Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 14:00 Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður verður með viðburð í samstarfi við Omnom súkkulaði á HönnunarMars. SAMSETT Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. Hringrásar súkkulaðiupplifun „Upphafið á þessu verkefni á sér rætur að rekja í mynstur á bakka sem ég hannaði sem virkaði eins og það ætti heima ofan á súkkulaðiplötu. Ég hafði samband við Omnom en eftir fund þeim kviknuðu stærri hugmyndir að samstarfi,“ útskýrir Theodóra, sem er á fullu að undirbúa sýninguna. Súkkulaðiskúlptúrar Theodóru og Omnom. Aðsend „Eftir skoðun um súkkulaðigerðina rak ég augun í hismið eða skelina utan um kakóbaunina. Mikið af mínum verkefnum snúa að því að skoða hvernig hlutir verða til þannig að vinna með súkkulaðibaunina rýmdi vel við það.“ Í fréttatilkynningu segir sömuleiðis að markmiðið með samstarfinu sé að skoða hvernig súkkulaði verður til, lyfta hisminu á stall og búa til hringrásar súkkulaðiupplifun þar sem endaafurðin og hismið renna aftur saman í eitt og mynda skúlptúra. Theodóra í ferlinu. Aðsend Nostalgía sem innblástur „Með því opnum við glugga inn í það ferli sem á sér stað áður en við getum notið þess að borða súkkulaði og leggja þannig áherslu á upphafið, baunina sjálfa,“ segir Theódóra og bætir við: „Omnom notar oft nostalgíu sem innblástur í þróun á nýjum bragðtegundum og ég get speglað mína heimþrá til Íslands í því, eftir að hafa verið búsett í London í lengri tíma. Hismið spilar stærstan part í sýningunni en formin og bragðtegundirnar vitna í okkar menningu, landið okkar og mínar persónulegu minningar. Gestir sýningarinnar fá til dæmis að smakka á hjónabandssælumola, sjónvarpskökumola og súkkulaði með ösku. Nánast allt súkkulaðið sem boðið er upp á er vegan. Við hlökkum til að taka á móti sýningargestum en mikilvægt er að bóka miða á þessa sýningu enda takmarkað pláss í boði,“ segir Theodóra að lokum. View this post on Instagram A post shared by Omnom Chocolate (@omnomchocolate) Viðburðirnir verða haldnir alla dag frá fimmtudegi fram á sunnudag eða 24. - 28. apríl. Sýningin er haldin í heimakynnum Omnom úti á Granda á meðan að HönnunarMars stendur yfir. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér. HönnunarMars Menning Matur Tengdar fréttir Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hringrásar súkkulaðiupplifun „Upphafið á þessu verkefni á sér rætur að rekja í mynstur á bakka sem ég hannaði sem virkaði eins og það ætti heima ofan á súkkulaðiplötu. Ég hafði samband við Omnom en eftir fund þeim kviknuðu stærri hugmyndir að samstarfi,“ útskýrir Theodóra, sem er á fullu að undirbúa sýninguna. Súkkulaðiskúlptúrar Theodóru og Omnom. Aðsend „Eftir skoðun um súkkulaðigerðina rak ég augun í hismið eða skelina utan um kakóbaunina. Mikið af mínum verkefnum snúa að því að skoða hvernig hlutir verða til þannig að vinna með súkkulaðibaunina rýmdi vel við það.“ Í fréttatilkynningu segir sömuleiðis að markmiðið með samstarfinu sé að skoða hvernig súkkulaði verður til, lyfta hisminu á stall og búa til hringrásar súkkulaðiupplifun þar sem endaafurðin og hismið renna aftur saman í eitt og mynda skúlptúra. Theodóra í ferlinu. Aðsend Nostalgía sem innblástur „Með því opnum við glugga inn í það ferli sem á sér stað áður en við getum notið þess að borða súkkulaði og leggja þannig áherslu á upphafið, baunina sjálfa,“ segir Theódóra og bætir við: „Omnom notar oft nostalgíu sem innblástur í þróun á nýjum bragðtegundum og ég get speglað mína heimþrá til Íslands í því, eftir að hafa verið búsett í London í lengri tíma. Hismið spilar stærstan part í sýningunni en formin og bragðtegundirnar vitna í okkar menningu, landið okkar og mínar persónulegu minningar. Gestir sýningarinnar fá til dæmis að smakka á hjónabandssælumola, sjónvarpskökumola og súkkulaði með ösku. Nánast allt súkkulaðið sem boðið er upp á er vegan. Við hlökkum til að taka á móti sýningargestum en mikilvægt er að bóka miða á þessa sýningu enda takmarkað pláss í boði,“ segir Theodóra að lokum. View this post on Instagram A post shared by Omnom Chocolate (@omnomchocolate) Viðburðirnir verða haldnir alla dag frá fimmtudegi fram á sunnudag eða 24. - 28. apríl. Sýningin er haldin í heimakynnum Omnom úti á Granda á meðan að HönnunarMars stendur yfir. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.
HönnunarMars Menning Matur Tengdar fréttir Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31
Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30
Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01