Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 10:49 Frambjóðendur sem ekki hafa náð lágmarksfjölda undirskrifta hafa til föstudags til þess. Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10
Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58