Uppgjör og viðtöl: Tindastóll - FH 0-1 | Hafnfirðingar byrja á sigri Arnar Skúli Atlason skrifar 22. apríl 2024 18:55 FH byrjar á sigri og hreinu laki. vísir/Hulda Margrét FH fór í farsæla ferð á Sauðárkrók í 1. umferð Bestu deild kvenna í fótbolta. 1-0 útisigur og tímabilið byrjað með stæl. Leikurinn Tindastóll tók á móti FH í Bestu deild kvenna í fótbolta, um var að ræða leik í 1. umferð deildarinnar sem hefði átt að fara fram í gær sunnudag en honum var frestað því völlurinn var ekki leikhæfur vegna bleytu. Það var annað upp á teningum í dag þar sem völlurinn var í toppstandi. Leikurinn hófst á miklum gæðum miðað við að um fyrsta leik sumarsins var að ræða. Tindastóll voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og náði að skapa sér hættuleg færi, þær áttu tvö skot í slá í fyrri hálfleik og áttu flotta uppspils kafla sem hefðu hæglega geta endað með marki. FH vaknaði um miðjan fyrri hálfleik og pressaði Tindastól besta færi þeirra fékk Snædís María Jörundsdóttir sem slapp ein í gegn eftir mistök í vörn Tindastóls en hún klikkaði færi og leikurinn því markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fékk boltann inn í teig Tindastóls eftir fínt spil FH, hún mundaði skotfótinn og boltinn smurðist upp í samskeytin. FH komnar í forystu í leiknum. FH voru sterkari fram í miðjan seinni hálfleik en þá tóku Tindastólsstelpur völdin aftur og sköpuðu sér mörg hættuleg færi. Dauðafæri frá Birgittu Finnbogadóttir, Jordyn Rhodes og Maríu Jóhannesdóttir fóru öll í súginn á lokakafla leiksins og náði FH að sigla sigrinum í hús þrátt fyrir pressu heimamanna. 1-0 sigur FH staðreynd sem fara sáttar heim í Hafnarfjörðinn en Tindastóll sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan leik þeirra. Atvik leiksins Af mörgu að taka í dag, Tindastóll á þrjú skot í þverslá FH og urmul af dauðafærum. FH átti fullt af færum líka, færri dauðafæri. Atvik leiksins er hins vegar þetta mark sem kom upp úr engu hjá Hildigunni Ýr, hún klíndi boltanum upp í skeytin. Stjörnur og Skúrkar Stjörnur leiksins voru þær Herdís Halla í marki FH, hún var gjörsamlega stórkostleg í dag, stelpa fædd 2007 og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, hún kom í veg fyrir að Tindastóll skoraði og Hildigunnur Ýr skoraði markið sem skildi liðin að í dag, Birgitta Finnbogadóttir og Elísa Björnsdóttir í liði Tindastóls fá mikið hrós fyrir sína framgöngu í Tindastólsliðinu í dag Skúrkar kvöldsins verð að setja Jordyn Rhodes fyrir færanýtinguna í kvöld, greinilega fyrsti leikur í langan tíma og fékk færin í dag en henni tókst ekki að skora í kvöld því miður. Hugrún Pálsdóttir hefur átt betri daga en í dag. Dómarar Ég gef dómurunum 3/5 í dag, það má slaka á þessum guluspjöldum fyrir að sína tilfinningar, en hann reyndi að láta leikinn fljóta sem er jákvætt, engar stórar ákvarðanir sem hann þurfti að taka svo það reyndi þannig lagað ekkert á hann.. Stemning og umgjörð Það var þétt setið í stúkunni í kvöld eða um 350 manns í dag, það var frítt á völlinn sem var frábært framtak, völlurinn var í frábæru standi og vel mannað starfslið á vellinum í kvöld. Flott umgjörð hjá Tindastól sem tekur þátt í Bestu deildinni í þriðja sinn. Ekki uppleggið að fara eitthvað að falla til baka. Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum að berjast og sækja þessi þrjú stig það var ekkert auðvelt og erfitt verkefni erfiður leikur að sækja, erfitt að koma hingað í fyrsta leik sömuleiðis og fiðringur í leikmönnum liðsins og vissulega hjá þeim líka og gott að fyrsti leikurinn er kominn frá og búið að sækja fyrstu þrjú stiginn, sáttur með þetta,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað skóp sigur dagsins. „Þetta dæmigerða að vinna 1-0 er mjög sjeikí. Ósjálfrátt ferðu að verja eitthvað þegar það fer að draga á seinni hluta leiksins og það gerði það. Ég skil þær alveg, klárlega ekki uppleggið að fara eitthvað að falla til baka. Tindastóll kom með áhlaup við stóðumst það og markið hélt hreinu, ég er ánægður með það.“ „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik og góðar á löngum köflum í leiknum og ógnuðum á mörgum stöðum á vellinum og hæglega gert út af við leikinn í fyrri hálfleik miðað við færin sem við fengum. Þær vissulega fengu sín færi, þau voru úr föstum leikatriðum. Það var aðeins meiri vindur en núna og það lá aðeins á markið okkar. Hornspyrnur þeirra hættulegar út frá þeim fór boltinn í slánna og svo framvegis sem betur fer fyrir okkur skoruðu þær ekki úr þessum föstu leikatriðunum, það er gott.“ „Ótrúlega sætt að koma hingað og vinna. Ég er búinn að vera með FH-liðið ansi lengi og ég hef einu sinni áður labbað héðan með sigur á bakinu ótrúlega erfitt að koma hingað þannig að það er frábært að starta seasoninu með sigri,“ sagði Guðni að lokum. Fékk góðan tíma í teignum „Bara mjög ánægð, ég var orðinn svolítið stressuð í lokin en heilt yfir mjög ánægð með leikinn,“ sagði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir. „Ég fékk góðan tíma í teignum og boltann og setti hann bara upp í horni.“ „Við vitum alveg hvað við getum gert í sumar, að fá þrjú stig er mjög mikilvægt en það er bara næsti leikur.“ „Bara skora fleiri en í fyrra,“ sagði Hildigunnur að endingu um sín markmið í sumar. Vorum betri aðilinn „Súr og svekktur við vorum betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Tókum þá yfir leikinn, fengum fullt af góðum færum. Skutum tvisvar í slá í fyrri hálfleik og einu sinni í seinni hálfleik og þær björguðu á línu og var súr að við skildum tapa þessum leik,“ sagði Donni, þjálfari Tindastóls, að lokum. „Þú veist eðlilega tekur alltaf tíma í fyrsta leik að komast inn í hlutina, það er alltaf þannig hjá öllum liðum. Fannst FH kannski ofan á þar, þær hafa spilað fleiri leiki en vil. Það tekur okkur aðeins tíma að slípa hluti saman en mér fannst frammistaðan heilt yfir góð eins og ég sagði við náðum að skipuleggja okkur aðeins í seinni hálfleiknum, fengum þó færi í fyrri hálfleiknum til að komast yfir.“ „Eftir þetta mark fannst við vakna aðeins meira, þær fór kannski að verja eitthvað forskot en mér fannst við sækja í okkur veðrið og fengum heldur betur færin til að jafna þennan leik. Ég er sannfærður um það að ef og hefðum jafna þetta hefðum við unnið, mér finnst klárlega við eiga meira skilið en ekki neitt.“ Á að bæta við leikmönnum? „Já við erum ekki að leyna því að við erum að leita að leikmönnum, við erum ekki með stærsta hópinn af reynslu leikmönnum og það má lítið út af bregða hjá okkur til að við förum að leita meira í 3. flokkinn og leikmenn á þeim aldri. Við erum klárlega að reyna að bæta við okkur leikmenn, mér finnst mjög miður að leikmenn vilji ekki fara út á land íslenskir leikmenn. Mér finnst það alveg glatað, eins og þið sjáið það er alltaf sól og blíða hérna. Við reyndum virkilega við marga unga leikmenn frá Reykjavík en það er miklu þægilegra að fara í Hafnarfjörð eða eitthvað annað, þá þarf maður ekki að fara úr borginni eins þroskandi og það er. En við reynum að fá erlenda leikmenn ef það gengur þá er það flott ef það gengur ekki þá höldum við þessum hóp og byggjum ofan á það sem við erum að gera,“ sagði Donni að lokum. Besta deild kvenna Tindastóll FH
FH fór í farsæla ferð á Sauðárkrók í 1. umferð Bestu deild kvenna í fótbolta. 1-0 útisigur og tímabilið byrjað með stæl. Leikurinn Tindastóll tók á móti FH í Bestu deild kvenna í fótbolta, um var að ræða leik í 1. umferð deildarinnar sem hefði átt að fara fram í gær sunnudag en honum var frestað því völlurinn var ekki leikhæfur vegna bleytu. Það var annað upp á teningum í dag þar sem völlurinn var í toppstandi. Leikurinn hófst á miklum gæðum miðað við að um fyrsta leik sumarsins var að ræða. Tindastóll voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og náði að skapa sér hættuleg færi, þær áttu tvö skot í slá í fyrri hálfleik og áttu flotta uppspils kafla sem hefðu hæglega geta endað með marki. FH vaknaði um miðjan fyrri hálfleik og pressaði Tindastól besta færi þeirra fékk Snædís María Jörundsdóttir sem slapp ein í gegn eftir mistök í vörn Tindastóls en hún klikkaði færi og leikurinn því markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fékk boltann inn í teig Tindastóls eftir fínt spil FH, hún mundaði skotfótinn og boltinn smurðist upp í samskeytin. FH komnar í forystu í leiknum. FH voru sterkari fram í miðjan seinni hálfleik en þá tóku Tindastólsstelpur völdin aftur og sköpuðu sér mörg hættuleg færi. Dauðafæri frá Birgittu Finnbogadóttir, Jordyn Rhodes og Maríu Jóhannesdóttir fóru öll í súginn á lokakafla leiksins og náði FH að sigla sigrinum í hús þrátt fyrir pressu heimamanna. 1-0 sigur FH staðreynd sem fara sáttar heim í Hafnarfjörðinn en Tindastóll sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan leik þeirra. Atvik leiksins Af mörgu að taka í dag, Tindastóll á þrjú skot í þverslá FH og urmul af dauðafærum. FH átti fullt af færum líka, færri dauðafæri. Atvik leiksins er hins vegar þetta mark sem kom upp úr engu hjá Hildigunni Ýr, hún klíndi boltanum upp í skeytin. Stjörnur og Skúrkar Stjörnur leiksins voru þær Herdís Halla í marki FH, hún var gjörsamlega stórkostleg í dag, stelpa fædd 2007 og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, hún kom í veg fyrir að Tindastóll skoraði og Hildigunnur Ýr skoraði markið sem skildi liðin að í dag, Birgitta Finnbogadóttir og Elísa Björnsdóttir í liði Tindastóls fá mikið hrós fyrir sína framgöngu í Tindastólsliðinu í dag Skúrkar kvöldsins verð að setja Jordyn Rhodes fyrir færanýtinguna í kvöld, greinilega fyrsti leikur í langan tíma og fékk færin í dag en henni tókst ekki að skora í kvöld því miður. Hugrún Pálsdóttir hefur átt betri daga en í dag. Dómarar Ég gef dómurunum 3/5 í dag, það má slaka á þessum guluspjöldum fyrir að sína tilfinningar, en hann reyndi að láta leikinn fljóta sem er jákvætt, engar stórar ákvarðanir sem hann þurfti að taka svo það reyndi þannig lagað ekkert á hann.. Stemning og umgjörð Það var þétt setið í stúkunni í kvöld eða um 350 manns í dag, það var frítt á völlinn sem var frábært framtak, völlurinn var í frábæru standi og vel mannað starfslið á vellinum í kvöld. Flott umgjörð hjá Tindastól sem tekur þátt í Bestu deildinni í þriðja sinn. Ekki uppleggið að fara eitthvað að falla til baka. Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum að berjast og sækja þessi þrjú stig það var ekkert auðvelt og erfitt verkefni erfiður leikur að sækja, erfitt að koma hingað í fyrsta leik sömuleiðis og fiðringur í leikmönnum liðsins og vissulega hjá þeim líka og gott að fyrsti leikurinn er kominn frá og búið að sækja fyrstu þrjú stiginn, sáttur með þetta,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað skóp sigur dagsins. „Þetta dæmigerða að vinna 1-0 er mjög sjeikí. Ósjálfrátt ferðu að verja eitthvað þegar það fer að draga á seinni hluta leiksins og það gerði það. Ég skil þær alveg, klárlega ekki uppleggið að fara eitthvað að falla til baka. Tindastóll kom með áhlaup við stóðumst það og markið hélt hreinu, ég er ánægður með það.“ „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik og góðar á löngum köflum í leiknum og ógnuðum á mörgum stöðum á vellinum og hæglega gert út af við leikinn í fyrri hálfleik miðað við færin sem við fengum. Þær vissulega fengu sín færi, þau voru úr föstum leikatriðum. Það var aðeins meiri vindur en núna og það lá aðeins á markið okkar. Hornspyrnur þeirra hættulegar út frá þeim fór boltinn í slánna og svo framvegis sem betur fer fyrir okkur skoruðu þær ekki úr þessum föstu leikatriðunum, það er gott.“ „Ótrúlega sætt að koma hingað og vinna. Ég er búinn að vera með FH-liðið ansi lengi og ég hef einu sinni áður labbað héðan með sigur á bakinu ótrúlega erfitt að koma hingað þannig að það er frábært að starta seasoninu með sigri,“ sagði Guðni að lokum. Fékk góðan tíma í teignum „Bara mjög ánægð, ég var orðinn svolítið stressuð í lokin en heilt yfir mjög ánægð með leikinn,“ sagði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir. „Ég fékk góðan tíma í teignum og boltann og setti hann bara upp í horni.“ „Við vitum alveg hvað við getum gert í sumar, að fá þrjú stig er mjög mikilvægt en það er bara næsti leikur.“ „Bara skora fleiri en í fyrra,“ sagði Hildigunnur að endingu um sín markmið í sumar. Vorum betri aðilinn „Súr og svekktur við vorum betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Tókum þá yfir leikinn, fengum fullt af góðum færum. Skutum tvisvar í slá í fyrri hálfleik og einu sinni í seinni hálfleik og þær björguðu á línu og var súr að við skildum tapa þessum leik,“ sagði Donni, þjálfari Tindastóls, að lokum. „Þú veist eðlilega tekur alltaf tíma í fyrsta leik að komast inn í hlutina, það er alltaf þannig hjá öllum liðum. Fannst FH kannski ofan á þar, þær hafa spilað fleiri leiki en vil. Það tekur okkur aðeins tíma að slípa hluti saman en mér fannst frammistaðan heilt yfir góð eins og ég sagði við náðum að skipuleggja okkur aðeins í seinni hálfleiknum, fengum þó færi í fyrri hálfleiknum til að komast yfir.“ „Eftir þetta mark fannst við vakna aðeins meira, þær fór kannski að verja eitthvað forskot en mér fannst við sækja í okkur veðrið og fengum heldur betur færin til að jafna þennan leik. Ég er sannfærður um það að ef og hefðum jafna þetta hefðum við unnið, mér finnst klárlega við eiga meira skilið en ekki neitt.“ Á að bæta við leikmönnum? „Já við erum ekki að leyna því að við erum að leita að leikmönnum, við erum ekki með stærsta hópinn af reynslu leikmönnum og það má lítið út af bregða hjá okkur til að við förum að leita meira í 3. flokkinn og leikmenn á þeim aldri. Við erum klárlega að reyna að bæta við okkur leikmenn, mér finnst mjög miður að leikmenn vilji ekki fara út á land íslenskir leikmenn. Mér finnst það alveg glatað, eins og þið sjáið það er alltaf sól og blíða hérna. Við reyndum virkilega við marga unga leikmenn frá Reykjavík en það er miklu þægilegra að fara í Hafnarfjörð eða eitthvað annað, þá þarf maður ekki að fara úr borginni eins þroskandi og það er. En við reynum að fá erlenda leikmenn ef það gengur þá er það flott ef það gengur ekki þá höldum við þessum hóp og byggjum ofan á það sem við erum að gera,“ sagði Donni að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti