Gleymdu börnin Kolbrún Pálsdóttir skrifar 17. apríl 2024 14:01 Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Austur-Kongó Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og leggur við hlustir. ,,Hann stal barni!“ hrópar maður og bendir á mótorhjól sem þýtur úr þorpinu. Mér er sagt að þetta sé því miður daglegt vandamál á þessu svæði. Ég er stödd í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru með þróunar- og mannúðarverkefni á svæðinu. Í austurhluta landsins er mikið mannúðarástand. Hér hefur stríð geisað í tæp 30 ár og hafa átökin stigmagnast á undanförnum mánuðum með ágengni vopnaðra vígahópa sem ætla sér að taka yfir borgir og bæi. Mannréttindabrot eru framin um land allt og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Börn eru gríðarlega berskjölduð fyrir átökunum en fjöldi barna hefur verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Stríðið hefur oft verið nefnt Gleymda stríðið þar sem það hefur fengið litla alþjóðlega athygli. Ég vil þó tala um gleymdu börnin. Hér eru börn sem upplifa brot á mannréttindum alla daga. 80% barna undir 14 ára verða fyrir líkamlegu ofbeldi. Nærri ein af hverjum þremur stúlkum er neydd í hjónaband fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum fjórum stúlkum verður ólétt fyrir 18 ára. Á hverju ári neyðist fjöldi barna til að ganga til liðs við vígahópa og upplifa ofbeldi og átök frá fyrstu hendi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru með mjög öflug verkefni í austurhluta Kongó sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Samtökin vinna meðal annars með götubörnum í borginni Goma, en þar búa 20.000 börn á götunni. Barnaheill aðstoða börn við að sameinast ættingjum og fá öruggt húsaskjól, veita börnum sálfræði stuðning og aðstoða þau við að hefja nám; bóklegt eða verklegt. Verkefnið miðar vel og eru nokkrir unglingar, sem áður voru á götunni, farnir að stunda vinnu við þá verkgrein sem þeir völdu sér og þannig afla tekna. Í Kongó eru 113 milljónir manna, þar af eru 25 milljónir í brýnni nauðsyn fyrir mannúðaraðstoð. Ég átta mig á því að það er erfitt að aðstoða alla. En allir geta gert eitthvað. Hjálpumst að og verndum gleymdu börnin. Hægt er að styðja við starf Barnaheilla með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur styrktaraðili. Höfundur er verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun