Sá sem bjargaði starfi Sir Alex gæti ýtt Ten Hag nær dyrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 12:46 Mark Robins hefur gert frábæra hluti með lið Coventry City í enska bikarnum á þessu tímabili. Getty/Harriet Lander Í augum margra er það nánast formsatriði fyrir Manchester United að tryggja sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins enda mætir liðið b-deildarliði í undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. Spekingur BBC sér óvænt úrslit skrifuð í skýin. Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, spáði um úrslit í undanúrslitaleik Coventry og Manchester United. Liðið sem vinnur mætir Manchester City í úrslitaleiknum. „Það er skrfað í skýin að knattspyrnustjórinn Mark Robins fagni sigri á móti sínu gamla félagi,“ sagði Sutton. „Gamli liðsfélaginn minn úr Norwich skoraði sigurmark fyrir Manchester United í enska bikarnum 1990 sem bjargaði starfi Sir Alex Ferguson. Núna held ég að hann muni ýta Erik ten Hag nær úrgöngudyrunum,“ sagði Sutton. Umræddur Mark Robins tryggði United sigur í þriðju umferð ensku bikarsins 1990 þegar Ferguson var orðinn mjög valtur í sessi. United fór síðan alla leið og vann enska bikarinn þetta sama vor og svo Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Þremur árum síðan hófst síðan ótrúleg sigurganga United mann í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Sir Alex. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „United ætti að vinna þægilegan sigur á Coventry en þeim hefur skort stöðugleika allt tímabilið og ég hef ekki trú á því að þeir finni hann núna,“ sagði Sutton. „Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins hérna. Ég á góðar minningar frá bikarúrslitaleiknum 1987 þegar skutluskalli Keith Houchen hjálpaði Coventry að vinna Tottenham og taka bikarinn. Þetta er yrði þvílíkur dagur fyrir félagið ef þeir vinna þennan leik,“ sagði Sutton. Undanúrslitaleikur Manchester United og Coventry City hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 14.00. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, spáði um úrslit í undanúrslitaleik Coventry og Manchester United. Liðið sem vinnur mætir Manchester City í úrslitaleiknum. „Það er skrfað í skýin að knattspyrnustjórinn Mark Robins fagni sigri á móti sínu gamla félagi,“ sagði Sutton. „Gamli liðsfélaginn minn úr Norwich skoraði sigurmark fyrir Manchester United í enska bikarnum 1990 sem bjargaði starfi Sir Alex Ferguson. Núna held ég að hann muni ýta Erik ten Hag nær úrgöngudyrunum,“ sagði Sutton. Umræddur Mark Robins tryggði United sigur í þriðju umferð ensku bikarsins 1990 þegar Ferguson var orðinn mjög valtur í sessi. United fór síðan alla leið og vann enska bikarinn þetta sama vor og svo Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Þremur árum síðan hófst síðan ótrúleg sigurganga United mann í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Sir Alex. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „United ætti að vinna þægilegan sigur á Coventry en þeim hefur skort stöðugleika allt tímabilið og ég hef ekki trú á því að þeir finni hann núna,“ sagði Sutton. „Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins hérna. Ég á góðar minningar frá bikarúrslitaleiknum 1987 þegar skutluskalli Keith Houchen hjálpaði Coventry að vinna Tottenham og taka bikarinn. Þetta er yrði þvílíkur dagur fyrir félagið ef þeir vinna þennan leik,“ sagði Sutton. Undanúrslitaleikur Manchester United og Coventry City hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 14.00.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira