann á White sem skoraði fimmta mark Arsenal með skoti á lofti þegar enn voru tuttugu minútur til leiksloka. Mörkin urðu þó ekki fleiri og Arsenal vann gríðarlega öruggan 5-0 sigur. Þar með er Arsenal komið á topp deildarinnar með 77 stig að loknum 34 leikjum. Liverpool er sæti neðar með 74 stig og leik til góða. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City með 73 stig að loknum 32 leikjum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti