„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 22:59 Arnar gengur vonsvikinn frá Erlendi Eiríkssyni sem var nýbúinn að spjalda hann vísir / PAWEL Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. „Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi. Besta deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira