Dánaraðstoð: Læknafélag Íslands skilar ekki auðu Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Thelma Kristinsdóttir, Katrín Ragna Kemp, Magdalena Ásgeirsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Ragnar Freyr Ingvarsson, Teitur Ari Theodórsson og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 18. apríl 2024 13:30 Stjórnarmenn Lífsvirðingar birtu 14. apríl sl. grein[1] á visir.is um Læknafélag Íslands (LÍ) og dánaraðstoð. Í greininni eru rangfærslur sem stjórn LÍ telur nauðsynlegt að leiðrétta og svara. Stjórnarmenn Lífsvirðingar fullyrða í greininni að LÍ veigri sér við að skila umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð. Þetta er rangt. Umsögn LÍ um frumvarpið frá 10. apríl sl. hefur verið aðgengileg öllum á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl.[2] Nánar verður fjallað um umsögnina í annarri grein sem mun birtast á þessum vettvangi. Fullyrt er í grein Lífsvirðingar að dánaraðstoð hafi verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Þá hafi lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Þetta er sjálfsagt rétt en breytir ekki þeirri staðreynd að langflest ríki heims hafa ekki lögleitt dánaraðstoð. Það bendir sterklega til lítils almenns áhuga á lögleiðingu dánaraðstoðar. Stjórnarmenn Lífsvirðingar segja LÍ hafa gengið svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna. Þetta er rétt. Stjórnarmennirnir geta þess hins vegar ekki af hverju LÍ tók þessa afstöðu. Í umsögn LÍ frá 12. apríl 2021 segir:[3] LÍ getur ekki stutt þessa tillögu. Félagið telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Skýrsla heilbrigðisráðherra sem kynnt var í byrjun september 2020 hefur verið gagnrýnd af fagfólki.[4] Forysta LÍ hefur tekið undir þá gagnrýni og fjallað um dánaraðstoð.[5] LÍ leggst því gegn því að skoðanakönnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dánaraðstoð verður víðtækari og almennari og ekki knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar. Könnunin var framkvæmd þrátt fyrir þetta fyrri hluta árs 2023. Niðurstöður hennar birtust haustið 2023.[6] Af þeim sem voru spurðir tóku 32,0% þátt. Spurningunni um afstöðu til dánaraðstoðar svöruðu 133 læknar, 115 hjúkrunarfræðingar og 111 sjúkraliðar. Félagsmenn LÍ voru 1711 árið 2023 svo 7,8% félagsmanna tóku afstöðu. Könnunin segir 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða alfarið, mjög eða frekar hlynnta dánaraðstoð, sem er rangt því hlutfallið á aðeins við um þá sem tóku afstöðu. Þetta er ekki heldur marktæk niðurstaða þegar þátttakan er svona lítil enda hyggst LÍ framkvæma eigin könnun meðal allra félagsmanna eftir þá umræðu sem félagið er nú að hefja. Sömu efasemdir gagnvart niðurstöðu könnunarinnar koma fram hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í umsögn þess til Alþingis um frumvarpið um dánaraðstoð.[7] Fíh segir að niðurstaða könnunarinnar hvað hjúkrunarfræðinga varðar sé að engu hafandi. Útilokað sé að álykta út frá könnuninni eða byggja á henni ákvarðanir um svo flókið og viðkvæmt mál sem dánaraðstoð er. Fulltrúar Lífsvirðingar vísa til þessarar könnunar eins og hún sé marktæk. Í fyrrnefndri grein hvetja stjórnarmenn Lífsvirðingar LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau hafi birst í þessari könnun. Á sama tíma hvetur Lífsvirðing LÍ til að gera nýja könnun. Þarna er þversögn í málflutningi Lífsvirðingar. Ef félagið telur könnunina marktæka af hverju ætti LÍ að gera nýja könnun? Þessi þversögn afhjúpar að stjórnarmenn Lífsvirðingar vita að könnunin er meingölluð og að engu hafandi. Stjórn LÍ hefur í samskiptum við Lífsvirðingu kallað eftir að félagið vísi með réttum hætti til könnunarinnar, þ.e. láti koma fram að niðurstöður hennar byggi á mjög lítilli svörun. Við þeirri ábendingu hefur Lífsvirðing ekki orðið. Rangt vitnað til ummæla formanns LÍ Stjórnarmenn Lífsvirðingar vísa til umræðu um dánaraðstoð í þættinum Pallborðið 27. mars sl.[8] Þau vísa ranglega til ummæla Steinunnar Þórðardóttur formanns LÍ í þættinum. Stjórnarmennirnir segja formann LÍ halda því fram í þættinum að þeir læknar sem hafi ígrundað dánaraðstoð ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Þau fullyrða að formaður LÍ tengi vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Hér er aftur farið rangt með. Formaður LÍ sagði að þeir fáu læknar sem hefðu svarað könnuninni væru líklegri til að hafa fyrirfram mjög mótaða afstöðu til dánaraðstoðar. Svo vitnað sé beint í formann LÍ í þættinum: „Það er erfitt að draga þá ályktun út frá könnuninni að meirihluti lækna sé fylgjandi vegna þess að það er hætta á bjögun, að þú sért líklegri til að svara svona könnun af einhverjum ástæðum, m.a. þeirri að þú sért fylgjandi og viljir breytingar.” Þá benti formaður LÍ á að rannsóknir gerðar meðal lækna sýni að andstaða gegn dánaraðstoð er mest meðal lækna sem annast sjúklinga við lífslok, þ.e. líknarlækna, öldrunarlækna, krabbameinslækna og heimilislækna. Þetta kom fram í könnun sem Royal College of Physicians gerði 2006.[9] Sambærilega niðurstaða kom fram í könnun sem Breska læknafélagið (BMA) gerði 2020.[10] Í áðurnefndri grein hvetja stjórnarmenn Lífsvirðingar LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Slík hvatning er óþörf, auk þess sem þau vita að umræða er í undirbúningi hjá LÍ. Það kemur fram í fyrrgreindri umsögn en LÍ svaraði einnig tölvupósti formanns Lífsvirðingar í janúar sl. og sagði kynningu og umræðu meðal félagsmanna í undirbúningi. LÍ fullyrðir að umræða Lífsvirðingar um dánaraðstoð hefur verið mjög einhliða. Lífsvirðing hefur hvorki dregið fram allar hliðar þessa máls né fjallað um þau fjölmörgu siðferðilegu álitamál sem dánaraðstoð vekur. Í greinasafni á heimasíðu Lífsvirðingar virðast eingöngu birtar greinar stuðningsmanna dánaraðstoðar. Lífsvirðing hefur hvorki sagt frá reynslu ríkja sem leyfa dánaraðstoð né vandamálum sem upp hafa komið. Þá hefur Lífsvirðing lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð. Lítið hefur því breyst frá árinu 2021 þegar LÍ benti á að fylgismenn dánaraðstoðar væru nánast þeir einu sem knýja fram umræðuna um efnið. Nú verður breyting þar á. LÍ og vonandi fleiri munu blanda sér í umræðuna. Það er ekki sjálfsagt að Ísland sláist í hóp þeirra örfáu ríkja heims sem þegar hafa lögfest dánaraðstoð. Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ og varaformaður Félags íslenskra heimilislækna Thelma Kristinsdóttir, gjaldkeri LÍ Katrín Ragna Kemp, ritari LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ og formaður Félags íslenskra heimilislækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ og formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ og formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ og formaður Félags sjúkrahúslækna Greinarhöfundar eru læknar. Heimildir [1] Greinin er aðgengileg hér: https://www.visir.is/g/20242555072d/danaradstod-hvers-vegna-skilar-laeknafelag-islands-audu-. [2] Umsögn LÍ frá 10. apríl sl. er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1987.pdf. [3] Umsögn LÍ frá 12. apríl 2021 er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2531.pdf [4] Sjá https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/vilja-ad-radherra-dragi-skyrslu-um-danaradstod-til-baka, [5] Sjá https://www.lis.is/is/um-li/frettir/althjodasamtok-laekna-og-danaradstod og https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/danaradstod-eda-liknardrap. [6] Skýrsla heilbrigðisráðherra um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar, samkvæmt beiðni. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/2061.pdf?fbclid=IwAR0af_SHX6f3L7KJU-dW3Ny87Im795deTqJyFWSLQTScYYybqad590-WPAQ. [7] Umsögn Félags ísl. hjúkrunarfræðinga er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf. [8] Þátturinn er aðgengilegur hér: https://www.visir.is/g/2242549105d/pallbordid-eiga-laeknar-ad-adstoda-folk-vid-ad-deyja-. [9] Grein um kannanir Royal College of Physicians er aðgengileg hér: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6510045/. [10] Fjallað er um niðurstöður könnunarinnar hér: https://www.bma.org.uk/advice-and-support/ethics/end-of-life/physician-assisted-dying/physician-assisted-dying-survey Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarmenn Lífsvirðingar birtu 14. apríl sl. grein[1] á visir.is um Læknafélag Íslands (LÍ) og dánaraðstoð. Í greininni eru rangfærslur sem stjórn LÍ telur nauðsynlegt að leiðrétta og svara. Stjórnarmenn Lífsvirðingar fullyrða í greininni að LÍ veigri sér við að skila umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð. Þetta er rangt. Umsögn LÍ um frumvarpið frá 10. apríl sl. hefur verið aðgengileg öllum á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl.[2] Nánar verður fjallað um umsögnina í annarri grein sem mun birtast á þessum vettvangi. Fullyrt er í grein Lífsvirðingar að dánaraðstoð hafi verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Þá hafi lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Þetta er sjálfsagt rétt en breytir ekki þeirri staðreynd að langflest ríki heims hafa ekki lögleitt dánaraðstoð. Það bendir sterklega til lítils almenns áhuga á lögleiðingu dánaraðstoðar. Stjórnarmenn Lífsvirðingar segja LÍ hafa gengið svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna. Þetta er rétt. Stjórnarmennirnir geta þess hins vegar ekki af hverju LÍ tók þessa afstöðu. Í umsögn LÍ frá 12. apríl 2021 segir:[3] LÍ getur ekki stutt þessa tillögu. Félagið telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Skýrsla heilbrigðisráðherra sem kynnt var í byrjun september 2020 hefur verið gagnrýnd af fagfólki.[4] Forysta LÍ hefur tekið undir þá gagnrýni og fjallað um dánaraðstoð.[5] LÍ leggst því gegn því að skoðanakönnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dánaraðstoð verður víðtækari og almennari og ekki knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar. Könnunin var framkvæmd þrátt fyrir þetta fyrri hluta árs 2023. Niðurstöður hennar birtust haustið 2023.[6] Af þeim sem voru spurðir tóku 32,0% þátt. Spurningunni um afstöðu til dánaraðstoðar svöruðu 133 læknar, 115 hjúkrunarfræðingar og 111 sjúkraliðar. Félagsmenn LÍ voru 1711 árið 2023 svo 7,8% félagsmanna tóku afstöðu. Könnunin segir 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða alfarið, mjög eða frekar hlynnta dánaraðstoð, sem er rangt því hlutfallið á aðeins við um þá sem tóku afstöðu. Þetta er ekki heldur marktæk niðurstaða þegar þátttakan er svona lítil enda hyggst LÍ framkvæma eigin könnun meðal allra félagsmanna eftir þá umræðu sem félagið er nú að hefja. Sömu efasemdir gagnvart niðurstöðu könnunarinnar koma fram hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í umsögn þess til Alþingis um frumvarpið um dánaraðstoð.[7] Fíh segir að niðurstaða könnunarinnar hvað hjúkrunarfræðinga varðar sé að engu hafandi. Útilokað sé að álykta út frá könnuninni eða byggja á henni ákvarðanir um svo flókið og viðkvæmt mál sem dánaraðstoð er. Fulltrúar Lífsvirðingar vísa til þessarar könnunar eins og hún sé marktæk. Í fyrrnefndri grein hvetja stjórnarmenn Lífsvirðingar LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau hafi birst í þessari könnun. Á sama tíma hvetur Lífsvirðing LÍ til að gera nýja könnun. Þarna er þversögn í málflutningi Lífsvirðingar. Ef félagið telur könnunina marktæka af hverju ætti LÍ að gera nýja könnun? Þessi þversögn afhjúpar að stjórnarmenn Lífsvirðingar vita að könnunin er meingölluð og að engu hafandi. Stjórn LÍ hefur í samskiptum við Lífsvirðingu kallað eftir að félagið vísi með réttum hætti til könnunarinnar, þ.e. láti koma fram að niðurstöður hennar byggi á mjög lítilli svörun. Við þeirri ábendingu hefur Lífsvirðing ekki orðið. Rangt vitnað til ummæla formanns LÍ Stjórnarmenn Lífsvirðingar vísa til umræðu um dánaraðstoð í þættinum Pallborðið 27. mars sl.[8] Þau vísa ranglega til ummæla Steinunnar Þórðardóttur formanns LÍ í þættinum. Stjórnarmennirnir segja formann LÍ halda því fram í þættinum að þeir læknar sem hafi ígrundað dánaraðstoð ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Þau fullyrða að formaður LÍ tengi vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Hér er aftur farið rangt með. Formaður LÍ sagði að þeir fáu læknar sem hefðu svarað könnuninni væru líklegri til að hafa fyrirfram mjög mótaða afstöðu til dánaraðstoðar. Svo vitnað sé beint í formann LÍ í þættinum: „Það er erfitt að draga þá ályktun út frá könnuninni að meirihluti lækna sé fylgjandi vegna þess að það er hætta á bjögun, að þú sért líklegri til að svara svona könnun af einhverjum ástæðum, m.a. þeirri að þú sért fylgjandi og viljir breytingar.” Þá benti formaður LÍ á að rannsóknir gerðar meðal lækna sýni að andstaða gegn dánaraðstoð er mest meðal lækna sem annast sjúklinga við lífslok, þ.e. líknarlækna, öldrunarlækna, krabbameinslækna og heimilislækna. Þetta kom fram í könnun sem Royal College of Physicians gerði 2006.[9] Sambærilega niðurstaða kom fram í könnun sem Breska læknafélagið (BMA) gerði 2020.[10] Í áðurnefndri grein hvetja stjórnarmenn Lífsvirðingar LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Slík hvatning er óþörf, auk þess sem þau vita að umræða er í undirbúningi hjá LÍ. Það kemur fram í fyrrgreindri umsögn en LÍ svaraði einnig tölvupósti formanns Lífsvirðingar í janúar sl. og sagði kynningu og umræðu meðal félagsmanna í undirbúningi. LÍ fullyrðir að umræða Lífsvirðingar um dánaraðstoð hefur verið mjög einhliða. Lífsvirðing hefur hvorki dregið fram allar hliðar þessa máls né fjallað um þau fjölmörgu siðferðilegu álitamál sem dánaraðstoð vekur. Í greinasafni á heimasíðu Lífsvirðingar virðast eingöngu birtar greinar stuðningsmanna dánaraðstoðar. Lífsvirðing hefur hvorki sagt frá reynslu ríkja sem leyfa dánaraðstoð né vandamálum sem upp hafa komið. Þá hefur Lífsvirðing lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð. Lítið hefur því breyst frá árinu 2021 þegar LÍ benti á að fylgismenn dánaraðstoðar væru nánast þeir einu sem knýja fram umræðuna um efnið. Nú verður breyting þar á. LÍ og vonandi fleiri munu blanda sér í umræðuna. Það er ekki sjálfsagt að Ísland sláist í hóp þeirra örfáu ríkja heims sem þegar hafa lögfest dánaraðstoð. Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ og varaformaður Félags íslenskra heimilislækna Thelma Kristinsdóttir, gjaldkeri LÍ Katrín Ragna Kemp, ritari LÍ Magdalena Ásgeirsdóttir, í stjórn LÍ Margrét Ólafía Tómasdóttir, í stjórn LÍ og formaður Félags íslenskra heimilislækna Ragnar Freyr Ingvarsson, í stjórn LÍ og formaður Læknafélags Reykjavíkur Teitur Ari Theodórsson, í stjórn LÍ og formaður Félags almennra lækna Theódór Skúli Sigurðsson, í stjórn LÍ og formaður Félags sjúkrahúslækna Greinarhöfundar eru læknar. Heimildir [1] Greinin er aðgengileg hér: https://www.visir.is/g/20242555072d/danaradstod-hvers-vegna-skilar-laeknafelag-islands-audu-. [2] Umsögn LÍ frá 10. apríl sl. er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1987.pdf. [3] Umsögn LÍ frá 12. apríl 2021 er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2531.pdf [4] Sjá https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/vilja-ad-radherra-dragi-skyrslu-um-danaradstod-til-baka, [5] Sjá https://www.lis.is/is/um-li/frettir/althjodasamtok-laekna-og-danaradstod og https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/danaradstod-eda-liknardrap. [6] Skýrsla heilbrigðisráðherra um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar, samkvæmt beiðni. Skýrslan er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/2061.pdf?fbclid=IwAR0af_SHX6f3L7KJU-dW3Ny87Im795deTqJyFWSLQTScYYybqad590-WPAQ. [7] Umsögn Félags ísl. hjúkrunarfræðinga er aðgengileg hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1880.pdf. [8] Þátturinn er aðgengilegur hér: https://www.visir.is/g/2242549105d/pallbordid-eiga-laeknar-ad-adstoda-folk-vid-ad-deyja-. [9] Grein um kannanir Royal College of Physicians er aðgengileg hér: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6510045/. [10] Fjallað er um niðurstöður könnunarinnar hér: https://www.bma.org.uk/advice-and-support/ethics/end-of-life/physician-assisted-dying/physician-assisted-dying-survey
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun