Forsetakosningar 2024 og fóbía hinsegin fólks: Erum komin í tímavél aftur í tímann? Valerio Gargiulo skrifar 22. apríl 2024 09:01 Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun