Lífið

Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eva mun fylla í skarð Felix þetta árið.
Eva mun fylla í skarð Felix þetta árið. Vísir/Vilhelm

Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. 

Felix Bergsson, sem stýrt hefur þáttunum í áranna rás tilkynnti nýlega að hann hefði sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann yrði því ekki fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision og myndi ekki stýra þáttunum Alla leið heldur. 

Baldur Þórhallsson eiginmaður hans er eins og frægt er orðið í forsetaframboði og er Felix virkur þátttakandi í framboðsteymi hans. 

Eva Ruza tilkynnti þetta á Instagram í kvöld. „Ég hef fengið það stóra hlutverk að stýra sjónvarpsþættinum ,,Alla Leið" sem er á dagskrá RÚV , og fer þar lóðbeint ofan í risastór skóför vinar míns hans Felix Bergssonar. Fyrsti þáttur byrjar næstkomandi laugardag á slaginu 20:15,“ skrifar hún á Instagram.

Fyrr í dag var tilkynnt að Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna Dís, verði þulur Eurovision í ár í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hefur lýst keppninni undanfarin ár. Rúm vika er síðan Gísli tilkynnti að hann drægi sig úr leik vegna framgöngu Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.