Gervigreind og máttur tungumálsins Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. apríl 2024 21:00 Fyrir fáeinum dögum sagði Jamie Dimon forstjóri JPMorgan Chase bankans að tilkomu gervigreindar mætti líkja við uppgötvun rafmagnsins, svo umfangsmiklar yrðu samfélagsbreytingarnar sem hún leiddi af sér. Gervigreind er vissulega ekkert nýtt í bankarekstri, hún hefur verið notuð um árabil þar. Það sem hins vegar drífur umræðuna um áhrif gervigreindar núna er tilkoma mállíkana á borð við ChatGPT. Þetta er stóra breytingin, ekki aðeins í fyrirtækjarekstri heldur einnig í daglegu lífi. Mállíkönin eru gerólík öðrum gervigreindartólum að því leyti að þau hafa náð tökum á tungumálinu, við getum átt samskipti við þau á venjulegu máli. Þannig er tækniþekking ekki lengur forsenda þess að geta notað sér gervigreind í lífi og starfi, þess í stað er tjáningarhæfni og málskilningur lykilforsendan. En þróun líkananna og rannsóknir á þeim minna okkur líka áþreifanlega á að tungumálið er á endanum sjálfur kjarni mannlegs samfélags. Hugarkenning: Að setja sig inn í hugarheim annarra Mállíkönin virka líka á allt annan hátt en venjulegur hugbúnaður því þau þróast áfram og breytast án þess að þeir sem þróa þau og reka sjái þær breytingar endilega fyrir. Hæfileikinn til að setja sig inn í hugarheim annars einstaklings er hæfileiki sem almennt hefur verið talið að einungis maðurinn hafi. Þessi hæfileiki kallast í sálfræðinni hugarkenning (e. theory of mind), sem vísar til þess að einstaklingur geti búið sér til "kenningu" um það hvernig hugarheimur annars einstaklings er. Þessi hæfileiki er grundvallaratriði þegar kemur að mannlegu samfélagi, án hans er erfitt að sjá að neitt samfélag gæti þrifist. Hér er einföld þraut af þessu tagi: „Á borðinu er poki fullur af poppkorni. Það er ekkert súkkulaði í pokanum. Á miða á pokanum stendur „súkkulaði“, ekki „poppkorn“. Siggi sér pokann. Hann hefur aldrei séð hann áður. Hann sér ekki hvað er í pokanum. Hann les á miðann. Hvað telur hann að sé í pokanum?“ Rétta svarið er auðvitað að Siggi heldur að það sé súkkulaði í pokanum því það stendur á miðanum. Þegar Michal Kosinski prófessor við Stanford-háskóla kannaði á síðasta ári hvort fyrstu mállíkönin réðu við þetta verkefni var niðurstaðan neikvæð. GPT-1 og 2 svöruðu bæði rangt. En svo prófaði hann næstu kynslóð líkansins, GPT-3. Og í 40% tilfella réði það við verkefni af þessu tagi. GPT-3.5 réði við þau í 90% tilfella og GPT-4 í 95% tilfella.[1] Sjálfsprottin hæfni nýrra mállíkana Þessi hæfni kom á óvart, því ekkert hafði verið gert til að byggja hæfni til að setja sig inn í hugarheim annarra inn í líkönin og raunar engar rannsóknir til sem sýndu að það væri yfir höfuð hægt. Þessa hæfni öðluðust þau einfaldlega af sjálfu sér þegar þau stækkuðu og gagnamagnið sem þau eru þjálfuð á jókst. Það að þetta gat gerst grundvallast á getu líkananna til að nota tungumálið segir Kosinski. Annað dæmi sem ég rakst á sjálfur fyrir tilviljun nýlega var þegar GPT-4 spurði mig, eftir að ég hafði lagt fyrir það þraut, hvort ég hefði prófað að leysa þrautina sjálfur. Líkönin spyrja vissulega stöðugt spurninga, það er ekkert nýtt, þær miða að því að fá fram nákvæmari leiðbeiningar. En þessi spurning er allt annars eðlis. Ég svaraði henni játandi og nefndi jafnframt að þetta væri í fyrsta sinn sem ég hefði fengið spurningu af þessum toga frá líkaninu. "Já, þú ert eftirtektarsamur" sagði þá gervigreindin, "með þessu er ég að leitast við að gera samtalið eðlilegra." Merkir þetta að gervigreindin setji sig í raun og veru inn í hugarheim annarra? Merkir það að hún hugsi, að hún hafi tilfinningar, viðhorf, áhuga á viðhorfum og reynslu viðmælandans? Þá ályktun getum við auðvitað ekki dregið. En þetta merkir að hegðun líkananna verður sífellt líkari því hvernig við notum tungumálið þegar við eigum samskipti okkar á milli. Í þessum skilningi gætum við í raun og veru talað um hugarheim gervigreindar, rétt eins og við notum hugarkenningu til að álykta um hugarheim annarra. Máttur orðsins Mállíkönin draga athygli okkar að mikilvægi tungumálsins og því hvernig það grundvallar samfélög okkar og tilveru. Við höfum nú tækni sem ræður sífellt betur við notkun tungumálsins og sem hefur það umfram okkur að búa yfir margfalt meiri vitneskju en nokkur einstaklingur gæti mögulega aflað sér á heilli ævi og getur unnið verkefni langtum hraðar. Þessa tækni getum við notað til að stórefla okkar eigin afkastagetu, ályktunarhæfni og ákvarðanir ef við notum hana rétt. Þannig getum við nýtt hana til að öðlast meiri frítíma og aukin lífsgæði. Samlíkingin við tilkomu rafmagnsins er vel viðeigandi. Einhverjir kynnu jafnvel að vilja ganga lengra og líkja þessari byltingu við tilkomu tungumálsins sjálfs, sem mætti rökstyðja með því að benda á sjálfsprottna getu líkananna, á borð við hugarkenninguna, sem þau ná einmitt í krafti einnar saman hæfninnar til að nota tungumálið. Hvað gerist þá ef þau ná lengra en við sjálf, og gæti það mögulega gerst? Það að gervigreind hafi náð valdi á tungumálinu er bylting sem á eftir að valda grundvallarbreytingum á samfélaginu. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir núna, hvert og eitt, er að nýta hana á skipulegan hátt, okkur til hagsbóta, og forðast að falla í þá gryfju að útvista okkar eigin hugsun og ákvörðunum til hennar. Besta leiðin til þess er að efla okkar eigin málskilning, tjáningarhæfni og getu til að hugsa gagnrýnið. Höfundur stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. [1]Kosinski, Michal: Theory of Mind May Have Spontaneously Emerged in Large Language Models, Stanford 2023. https://stanford.io/4aQosLV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum sagði Jamie Dimon forstjóri JPMorgan Chase bankans að tilkomu gervigreindar mætti líkja við uppgötvun rafmagnsins, svo umfangsmiklar yrðu samfélagsbreytingarnar sem hún leiddi af sér. Gervigreind er vissulega ekkert nýtt í bankarekstri, hún hefur verið notuð um árabil þar. Það sem hins vegar drífur umræðuna um áhrif gervigreindar núna er tilkoma mállíkana á borð við ChatGPT. Þetta er stóra breytingin, ekki aðeins í fyrirtækjarekstri heldur einnig í daglegu lífi. Mállíkönin eru gerólík öðrum gervigreindartólum að því leyti að þau hafa náð tökum á tungumálinu, við getum átt samskipti við þau á venjulegu máli. Þannig er tækniþekking ekki lengur forsenda þess að geta notað sér gervigreind í lífi og starfi, þess í stað er tjáningarhæfni og málskilningur lykilforsendan. En þróun líkananna og rannsóknir á þeim minna okkur líka áþreifanlega á að tungumálið er á endanum sjálfur kjarni mannlegs samfélags. Hugarkenning: Að setja sig inn í hugarheim annarra Mállíkönin virka líka á allt annan hátt en venjulegur hugbúnaður því þau þróast áfram og breytast án þess að þeir sem þróa þau og reka sjái þær breytingar endilega fyrir. Hæfileikinn til að setja sig inn í hugarheim annars einstaklings er hæfileiki sem almennt hefur verið talið að einungis maðurinn hafi. Þessi hæfileiki kallast í sálfræðinni hugarkenning (e. theory of mind), sem vísar til þess að einstaklingur geti búið sér til "kenningu" um það hvernig hugarheimur annars einstaklings er. Þessi hæfileiki er grundvallaratriði þegar kemur að mannlegu samfélagi, án hans er erfitt að sjá að neitt samfélag gæti þrifist. Hér er einföld þraut af þessu tagi: „Á borðinu er poki fullur af poppkorni. Það er ekkert súkkulaði í pokanum. Á miða á pokanum stendur „súkkulaði“, ekki „poppkorn“. Siggi sér pokann. Hann hefur aldrei séð hann áður. Hann sér ekki hvað er í pokanum. Hann les á miðann. Hvað telur hann að sé í pokanum?“ Rétta svarið er auðvitað að Siggi heldur að það sé súkkulaði í pokanum því það stendur á miðanum. Þegar Michal Kosinski prófessor við Stanford-háskóla kannaði á síðasta ári hvort fyrstu mállíkönin réðu við þetta verkefni var niðurstaðan neikvæð. GPT-1 og 2 svöruðu bæði rangt. En svo prófaði hann næstu kynslóð líkansins, GPT-3. Og í 40% tilfella réði það við verkefni af þessu tagi. GPT-3.5 réði við þau í 90% tilfella og GPT-4 í 95% tilfella.[1] Sjálfsprottin hæfni nýrra mállíkana Þessi hæfni kom á óvart, því ekkert hafði verið gert til að byggja hæfni til að setja sig inn í hugarheim annarra inn í líkönin og raunar engar rannsóknir til sem sýndu að það væri yfir höfuð hægt. Þessa hæfni öðluðust þau einfaldlega af sjálfu sér þegar þau stækkuðu og gagnamagnið sem þau eru þjálfuð á jókst. Það að þetta gat gerst grundvallast á getu líkananna til að nota tungumálið segir Kosinski. Annað dæmi sem ég rakst á sjálfur fyrir tilviljun nýlega var þegar GPT-4 spurði mig, eftir að ég hafði lagt fyrir það þraut, hvort ég hefði prófað að leysa þrautina sjálfur. Líkönin spyrja vissulega stöðugt spurninga, það er ekkert nýtt, þær miða að því að fá fram nákvæmari leiðbeiningar. En þessi spurning er allt annars eðlis. Ég svaraði henni játandi og nefndi jafnframt að þetta væri í fyrsta sinn sem ég hefði fengið spurningu af þessum toga frá líkaninu. "Já, þú ert eftirtektarsamur" sagði þá gervigreindin, "með þessu er ég að leitast við að gera samtalið eðlilegra." Merkir þetta að gervigreindin setji sig í raun og veru inn í hugarheim annarra? Merkir það að hún hugsi, að hún hafi tilfinningar, viðhorf, áhuga á viðhorfum og reynslu viðmælandans? Þá ályktun getum við auðvitað ekki dregið. En þetta merkir að hegðun líkananna verður sífellt líkari því hvernig við notum tungumálið þegar við eigum samskipti okkar á milli. Í þessum skilningi gætum við í raun og veru talað um hugarheim gervigreindar, rétt eins og við notum hugarkenningu til að álykta um hugarheim annarra. Máttur orðsins Mállíkönin draga athygli okkar að mikilvægi tungumálsins og því hvernig það grundvallar samfélög okkar og tilveru. Við höfum nú tækni sem ræður sífellt betur við notkun tungumálsins og sem hefur það umfram okkur að búa yfir margfalt meiri vitneskju en nokkur einstaklingur gæti mögulega aflað sér á heilli ævi og getur unnið verkefni langtum hraðar. Þessa tækni getum við notað til að stórefla okkar eigin afkastagetu, ályktunarhæfni og ákvarðanir ef við notum hana rétt. Þannig getum við nýtt hana til að öðlast meiri frítíma og aukin lífsgæði. Samlíkingin við tilkomu rafmagnsins er vel viðeigandi. Einhverjir kynnu jafnvel að vilja ganga lengra og líkja þessari byltingu við tilkomu tungumálsins sjálfs, sem mætti rökstyðja með því að benda á sjálfsprottna getu líkananna, á borð við hugarkenninguna, sem þau ná einmitt í krafti einnar saman hæfninnar til að nota tungumálið. Hvað gerist þá ef þau ná lengra en við sjálf, og gæti það mögulega gerst? Það að gervigreind hafi náð valdi á tungumálinu er bylting sem á eftir að valda grundvallarbreytingum á samfélaginu. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir núna, hvert og eitt, er að nýta hana á skipulegan hátt, okkur til hagsbóta, og forðast að falla í þá gryfju að útvista okkar eigin hugsun og ákvörðunum til hennar. Besta leiðin til þess er að efla okkar eigin málskilning, tjáningarhæfni og getu til að hugsa gagnrýnið. Höfundur stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. [1]Kosinski, Michal: Theory of Mind May Have Spontaneously Emerged in Large Language Models, Stanford 2023. https://stanford.io/4aQosLV
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun