Stuðningur úr óvæntri átt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2024 09:00 „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun