Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 17:22 Sýn á meðal annars vefmiðilinn Vísi, útvarpsstöðina Bylgjuna og fleiri stöðvar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21