Fyrirliði Íslands Helena Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2024 10:30 Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun